Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 1
13. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 6. júlí ▯ Blað nr. 637 ▯ 29 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Þeir eru að eigin sögn hvatvísir bræður úr Kópavogi sem hafa engan bakgrunn í garðyrkju. Þeir eru þó „þokkalega“ framkvæmdaglaðir og tóku upp á því að kaupa sér garðyrkjustöð fyrir fjórum árum. Seinna keyptu þeir fyrirtæki sem framleiðir sprettur og síðan fylgdu kaup á annarri veglegri garðyrkjustöð. Í dag eru þeir Pétur Haukur og Ágúst Loftssynir meðal stærstu salatframleiðenda landsins. – Sjá nánar á síðum 32–33. Mynd / Karl Ólafsson Lífeyrissjóður bænda: Stjórnin sprakk vegna trúnaðarbrests Stjórn Lífeyrissjóðs bænda (LSB) er í upplausn. Fjórir af fimm stjórnarmönnum sjóðsins sögðu af sér í júní og hefur verið boðað til aukaársfundar í ágúst til að manna stjórn og varastjórn. Upp kom ágreiningur um framtíð sjóðsins sem leiddi til trúnaðarbrests. Formaður stjórnarinnar, Skúli Bjarnason, sagði af sér þann 2. júní og í kjölfarið fylgdu úrsagnir Ernu Bjarnadóttur og Guðbjargar Jónsdóttur þann 13. júní og Örn Bergsson sagði sig úr stjórn þann 14. júní. Aðeins einn stjórnarmeðlimur, Guðrún Lárusdóttir, situr því enn. Auk hennar hafa tveir varamenn, þau Jóhann Már Sigurbjörnsson og Oddný Steina Valsdóttir, tekið sæti í stjórn, sem er því aðeins skipuð þremur mönnum. Guðrún er nýr formaður stjórnar og Jóhann varaformaður. Aukaársfundur hefur verið boðaður þann 31. ágúst nk. þar sem fram fer kosning til stjórnar sjóðsins ásamt samþykktabreytingum, að því er fram kemur á vefsíðu lífeyrissjóðsins. Guðrún Lárusdóttir segir að starfsemi sjóðsins sé með óbreyttum hætti. Telja hagsmuni sjóðfélaga betur borgið með sameiningu Í yfirlýsingu frá þeim Ernu, Guðbjörgu og Erni kemur fram að vegna stöðu sjóðsins hafi stjórn LSB þótt nauðsynlegt að skoða hvort hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið til lengri tíma litið með því að kanna möguleika á að breyta starfsemi sjóðsins og skoða sameiningu við annan og stærri sjóð. Ekki hafi náðst samstaða um málið á vettvangi sjóðsins og leiddi það meðal annars til trúnaðarbrests, sem varð til þess að þau sögðu sig úr stjórninni. Yfirlýsinguna má lesa í fullri lengd á síðu 52. Í henni segir enn fremur: „Þá lá einnig til grundvallar að sjóðurinn er og hefur verið að horfa fram á aukna lífeyrisbyrði, samfara hækkun á meðalaldri sjóðfélaga.“ Samkvæmt samantekt úr ársreikningum lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið heldur utan um var lífeyrisbyrði sjóðsins 276% árið 2022. Það þýðir að sjóðurinn er að borga 2,76 krónur út fyrir hverja 1 krónu sem kemur inn. Er það með hæsta móti miðað við aðra lífeyrissjóði landsins samkvæmt samantektinni. Tími minni lífeyrissjóða liðinn Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, hafði setið lengst allra í stjórn sjóðsins, í tæp 24 ár. „Ég tel að tími minni lífeyrissjóða sé liðinn. Það er allt of dýrt að reka minni sjóði og þeir eiga minni möguleika á að ná góðri ávöxtun. Sem dæmi þá eru Norðmenn með einn lífeyrissjóð fyrir fimm milljónir manna en á Íslandi eru tuttugu sjóðir fyrir 400.000 manns.“ Hann segir að þegar ljóst yrði að ekki yrði farið í þá vegferð að sameina Lífeyrissjóð bænda við stærri sjóð hafi hann talið sig ekki stætt á að sitja áfram. Hann telur hagsmuni sjóðfélaga betur borgið með því að sameinast stærri sjóði enda séu viðsjárverðir tímar á fjármálamörkuðum. Aðstæður erfiðar Í ávarpi Skúla Bjarnasonar, fyrrv. formanns stjórnar, í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2022 kemur fram að eftir þrjú hagstæð ár hvað ávöxtun varðar hafi aðstæður fyrir lífeyrissjóði á öllum eignamörkuðum verið mjög erfiðar. Nafnávöxtun allra eignaflokka hafi verið lítil sem engin eða neikvæð og á sama tíma hafi verðbólga verið meiri en þekkst hafi um langt skeið. Lífeyrissjóður bænda tók til starfa í ársbyrjun 1971 og hefur frá árinu 2018 starfað á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997, með síðari breytingum og samþykktum er fyrir sjóðinn gilda. Sjóðfélagar voru í árslok 2022 alls 10.768 talsins en greiðandi virkir sjóðfélagar 2.030 skv. ársskýrslu. Starfsmenn sjóðsins eru fjórir. /ghp Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál. Ganga megi svo langt að segja að þau haldi íslenskri skógrækt í gíslingu og góðu uppbyggingarstarfi fyrir sjálfbærni niðri. Þetta segir Hlynur G. Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ. „Ótrúlega flókið getur verið að koma skógræktarverkefnum í gegnum skipulagsferli og hreinlega letjandi fyrir margan,“ segir hann. Auðveldasta og besta lausnin sé að samþykkja að skógrækt sé landbúnaður innan skipulagslaga, á það þrýsti allur skógargeirinn. „Ef það er markmið stjórnvalda að auka skógrækt og þar með kolefnisbindingu þá vantar upp á samræmingu milli sveitarfélaga, bæði hvað varðar skipulagsmál og hver beri kostnað af fornminjaskráningu,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Oft sé fornminjaskráningar krafist áður en framkvæmdaleyfi er veitt og sá kostnaður lendi á skógræktandanum og valdi því að fólk jafnvel hætti við að fara í skógrækt. „Á sumum stöðum hafa sveitarfélögin sjálf séð um kostnað af fornminjaskráningum þannig að þau sem vilja í skógrækt sitja ekki við sama borð og fer eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa hversu hár byrjunarkostnaðurinn er við að hefja skógrækt,“ segir Sigríður. /sá Sjá nánar á síðum 20–22. Letjandi skipulag Gullið í garðinum 34 36 „Það gerir þetta enginn fyrir okkur“ 14 Sjálfbær áburðarframleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.