Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Víða um land spretta ýmiss konar töfraplöntur sem gegnum árin hafa með lækningamætti sínum orðið mörgum til góðs, og er bæði tínsla þeirra og notkun auðveldari en mætti halda. Áætlað er að hérlendis hafi jurta- eða grasatínsla átt sér stað allt frá landnámi og smám saman hafi mönnum lærst eiginleikar hverrar og einnar. Nokkra hluti þarf að hafa í huga við tínslu og eru þeir eftirfarandi. Jurtir skal tína í þurrviðri og ekki má sjá dögg á jörðu. Sumir vilja fylgja tunglstöðunni og tína þá helst á stórstreymi sem þýðir að tungl sé nýtt – eða fullt. Tínsla skal ekki vera nálægt vegköntum eða þar sem ryk eða önnur mengun getur haft áhrif á jarðveginn. Gott er að hafa í huga að kraftur jurta er mismunandi á ákveðnum vaxtarstigum, sumar skal tína nýsprottnar á meðan aðrar eru kraftmestar í blóma. Tínslutímabil þeirra geta einnig verið mismunandi enda hefst og helst blómgunartími afar misjafn. Gæta skal þess að nota skæri við tínsluna nema áætlað sé að nýta rótina. Best er svo að tína jurtir þar sem mikið er af þeim því þar eru þær kraftmestar. Þurrkun Til þess að hægast sé að brúka jurtirnar sér í hag þarf að þurrka þær þar til hægt er að mylja þær auðveldlega. Við lok tínslu þarf því að snyrta þær og hreinsa vel og vandlega. Þurrkun þarf svo að eiga sér stað á þann hátt að ekki skíni sól á þær, heldur á hlýjum stað og dreift vel úr þeim á gisinn dúk. Einhverjir kjósa að þurrka þær á vægum hita í ofni eða binda í knippi og hengja upp til þurrkunar í a.m.k. 5–10 daga. Hafið í huga Þessa dagana, þegar grösugt er orðið og flest í blóma má, á sólríkum, eða a.m.k. þurrum degi halda af stað í tínslu. Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Jóhannsdóttur kemur fram að þegar villtar jurtir eru tíndar: „…skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar því oft getur ver ið erfitt að greina á milli líkra plantna, enda hérlendis nokkrar eitraðar jurtir, td. ferlaufungur og stóriburkni“. Samkvæmt sömu bók er mælt með að tína laufblöð að morgni eftir að döggin hefur þornað, en þau séu kraftmest rétt fyrir blómgun. Blóm skuli tína miðdegis, helst á þurrum sólríkum degi en þau innihaldi hvað mest virkra efna rétt eftir að hafa opnast til fulls. Þau skuli svo sett á dimman stað til þurrkunar sem fyrst og ekki lengur en nauðsynlega þarf. Ef nota á alla jurtina að rót undanskilinni er best að taka hana rétt fyrir blómgun og gæta þess að taka aldrei meira en þriðjung. Rótin sjálf er svo kraftmest að haustlagi þegar aðrir hlutar plöntunnar visna og deyja og því affarasælast að grafa hana upp þegar vaxtartímabilinu er lokið. Skera þarf þykkar rætur í 2,5 cm sneiðar fyrir þurrkun svo fari best. Fræ og aldin skuli tína á þurrum degi, gulbrún, brún eða svört að lit – aldrei græn. Börkur er safaríkastur og bestur að vori og hausti og best að taka á rökum degi þegar hann næst sem auðveldast af trjánum. Forðast skal að barkfletta lifandi tré, en taka frekar börk trjáa sem hafa verið felld. Skera skal niður í smáa bita fyrir þurrkun. FRÆÐSLA Nytja- og lækningajurtir: Kraftur náttúrunnar Beitilyng (Calluna vulgaris). Blákolla (Prunella vulgaris). Bóluþang (Fucus vesiculosus). Haugarfi (Stellaria media). Söl (Palmaria palmata). Refasmári (Medicago sativa). Kamilla (Matricaria). Myndir /Wikipedia Klóelfting (Equisetum arvense) Túnfífill (Taraxacum officinale). Blóðberg (Thymus praecox) Skarfakál (Cochlearia officinalis). Víða hérlendis er um auðugan garð að gresja er kemur að tínslu jurta. Gæta skal þess, eftir tínslu, að ganga sem snarlegast í verkun þeirra og þurrkun þegar heim er komið svo ekki glatist nytjarnar. Myndir /Jonathan Ybema Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • NÝTT: vefverslun www.skorri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.