Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 LESENDARÝNI Hvers vegna viljið þið samþykkja lög sem hafa þær afleiðingar að gera út af við innlenda matvælaframleiðslu? Þetta á að vera spurningin sem fjölmiðlar lands- ins eiga að spyrja þá sem hafa haft hvað hæst þegar kemur að áframhaldandi stuðningi við óheftum inn- flutningi á land- búnaðarvörum frá Úkraínu. Það er staðreynd að nú þegar hefur niðurfelling á tollum á vörum frá Úkraínu haft veruleg áhrif á framleiðendur landbú naðarvara hér á landi. Tölum um staðreyndir Tollvernd er ein af mikilvægu stoðum innlendrar matvælaframleiðslu. Með tollfrjálsum innflutningi á landbúnaðarafurðum frá landi eins og Úkraínu, sem er einn stærsti framleiðandi matvæla í Evrópu, er verið að kippa allri tollvernd úr sambandi. Hefði komið til áframhaldandi innflutnings er nokkuð víst að það hefði komið til með að gera út af við marga innlenda bændur. Á eftir kjúklingnum var á leiðinni til landsins svína- og nautakjöt auk mjólkurdufts. Allt þetta hefði raskað verulega innlendum markaði til framtíðar. Við getum reiknað með því að tollfrjáls innflutningur á kjúklingakjöti, nautakjöti, svínakjöti og mjólkurdufti hefði lagt innlenda framleiðslu að velli á einu til tveimur árum. Það er ekki þannig að öll lönd í Evrópu felldu niður tollmúra sína og leyfðu úkraínskum landbúnaðar- vörum að fljóta yfir landamæri. Tollaniðurfelling íslenska ríkisins gekk mun lengra en tollaniðurfelling ESB. Tollaniðurfelling ESB tók ekki til allrar tollskrár ESB heldur takmarkaðist niðurfellingin til tolla eins og þeir voru skilgreindir í sérstökum samningi milli ESB og Úkraínu. Auk þess voru sett ákveðin skilyrði fyrir niðurfellingu tolla ásamt því að sett var sérstök varúðarregla sem fól í sér að ef innflutningur frá Úkraínu myndi valda eða væri líklegur til þess að valda framleiðendum landbúnaðarvara tjóni þá væri mögulegt að endurvekja tollana í samræmi við fyrri samninga. Þá má auk þess benda á að Noregur og Sviss felldu ekki niður tolla á vörur frá Úkraínu. Af hverju þarf Ísland í þessu samhengi þá að vera „stærsta land í heimi“? Hvers vegna segjum við nei við óheftum innflutningi? Við sem smáþjóð þurfum að standa vörð um innlenda framleiðslu og fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Fyrst má þar nefna mikilvægi þess að halda framleiðslunni innanlands vegna allra þeirra starfa sem hún skapar, fyrir utan þá staðreynd að við viljum halda við innlendum landbúnaði og matvælaframleiðslu í landinu. Þá þurfum við einnig að huga að sjálfbærni og heilnæmi landbúnaðarvara. Auk þess skilur innlend framleiðsla eftir sig minna kolefnisspor en innflutt. Það er hreint ótrúlegt að þurfa að verja þá skoðun að standa vörð um innlenda framleiðslu, það svo skömmu eftir heimsfaraldur Covid sem vakti okkur hressilega upp er varðar fæðuöryggi og mikilvægi sjálfbærni. Það liggur í augum uppi að íslenska þjóðin er ekki að fara að bjarga úkraínskum landbúnaði með táknrænum aðgerðum sem þessum, enda vegur það magn sem hingað er flutt inn frá Úkraínu ekki þungt á þeirra markaði. Aftur á móti hefði orðið áframhald á innflutningi með þessum hætti hefði það leitt til þess að fjöldi innlendra búa hefði fljótlega lagt upp laupana. Íslenskum bændum er hér stillt upp í samkeppni við stórfyrirtæki á heimsvísu sem eiga fátt sameiginlegt með íslenskum bændum og eru þeir hér í samanburði eins og agnarsmátt sandkorn í alheiminum en eiga þó að bera þungar byrðar. Það eru til aðrar leiðir Það má ekki verða þannig að táknrænar aðgerðir Íslands í alþjóðasamfélaginu kippi hreinlega stoðunum undan heilli atvinnugrein hérlendis. Við sem samfélag höfum aðrar leiðir til þess að sýna táknrænan stuðning, það hefur m.a. verið gert þegar Alþingi samþykkti nýverið að kaupa færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu. Undirritaður telur skynsamlegt að fara að fordæmi Norðmanna sem tóku ákvörðun um að styrkja Úkraínu með öðrum hætti. Það eru til fleiri leiðir til þess að styðja við úkraínsku þjóðina sem eru ekki þess valdandi að gera út af við innlenda matvælaframleiðslu, veljum frekar skynsamar leiðir. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar Um innflutning á kjúklingi og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu Þórarinn Ingi Pétursson. Við undirrituð viljum koma eftirfarandi á framfæri til sjóðfélaga LSB sem við höfum starfað í umboði fyrir. Frá og með 1. desember 2018 hefur Lífeyrissjóður bænda starfað á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, auk samþykkta sjóðsins. Áður höfðu sérlög gilt um starfsemi sjóðsins sem fól m.a. í sér þá sérstöðu að ríkið greiddi mótframlag sjóðfélaga. Stjórn sjóðsins var þá saman sett af fulltrúum ríkisvaldsins, Bændasamtaka Íslands og fimmti maður tilnefndur af Hæstarétti. Í dag er stjórn kjörin af sjóðfélögum á ársfundi sjóðsins á grundvelli samþykkta hans. Með þessum breytingum urðu grundvallarbreytingar á starfsskilyrðum sjóðsins. Á þeim tæplega fimm árum sem síðan eru liðin hefur sjóðurinn líkt og aðrir þurft að takast á við margvíslegar áskoranir. Fyrst má nefna heimsfaraldur vegna Covid- 19 og síðan verðbólgu og hækkandi vexti sem hafa komið fram í lakri afkomu flestra lífeyrissjóða á árinu 2022. Þá er hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar sjóðsins sem hlutfall af meðalstöðu eigna hærri en almennt gerist meðal stærstu lífeyrissjóða landsins. Í ljósi þessa taldi stjórn LSB nauðsynlegt að skoða hvort hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið til lengri tíma litið með því að kanna möguleika á að breyta starfseminni. Einkum var horft til þess að skoða sameiningu við annan og stærri sjóð. Allt þó með því fororði að samningar tækjust á jafnréttisgrundvelli og að allra réttinda sjóðfélaga beggja sjóða væri gætt í hverju tilliti eins og lög kveða á um. Þá lá einnig til grundvallar að sjóðurinn er og hefur verið að horfa fram á aukna lífeyrisbyrði, samfara hækkun á meðalaldri sjóðfélaga. Með stærri og öflugri sjóði næst einnig meira rekstraröryggi, hlutfallslega lægri rekstrarkostnaður og aukin og betri áhættudreifing. Líkur eru þannig á að í stærri sjóði með aðra aldursdreifingu geti náðst betri ávöxtun til lengri tíma litið – m.ö.o. að hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið en nú er. Undirrituð hafa átt sæti í stjórn LSB samtals um 30 ár, sá er lengst okkar hefur setið frá ársbyrjun 1999. Því miður náðist að okkar mati ekki nauðsynleg samstaða um málið á vettvangi sjóðsins þegar fram í sótti sem leiddi m.a. til trúnaðarbrests. Þetta varð til þess að við sögðum okkur, hvert í sínu lagi, úr stjórn LSB dagana 13.–14. júní sl. Við höfum enn þá bjargföstu trú að hagsmuna sjóðfélaga verði best gætt með því að skoða til hlítar sameiningu við stærri og öflugri sjóð á þeim forsendum sem að framan er getið um. Reykjavík, 25. júní 2023 Erna Bjarnadóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Örn Bergsson Úrsögn úr stjórn Lífeyrissjóðs bænda Erna Bjarnadóttir. Guðbjörg Jónsdóttir. Örn Bergsson. Frosinn heill úkraínskur og íslenskur kjúklingur eru á sama verði í matvörubúð. „Það er ekki þannig að öll lönd í Evrópu felldu niður tollmúra sína og leyfðu úkraínskum landbúnaðarvörum að fljóta yfir landamæri.“ Nýlega felldi innviðaráðuneytið úr gildi fyrri leiðbeiningar um skyldur sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé, ljóst þykir að ekki er enn fyrirséð hvernig sveitarfélög beri að standa að málum. Kemur þar til að þau lög sem nú eru talin gilda þegar fé fer um annarra lönd heyra undir matvæla- ráðuneytið og það hefur ekki enn gefið út leiðbeiningar um framkvæmd þeirra. Einnig er talið nauðsynlegt að sveitarfélögin komi sér upp verklagsreglum til að réttur allra hlutaðeigandi verði virtur við ákvörðun um smölun ágangsfjár og innheimtu kostnaðar, þar sem það telst stjórnvaldsákvörðun. Í ákvæði laga um búfjárhald og afréttarmálefni er ekkert samræmi um hvernig skuli framkvæma slík tilfelli, eins og innviðaráðuneytið bendir á. Í leiðbeiningum ráðuneytisins hefur komið fram að túlkun að ákvæði laga um búfjárhald gengju framar ákvæðum laga um afréttar- málefni, fjallskil og fleira. Í því felist að umráðamanni lands beri sjálfum að taka ákvörðun um að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað til að umgangur og beit búfjár sé þar bönnuð. Þá þurfi girðingar að vera í lagi. Landeigandinn geti því ekki krafist þess að sveitarfélagið láti smala ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimahögum. Málinu var skotið til umboðsmanns Alþingis sem taldi að leiðbeiningar ráðuneytisins samrýmdust ekki lögum og beindi því til ráðuneytisins að taka þær til endurskoðunar. Eins og málin blasa núna við eru sveitarfélögin á Íslandi í talsverðri óvissu hvað þessi mál varðar, í mínum huga ríkir ákveðin réttaróvissa og ekki hægt að aðhafast með neinum hætti fyrir sveitarstjórnir meðan beðið er eftir nýjum leiðbeiningum frá ráðuneytum innviða eða matvæla. Einnig þarf að skýra verklag smölunar sem mun skilgreina með sterkum hætti hvernig tilkynningum um ágangsfé og beiðni um smölun sé háttað, skilgreina þarf hvað teljist ágangsfé og einnig hvernig eigendur fjárins verði upplýstir um tilkynninguna þannig að þeir geti sótt fé sitt áður en sveitarfélagið gerir ráðstafanir um smölun fjár. Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Óvissa sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé Anton Guðmundsson. Áhugafólk um samgöngumál! Leitað er að áhugasömu fólki til að taka sæti í stjórn Samgöngufélagins. Samgöngufélagið er áhugamannafélag um samgöngur, einkum utan höfuðborgarsvæðisins og um stjórnsýslu og ákvarðanatöku tengda samgöngum. Leitað er að hugmyndaríku og öflugu fólki sem hefur áhuga á samgöngumálum, bættum samgöngum, traustri upplýsingagjöf og vinnubrögðum við ákvarðanatöku sem varða samgöngur. Þóknun samkvæmt samkomulagi. Áhugasamir hafi samband ekki ekki síðar en 20. júlí nk. Frekari upplýsingar um félagið má nálgast á vef þess, www.samgongur.is og hjá formanni félagsins, Jónasi B. Guðmundssyni í s. 898 6794. Samgöngufélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.