Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 10

Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 FRÉTTIR                      Matvælastofnun varar við neyslu á avókadó frá vörumerkinu Avocado Hass, sem Bananar ehf. flytja inn frá Perú. Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði (RASFF) sendi íslenskum yfirvöldum tilkynningu um of mikið magn kadmíum í nokkrum framleiðslulotum. Bananar ehf. og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa unnið saman að innköllun varanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá MAST. Þær vörur sem um ræðir eru avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó sem selt er í gegnum Bónus og Hagkaup um allt land, ásamt ýmsum stóreldhúsum. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur: LOT 25G og LOT 26B (24-03). Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni eða skila til Banana ehf. í Korngörðum gegn endurgreiðslu. Á Vísindavefnum kemur fram að kadmíum hafi ekki þekkt hlutverk í lífverum og geti haft eitrunaráhrif í litlu magni. Kadmíum skemmir meðal annars nýru og lungu, veikir beinin og getur verið krabbameinsvaldandi. Kadmíum telst til þungmálma sem safnast fyrir í lífverum og gróðri og berast upp fæðukeðjuna. /ÁL Avókadó innkallað Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar. Mynd / Eddie Pipocas - Sameining talin líkleg Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélaganna Tálkna- fjarðarhrepps og Vesturbyggðar um mögulega sameiningu þeirra. Skal atkvæðagreiðslunni vera lokið 28. október í ár. Telja forsvars- menn beggja sveitarfélaga að sameining væri framfaraskref fyrir báða aðila. Samstarfsnefnd, skipaðri af báðum sveitarstjórnum, hefur verið falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Málið hefur verið til umræðu og skoðunar í nokkurn tíma og unnu sjö starfshópar nefndarinnar greiningu og tillögugerð í einstökum málaflokkum. Sveitarfélögin hafa í sameiningu skorað á stjórnvöld að hefja nú þegar undirbúning við gerð jarðganga um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd, enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Miklu máli skipti að hægt verði að ferðast milli byggðakjarna allt árið um kring til að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna. Lagt er til að hönnun jarðganganna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd þeirra verði á öðrum hluta hennar. Sveitarfélagið Vesturbyggð nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða, frá Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barða- strandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Þéttbýlið á Tálknafirði ber samnefnt heiti. /sá Matís: Heilsufarslegur ávinningur heilkorns Matvælaiðnaður hér á landi hefur ekki hagnýtt heilkorn eins og vert væri að mati Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís. Ólafur ritaði grein um tengsl heilkorns við heilsufarslegan ávinning á vefsíðu stofnunarinnar á dögunum. Þar kemur fram að hægt væri að nýta íslenskt bygg og hafra í mun meira mæli en nú er gert. Matís hefur í verkefnum sínum sýnt fram á notagildi íslenska kornsins. Í skýrslunni „Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf“, frá árinu 2012, kemur fram að nýting á íslensku byggi í bökunariðnaði hafi leitt til nýsköpunar, sparað gjaldeyri og skapað atvinnu. Einnig komu fram niðurstöður efnagreininga á innlendu korni frá árinu 2010 sem sýndu að magn sterkju í innlendu korni var ekki verulega frábrugðið því sem mældist í innfluttu korni. Kornið væri trefjaríkt og magn óæskilegra efna væri mjög lágt. Ólafur bendir á í grein sinni að trefjaefni, eins og beta-glúkan, sé í mjög takmörkuðu mæli í hveiti en séu til staðar í bygg og höfrum sem ræktað er hér á landi. Hann tengir aukna kornrækt á Íslandi við nýútkomnu norrænu næringarráleggingarnar en samkvæmt þeim er mælt með að neyta að minnsta kosti 90 gramma af heilkorni á dag. „Heilkorn inniheldur hýðið og þau bætiefni sem því fylgja. Hvítt hveiti og hvít hrísgrjón geta augljóslega ekki fallið undir heilkorn,“ segir Ólafur í grein sinni og minnir á að fólk sem hefur glútenóþol þurfi að forðast heilkorn með glúteni en getur þess að til séu hafrar sem hafa verið staðfestir glútenlausir. „Korn er mjög mikilvægt fyrir fæðuöryggi á Íslandi og er þá bæði átt við korn sem fóður og til matvælaframleiðslu. Manneldiskorn er langveikasti hlekkurinn í fæðuöryggi á Íslandi. Nú standa vonir til aukinnar kornræktar á Íslandi og því er full ástæða til að nota meira af íslenska korninu í matvæli,“ segir Ólafur Reykdal. /ghp Ólafur Reykdal verkefna­ stjóri. Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað. Hestaíþróttir: Jóhanna og Bárður undirstrikuðu yfirburði sína Íslandsmótið í hestaíþróttum var haldið á félagssvæði hestamanna- félagsins Sleipnis á Selfossi á dögunum. Framkvæmd mótsins tókst vel en 45 ár eru frá því að Íslandsmót í hestaíþróttum var haldið fyrst. Mótið var firnasterkt og mjög jafnt á munum en oftar en einu sinni þurfti sætaröðun frá dómurum til að skera úr um fyrsta og annað sætið. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi unnu þrjá titla; í fjórgangi, tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum, en 33 ár eru síðan að kona vann Íslandsmeistaratitil í tölti. Það var Unn Kroghen á Kraka frá Helgastöðum árið 1990. Jóhanna og Bárður voru í feiknastuði og þykir nokkuð öruggt að þau keppi fyrir Íslands hönd á heimsleikum í Hollandi í ágúst en íslenska liðið verður tilkynnt 14. júlí nk. Jóhanna hlaut FT fjöðrina fyrir sýningar sínar á Bárði, vel að heiðrinum komin, enda einkennir þetta par mikill glæsileiki og einstakt samspil knapa og hests. Teitur Árnason nældi sér einnig í þrjá titla. Einn í 100 m skeiði á Drottningu frá Hömrum II og hinir unnust báðir eftir sætaröðun dómara en slaktaumatöltið vann hann á Nirði frá Feti og fimmganginn á Atlasi frá Hjallanesi. Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum héldu uppteknum hætti í gæðingaskeiðinu og sigruðu það með glæsibrag, 9,00 í einkunn sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið á Íslandi í þessari grein eftir að reglum hennar var breytt. Elvar hlaut einnig FT fjöðrina en saman hafa þau sýnt yfirburði sína í gæðingaskeiði og orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Sýningarnar þeirra einkennast af krafti, léttleika og mýkt. Ein af stjörnum ungmennaflokks var án efa Jón Ársæll Bergmann en hann fór fjórum Íslandsmeistaratitlum ríkari. Hann vann tölt, fjórgang og samanlagðar fjórgangsgreinar á Frá frá Sandhóli og 250 m skeiðið á Rikka frá Stóru-Gröf. Glódís Rún Sigurðardóttir og Salka frá Efri-Brú unnu fimmgang ungmenna með 7,60 í einkunn sem er sjaldséð einkunn í þessum flokki. Glódís hlaut FT fjöðrina fyrir sýningu sína á Sölku en þær eru glæsilegt par með fallega útgeislun. Íslandsmót barna og unglinga verður haldið á Hellu dagana 13.– 16. júlí. Verður gaman að fylgjast með krökkunum spreyta sig á keppnisvellinum en að þessu sinni verður keppt bæði í íþrótta- og gæðingakeppni á mótinu sem er nýbreytni á Íslandsmóti. /hf Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi. Mynd /Jón Björnsson Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhóli. Mynd /Freydís Bergsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.