Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Mikil nýsköpun á sér stað meðal fjölbreyttra fyrirtækja í Sjávarklasanum. Á kynningu núna í vor var hægt að sjá og upplifa ýmsar nýjungar sem miða að bættri nýtingu og aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi. Í síðasta Bændablaði var tveimur frumherjum gerð skil og er umræðunni haldið áfram hér. /ÁL Frumkvöðlar í Sjávarklasanum – Nýsköpun tengd sjávarútvegi Stofnendur TARAMAR eru bæði prófessorar við Háskóla Íslands, Guðrún Marteinsdóttir fiskifræðingur og Kristberg Kristbergsson matvælafræðingur. Við erum að flytja þrjátíu ára vísindastarf þessara hjóna inn í kremaframleiðsluna,“ segir Viðar Garðarsson, markaðsstjóri TARAMAR. Viðar segir vörurnar bæði afar tæknilegar og búnar til úr náttúrulegum hráefnum. „Við erum að sameina heim hreinna náttúruvara og heim nýsköpunar og tæknilegra lausna og erum kannski eitt af örfáum merkjum í heiminum sem hefur kunnáttu og þekkingu til að blanda þessu tvennu saman.“ Kremin og húðvörurnar eru framleidd í húsnæði í Sandgerði, sem áður hýsti bókasafn bæjarins. Þörungar og lækningajurtir Virku efnin í kremunum eru annars vegar fengin úr þangi og þörungum, sem eru handtíndir við Breiðafjörð, og hins vegar íslenskum lækningajurtum sem koma frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði og Hæðarenda í Grímsnesi. Þar nefnir Viðar plöntur eins og morgunfrú, fjólur og vallhumal. „Sumir segja að við séum kaþólskari en páfinn, því okkur er mjög umhugað um það hvað fer í kremin og erum að leggja á okkur heilmikla vinnu til að ná í sem best hráefni.“ Úr hráefninu draga þau út efni sem hafa sjáanleg áhrif á húðina og hægja á öldrun. „Guðrún, sem er stofnandi TARAMAR, kallar þetta „slow cosmetics“, af því að í raun og veru taka sumar af þessum aðferðum langan tíma,“ segir Viðar. Hann tekur sem dæmi að sumar tegundir af þara þurfa að liggja í olíubaði í nokkra mánuði áður en hægt er að ná efnunum sem þau sækjast eftir. Góð sala hérlendis Fyrirtækið kom með fyrstu vörurnar á markað 2015. „Við erum fyrst og fremst á Íslandi enn þá, en erum að reyna fyrir okkur á nokkrum stöðum erlendis,“ segir Viðar. 80 til 90 prósent sölunnar er innanlands. „Við erum að selja mjög vel, en við þurfum meira til þess að fyrirtækið sé vel heilbrigt. Fyrir allt það vísindastarf sem við erum með í gangi, þurfum við að komast með vörurnar okkar út og ná markaðsfestu. Viðar Garðarsson og Íris Jónsdóttir Thordersen hjá TARAMAR. Kremaframleiðsla í gömlu bókasafni – Tæknilegar og náttúrulegar húðvörur Siglfirska fyrirtækið Primex framleiðir húðkrem og bætiefni undir nafninu Chito Care. Virka efnið er kítósan fjölsykra sem fengin er úr rækjuskel. Meðal þeirra vara sem ChitoCare selur eru húðkrem, sápur, sáragel og fæðubótarefni sem bæta heilbrigði húðar, hárs og nagla. Einnig framleiða þau fæðubótarefni undir nafninu Libosan sem bætir þarmaflóruna. Rækjurnar sem gefa af sér skelina eru úr stofni sem veiðist fyrir norðan land. Þórhallur Guðmundsson hjá Primex segir þann stofn hafa þá sérstöðu að kítósan fjölliðurnar eru lengri en í öðrum stofnum, sem þýðir meiri gæði. Vörurnar eru framleiddar á Siglufirði, Grenivík og í Þýskalandi. Í stað plásturs Þórhallur segir sáragelið hafa mjög mikla virkni. Það slær til að mynda á bruna, frá sól eða öðru. Einnig nefnir hann einstakling sem var með krónískt sykursýkissár og tók þátt í rannsókn erlendis. Sárið var búið að vera opið í níu ár og engin meðferð var búin að virka. Þegar hann byrjaði að nota sáragelið frá ChitoCare lokaðist sárið á nokkrum vikum. Þórhallur bætir við að sáragelið geti í mörgum tilfellum komið í staðinn fyrir plástur. Þórhallur Guðmundsson hjá Primex. Heilsuvörur úr rækjuskel - Fjölbreytt úrval krema og bætiefna Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík S: 540 4900 | www.yamaha.is 10 Á BYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI Kaupauki Nolan hjálmur fylgir með hverju seldu hjóli út júlí. Verð: 2.560.000 kr. Þrautreynd við íslenskar aðstæður Til afgreiðslu strax! Ultramatic sjálfskipting 10 ára ábyrgð á reim 5 ára ábyrgð á hjóli Einungis 307 kg með bensíni og olíum Hátt og lágt drif og driflæsingar Krókur Dráttargeta 680 kg Götuskráð Hvít númer Warn spil að framan Rafmagnsstýri „Við gerum snakk úr roði sem við fáum ferskt frá Brim, sem við erum í góðu samstarfi við,“ segir Jóhann Tómas Portal hjá Roðsnakki. Þeir þurrka og léttsteikja roðið samdægurs og gera úr því stökkar flögur. Eina viðbætta innihaldsefnið er salt. Jóhann og félagar hans hjá Roðsnakki eru nemendur við Tækniskólann. Þeir tóku þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar. Þar fengu þeir sérstök verðlaun fyrir frumlegasta sölubásinn, enda framsetningin mjög áhugaverð og skreytt með neti. „Það eru búin að vera mjög góð viðbrögð. Það finnst öllum þetta rosalega gott. Það hafa margir spurt hvort þeir geti fjárfest eða keypt einhvern part af fyrirtækinu, eða hvort þetta sé komið í búðir. Það er í mjög góðu ferli, en við erum með fundi planaða með stórum fyrirtækjum sem myndu geta útvegað okkur öll leyfi, þannig að við erum á góðri leið. Þessi vara okkar lofar mjög góðu, en það vantar nýtt álit á fiskiroð. Það er oftast horft á þetta sem drasl,“ segir Jóhann. Nú er fiskiroð meðal annars nýtt í framleiðslu á gæludýrafóðri, en þeirra markmið er að gera úr því vöru sem nær til alls almennings. Jóhann vonast til að geta byrjað að selja roðsnakkið í verslunum í lok sumars. Vilja bæta álit á roði – Gera snakkflögur úr þorskroði Félagarnir kynna roðsnakk í Sjávarklasanum. Í DEIGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.