Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Nú til dags er oft talað um matarsóun og beinist þá eðlilega kastljósið að verslunum og heimilum og þá hvernig keypt matvæli nýtast og eftir föngum nýtast ekki. Þessi hluti matarsóunar er vissulega gríðarlega mikilvægur hluti af heildarsóuninni, þ.e. frá haga í maga, en sóun á sér mun víðar stað. Samkvæmt grein frá FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, þá tapast árlega um 14% allra þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum áður en þau ná því að berast á sölustað! Verðmæti þessara matvæla er talið nema 400 milljörðum bandaríkjadala sem oftar en ekki þýðir beint tap bænda. Varan er s.s. framleidd en af einhverjum ástæðum skilar hún sér ekki á sölustað. Til saman- burðar er talið að 17% matvæla- sóunar heimsins komi til frá verslunum og neytendum. Með öðrum orðum þá nær um þriðjungur allra landbúnaðarvara, sem eru fram- leiddar í heiminum, því ekki að ná inn fyrir varir neytenda! Það er dagljóst að ekki er nóg að horfa einungis á þann hluta matarsóunar sem snýr beint að neytendum heldur þarf að skoða allan ferilinn, þ.e. frá haga og alla leið í maga. Ef hægt er að draga úr þessari sóun má bæði metta fleiri, snarlækka sótspor matvæla og halda verðinu í skefjum enda þurfa bændur að fá meira fyrir þær afurðir sínar sem skila sér alla leið, svo unnt sé að bæta úr tekjutapinu sem kemur til vegna afurða sem ekki skila sér af einhverjum ástæðum. Sóun á ökrum Það væri hægt að bera víða niður þegar rætt er um sóun en líklega er nærtækast að byrja á því að horfa til nýtingar lands. Mjög víða í heiminum er land illa nýtt og uppskera knöpp. Einfalt dæmi má taka frá Nígeríu, þar sem greinarhöfundur býr og starfar, þar sem meðaluppskera á kartöflum af hverjum hektara er ekki nema 3 tonn en til samanburðar er líklega meðaluppskeran á Íslandi í kringum 18-20 tonn, í Danmörku um 55 tonn og þar sem mest lætur í heiminum fer uppskeran í um 80 tonn. Hér er s.s. ekki verið að nýta landið nógu vel, verið að sóa því með ákveðnum hætti. Skýringin felst fyrst og fremst í vankunnáttu á ræktun, aðferðum og meðhöndlun.Sóun á ökrum kemur þó fyrst og fremst fram í því að uppskera næst ekki í hús og/eða ekki nema hluti hennar. Skýringuna getur verið að finna í ýmsum ólíkum þáttum sem bændur geta oft ekki gert neitt við eins og t.d. áhrif veðurfars. Alþekkt er t.d. hér á landi að uppskera næst ekki öll í hús vegna veðurs og/eða skemmda á uppskeru vegna veðurs. Við þessu geta bændur lítið gert, annað en að útbúa sig þannig að geta brugðist hratt við og náð uppskeru með miklum afköstum á stuttum tíma. Að sama skapi skiptir auðvitað höfuðmáli að nota réttar tegundir af plöntum svo líkurnar aukist á því að uppskera náist og það af ásættanlegum gæðum. Fleiri dæmi um sóun við akuryrkju má nefna og líklega er nærtækast að tala um áhrif fugla eða annars vargs á uppskeru. Það þekkist varla utan Íslands að bændur hafi ekki möguleika á að verja akra sína fyrir ágangi fugla og uppskerutap t.d. vegna álfta eða gæsa getur verið gríðarlega mikið. Hér er auðvitað um mikla sóun að ræða sem bændur þurfa að geta varist, rétt eins og ef upp koma sjúkdómar í plöntum eða einhver pöddufaraldur, sem bændur geta oftast tekist á við t.d. með varnarefnum. Sóun við framleiðslu Samkvæmt upplýsingum frá FAO þá er talið að nærri helmingur af öllu framleiddu grænmeti og ávöxtum nái aldrei til neytenda! Skýringuna er aðallega að finna í innviðaskorti í ótal löndum, en oft þarf að fara um langan veg með afurðirnar í flutningatækjum sem e.t.v. eru alls ekki heppileg fyrir slíkan flutning. Lélegir vegir og/eða jafnvel engir vegir gera það að verkum að vegalengdir á milli staða, sem í Evrópu tæki e.t.v. bara dagspart að aka, getur óvænt tekið upp í marga daga og þá auðvitað geta afurðirnar spillst á leiðinni. Af öðrum framleiðsluvörum þá er talið að á hverju ári fari nærri 20% af framleiddu kjöti til spillis, 35% af fiski og fiskafurðum og 20% allra olíu- og belgfræja. Sóun við vinnslu Þegar horft er yfir línuna er sóunin einna minnst þegar kemur að úrvinnslunni. Hér hefur fyrirtækjum í afurðavinnslu að mestu tekist að draga úr allri sóun eða komið því svo við að sóunin skráist á bóndann. Það gæti t.d. verið slök mjólkurgæði sem afurðastöð hafnar að taka á móti, ekki nógu stöðug gæði á grænmeti sem líka væri hafnað o.s.frv. Þannig er eðli framleiðsluferilsins og því ekki óeðlilegt að það verði lítil sóun matvæla við vinnsluna sem slíka. Hér getur þó orðið sóun s.s. vegna mistaka, rofs á kælikeðju eða slíks. Sóun hinna ríku er meiri Það er athyglisvert að skoða gögn FAO varðandi hvar og hvernig sóun verður til. Tilfellið er nefnilega að hinar efnameiri þjóðir standa sig mun verr en efnaminni, að líkindum einfaldlega vegna þess að fólk í fátækari löndum heims getur ekki leyft sér að sóa jafn miklum matvælum og hinir efnameiri. Tölur FAO, þó orðnar séu 12 ára, tala sínu máli en talið er að heildarsóunin, á hvern íbúa, í Evrópu og Norður- Ameríku nemi 275-300 kílóum á meðan þessar tölur eru nærri helmingi lægri í Afríkulöndum sunnan Sahara og í löndum Suður- og Suðaustur-Asíu (sjá mynd). Er sóun ný af nálinni? Hér áður fyrr var aldrei talað um sóun þegar eitthvað gerðist sem olli því að afurðir gátu ekki skilað sér alla leið til neytenda, þetta var bara eitthvað sem gerðist og þurfti að takast á við. Áburðurinn nýttist illa, þar sem hluti fór í skurð eða að bleyta komst í hann. Það var ekki talað um sóun á áburði. Korn hrundi niður úti á akri vegna slæms veðurs, ekki beint talað um sóun vegna þess að yrkið sem var notað var ekki veðurþolið. Aflífa þurfti skepnu vegna einhvers, ekki talað um sóun á kjöti o.s.frv. Það þarf að breyta þessu og horfa á allt tap sem sóun því þetta er klárlega eitthvað sem allir bændur og afurðastöðvar ættu að skrá nákvæmlega og fylgjast náið með hlutfalli sóunarinnar. Hvað er hægt að gera? Neytendur og verslanir hafa líklega mest að segja þegar kemur að sóun, enda stór hluti hennar sem þar verður. Aftur á móti ef litið er framar í virðiskeðjuna þá er ýmislegt hægt að gera. Hér verður tekið dæmi um það hvaða markmið kúabændur geta sett sér til þess að minnka sóunina á búum þeirra, að mati greinarhöfundar: Landnýting. Fyrst má nefna notkun á tölvutækni til að auka nákvæmni við störf þar sem þekkt er að sóun verður. Þetta á t.d. við áburðardreifingu þar sem vitað er að má draga verulega úr sóun. Þá má auka nýtingu lands með réttri meðhöndlun og meðferð. Hámarka sem sagt notkun landsins og um leið framleiða sem mest af því fóðri heima á búinu sem nota þarf í reksturinn. Tækni. Nota nútímatækni til að draga úr sóun s.s. snöggkælingu mjólkur svo hún verði endingarbetri, notkun á hitastýringu fyrir kálfa- mjólk svo þeir vaxi hraðar eða notkun á viftum til að kæla kýr þegar hitastigið fer yfir 20 gráður svo halda megi uppi framleiðslunni. Kyngreining. Ótal fleiri dæmi mætti nefna en líklega er það sem veldur einna mestri sóun er að nota ekki kyngreint sæði í kýrnar. Þegar sú sjálfsagða tækni er ekki notuð þarf að sæða allar kýr til þess að vænta þess að fá nægar kvígur inn í hjörðina og samhliða fæðast margir nautkálfar sem er ákveðin sóun því erfðaefni þeirra er ekki sérstaklega ræktað til kjötframleiðslu. Með kyngreindu sæði væri dæmið allt annað og myndi snarminnka þessa sóun. Það myndi einnig hafa áhrif á fóðurnýtingu, þar sem hægt væri að sæða kýrnar, sem ekki þyrftu að skila kvígum inn í hjörðina, með holdasæði og fá þannig blendinga sem nýta fóður mun betur til vaxtar en íslensku gripirnir. Nytaukning. Það flokkast sem sóun að nýta ekki kýr almennilega til framleiðslu. Þær eru til staðar og eru með fastan kostnað á sér sem þarf að skipta niður á sem flesta lítra. Því fleiri sem lítrarnir eru, því betri nýting og þar með minni sóun. Ævilengd. Ein mesta sóunin í nautgriparækt, á eftir því að nota ekki kyngreint sæði, er of léleg ending kúa. Að ala upp kvígu í 2 ár til þess eins að fá hana inn í framleiðsluna í stutta stund er mjög Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Sóun í landbúnaði Samkvæmt grein frá FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, þá tapast árlega um 14% allra þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum áður en þau ná því að berast á sölustað. Verðmæti þessara matvæla er talið nema 400 milljörðum bandaríkjadala sem oftar en ekki þýðir beint tap bænda. Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2023 að vísa deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í auglýsingu skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa, starfsmannahúss og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir tjaldsvæði, götum milli húsa og landmótun á svæðinu. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugsemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 16. ágúst 2023. Allar innsendar umsagnir og athugasemdir halda áfram gildi sínu. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.