Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 FRÉTTIR Hagkvæmar glugga- og hurða heildarlausnir Fáðu tilboð í viðhaldslitla REHAU Nordic Design Plus PVC/plast eða ál glugga- og hurðakerfi frá þýsku framleiðendunum REHAU og SCHUCO, á hagstæðu verði. gluggalausnir.is - tilboð@gluggalausnir.is - 5197787 - Glugga lausnir ehf. 0 5 10 15 20 25 júl.22 ágú.22 sep.22 okt.22 nóv.22 des.22 jan.23 feb.23 mar.23 apr.23 maí.23 Verðhækkanir á matvælum í % á tólf mánaða tímabili, júlí 2022 - maí 2023, Noregur Bretland Ísland Svíþjóð Þýskaland Danmörk Hækkanir á matvælaverði hafa verið hóflegri hér á landi en í löndum sem við berum okkur oft saman við. Það er hægt að lesa úr tölum Trading Economics sem vinnur úr upplýsingum frá opinberum hagstofum viðkomandi landa og setur fram með samræmdum hætti. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvöruverðs í sex löndum sem Íslendingar þekkja almennt nokkuð til í. Þau eru auk Íslands: Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Noregur. Skoðað er tímabilið frá í júlí 2022 til maí 2023 og er notast við tölur um tólf mánaða verðbólgu hverju sinni. Á tímabilinu frá júlí til desember árið 2022 voru verðhækkanir á mat í þessum sex löndum minnstar hér á landi. Það er ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem hækkun matvælaverðs í Noregi, miðað við tólf mánaða tímabil, mælist minni en hér á landi en í maí skutust Norðmenn upp fyrir okkur á ný. Verðhækkanir á matvöru í Svíþjóð hafa verið minni en hér á landi síðan í mars á þessu ári. Þá voru verðhækkanir á mat miðað við tólf mánaða tímabil í maí sl. lægri í Danmörku en á Íslandi. Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sjást þess nú loks merki að verðbólga sé á niðurleið hér á landi. Í júní hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,6% og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7%. Verðbólga er einnig á niðurleið í mörgum nágrannalanda okkar. Þar hafa hækkanir á matvælaverði verið einn helsti valdur verðbólgu og hækkanir á matvöru verið langt umfram almennar verðlagshækkanir. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum á matvörum sl. ár eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu. Takist að koma böndum á verðbólgu hér á landi má binda vonir við að draga taki úr hækkunum matvælaverðs á komandi mánuðum. /ghp Matvælaverðsþróun heima og heiman Orkumál: Sjónum verði beint að sjávarorkunni Sjávarfallavirkjanir eru endur- nýjanleg og hrein orkuauðlind sem Íslendingar gætu nýtt til orkuöflunar. Frekari rannsókna er þörf og grundvallaratriði að stjórnvöld horfi á sjávarorku- nýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun og marki um það stefnu. Vorið 2014 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands, með það að markmiði að greina hagkvæmustu nýtingarkosti til framtíðar. Einnig að leggja drög að uppbyggingu gagnagrunns um nýtingu sjávarorku. Var það í kjölfar skýrslu Valorku, fyrirtækis um nýsköpun og þróun sjávarhverfla til orkuframleiðslu, til þingsins 2011 um möguleika í sjávarorkunýtingu. Ráðherraskipuð nefnd var sett á laggirnar og skilaði sérfræðiskýrslu um málefnið nokkru síðar. Niðurstaðan var einkum að skynsamlegt væri að hefja rannsóknir og Látraröst á Vestfjörðum nefnd sem heppilegur byrjunarreitur. Ekkert var þó frekar aðhafst og skýrslan dagaði uppi í ráðuneytinu. Valdimar Össurarson, fram- kvæmdastjóri Valorku og for- maður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna, hvetur þingið til að rísa undir þessari samhljóða samþykktu þingsályktunartillögu. „Tvennt þarf að gerast: annars vegar að stjórnvöld móti stefnu um að þau ætli að skoða sjávarorkunýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun og svo hins vegar að hefja rannsóknir á þessari gríðarlegu orkulind sem þjóðin á þarna í sjónum,“ segir Valdimar. „Það er ekki hægt að stinga hausnum í sandinn lengur. Aðalatriðið er að fá upp umræðu og kynningu í samfélaginu um þennan valkost.“ Hann bendir á að mikill almennur áhugi sé á nýtingu sjávarfallaorku eins og könnun Maskínu í fyrra hafi leitt í ljós. „Samkvæmt henni vildu 72% aðspurðra nýta hana til öflunar viðbótarorku; langtum fleiri en vilja vatnsfalla- og vindorku. Sjávarfallaorka er geysilega umfangsmikil orkuauðlind hér við land og tækni til nýtingar hennar er þegar í sjónmáli; m.a. þróuð hérlendis.“ Ný skýrsla fyrir þingið í haust Sú hugmynd að nota sjávarföll til orkuframleiðslu er síður en svo ný af nálinni. „Gríðarlega mikil þróun er í gangi og búin að vera lengi,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Skotar hafa lengst beitt sér í þessu og eru með býsna öfluga stefnu í nýtingu á sjávarorku sem framtíðar-orkuupp- sprettu. Þeir drógu vagninn lengi vel en núna eru, má segja, öll þróuð ríki að skoða þessi mál af alvöru. S j á v a r - f a l l a o r k a er þegar í notkun. Ekki er þó farið að fjölda- f r a m l e i ð a n e i n a r t ú r b í n u r , að sögn Valdimars og aðferðin því ekki komin á sama stað og vindorka. „Það er engin tækni komin í fjöldaframleiðslu. En með frumgerðum er farið að framleiða inn á net, í tilraunaskyni. Við þurfum ekki að horfa langt því Færeyingar eru nú að fá upp úr sínum sundum töluvert mikla raforku og eru komnir ljósárum fram úr okkur í þessum efnum.“ Hér á landi eru enn sem komið er aðeins örfáir að velta sjávarfallavirkjunum fyrir sér og segist Valdimar hafa til skamms tíma verið einn um þessar vangaveltur, raunar í ríflega hálfa öld. Hann á eina einkaleyfið á íslenskum hverfli sem er til á landinu, á 25 m frumgerð nothæfs hverfils, en segir tvo aðila aðra hér innanlands vera að skoða hugmyndir að annars konar hverflum. Valdimar hlaut gullverðlaun Alþjóðasamtaka hugvitsmanna árið 2011 og hefur komið á fót gagnasafni á sviði sjávarorku á vefnum valorka.is. „Að störfum er nefnd hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem á að skila skýrslu um nýja orkuöflunarmöguleika, fyrir utan þá hefðbundnu og vindorku, upplýsir Valdimar. „Við mættum þar tveir sem höfum verið í sjávarorku á fund nú í sumarbyrjun. Skýrslan kemur líklega fyrir þingið í haust,“ bætir hann við. Að byrja smátt og einmitt við Látraröst segir Valdimar skynsamlegt og tekur þar undir áðurnefnda sérfræðiskýrslu. Mikill sjávarstraumur liggur út Breiðafjörðinn með fram Látrabjargi og nefnist Látraröst þar sem straumurinn fer fyrir Bjargtanga. „Látraröst er stærsta röst landsins og aðstæður þar mjög heppilegar fyrir sjávarfallavirkjun. Þar er jafn straumur í sömu átt í tugi kílómetra og hægt að taka upp alveg gríðarlega orku þarna,“ segir hann jafnframt. Sjávarfallaorka til kyndingar vatns á köldum svæðum Í nýrri skýrslu Valorku: Raunhæfi sjávarfallavirkjana, athugun á virkjun í Látraröst og nýtingu sjávarorku, var gerð tilraun til að svara því hversu sjávarorkuvirkjanir gætu orðið umfangsmiklar hér við land, jafnvel allt að 340 TWst/ári. Valdimar segir að vissulega sé margt í skýrslunni matskennt en gefi þó ákveðnar vísbendingar um fýsileika. „Ég tel augljóst að með einfaldri og ódýrri túrbínu, líkt og ég hef þróað, sem safnar á ódýran hátt orku af víðu svæði eins og þarf í hafstraumi, þá sé hægt að framkvæma þetta mjög hagkvæmt.“ Fjármagn vanti sárlega til rannsókna, en ekki endilega víst að þær séu svo kostnaðarsamar. Í skýrslu Valorku er í fyrsta skipti vakin athygli á hagkvæmni þess að nýta sjávarfallaorku til kyndingar vatns á hinum „köldu“ svæðum landsins. Sérstakri athygli er beint að „Vestfjörðum sem búa við einstaklega ótrygga orkuöflun og eru nánast án jarðhita til kyndingar. Þar eru öflugustu sjávarfallarastir landsins uppi við landsteina; óþrjótandi orkulind sem innan fárra ára verður aðgengileg til nýtingar án þeirra miklu umhverfisáhrifa sem fylgja vatnsfallavirkjunum og vindmyllum. Þó ýmis gögn skorti enn, s.s. varðandi endanlegan kostnað við virkjunina, eru allgóðar vísbendingar um að sjávarfalla- virkjun verði mjög hagkvæmur orkuöflunarkostur þar sem aðstæður eru góðar,“ segir í skýrslunni. /sá Valdimar Össurarson. Umfangsmestu straumasvæði landsins eru við Vestfirði og Austfirði, þar sem umtalsverður straumur nær langt út í haf. Einnig eru öflugar en umfangsminni rastir við Langanes, Reykjanes og Snæfellsnes. Mynd / Valorka Túrbínudreki sænska fyrirtækisins Minestro í Vestmannasundi við Færeyjar. Mynd / Minesto Verðskrá frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH var gefin út 29. júní síðastliðinn. Líkt og síðustu ár er sama verðskrá hjá þessum tveimur sláturleyfishöfum. Grunnverðskrá hækkar um 18,5% milli ára, reiknað út frá sláturinnleggi ársins 2022. Hækkunin er aðeins misjöfn eftir flokkum. Mest hækkar U5, um 36,5%. Fer úr 514 í 700 kr/kg. Minnst hækkar P2, um 1,1%, fer úr 435 í 440 kr/kg. Samhliða því að verðskrá er gefin út er einnig gefið út að greitt verði, að lágmarki, 5% álag á allt sauðfjárinnlegg eftir sláturtíð. Nú hafa allir sláturleyfishafar, nema Sláturfélag Vopnafjarðar gefið út afurðaverð. Kjarnafæði Norðlenska hefur gefið út 5% hækkun umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð, sem er um 15% hækkun. Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út verðskrá þar sem hækkun fyrir innlagt dilkakjöt var 18% frá fyrra ári. /USS KS og SKVH gefa út verðskrá fyrir haustið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.