Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023
LESENDARÝNI
Áhættumatið og
annarleg sjónarmið
Í fréttatilkynningu Hafrannsókna-
stofnunar og í grein Ragnars
Jóhannssonar, rannsóknastjóra
fiskeldis hjá stofnuninni, í Bænda-
blaðinu hinn 9. mars kemur m.a.
eftirfarandi fram:
, ,Valdimar
ýjar jafnframt að
því að annarleg
sjónarmið og
spilling hafi
ráðið för við
úthlutun eldis-
heimilda.“
Það er
athyglisvert
að rannsókna-
stjóri fiskeldis hjá Hafrannsókna-
stofnun notar orðið spilling en það
hefur ekki verið notað í mínum
greinum eða rannsóknaskýrslum
þegar verið er að fjalla um aðkomu
sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.
Málið varðar undirbúning og gerð
laga um fiskeldi sem samþykkt var
á árinu 2019 á Alþingi Íslendinga
þar sem leiðin var vörðuð til mikils
fjárhagslegs ávinnings erlendra
fjárfesta og íslenskra fulltrúa
þeirra. Í því ferli hefur áhættumat
erfðablöndunar leikið eitt af
lykilhlutverkum.
Hvað er spilling?
Byrjum að skoða skilgreiningu á
spillingu en Íslandsdeild Trans-
parency International skilgreinir
hugtakið eftirfarandi:
,,Spilling er misbeiting á opinberu
valdi til persónulegs ávinnings.
Spilling þrífst þar sem eftirlit skortir,
ákvarðanataka er óljós og aðkoma
og áhrif almennings eru lítil eða
engin. Spillingu má fyrirbyggja með
gagnsæi hvað varðar upplýsingar
og gjörðir valdhafa, sem almenning
getur skilið, treyst og fylgst með.“
Til að hægt sé að tengja Ragnar
Jóhannsson og aðra sérfræðinga
Hafrannsóknastofnunar sem unnið
hafa að áhættumatinu við spillingu
þurfa þeir að hafa persónulegan
ávinning af sínum gerðum en slíkar
upplýsingar virðast ekki liggja
fyrir. Það væri því afar ósanngjarnt
og óheiðarlegt að saka sérfræðinga
stofnunarinnar um spillingu
Aftur á móti eru sérfræðingar
Hafrannsóknastofnunar sem
hafa unnið að áhættumati erfða-
blöndunar, sakaðir um annarleg
sjónarmið og ófagleg vinnubrögð.
Aðkoma og gagnsæi
Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar
áttu nokkra fundi með starfshópi
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
um stefnumótun í fiskeldi á árinu
2017 þar sem rætt var um áhættumat
erfðablöndunar. Fyrrihluta ársins
var mætt nokkrum sinnum á fundi
með stefnumótunarhópnum og á
síðasta fundinum seinni hluta apríl
er athyglisvert að ekkert kemur fram
um hvað var rætt. Það sem er
einnig athyglisvert að þáverandi
stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis
Austfjarða, sem höfðu mestu
fjárhagslega hagsmuni að gæta, voru
í stefnu- mótunarhópnum og sátu alla
þessa fundi en hagsmunaaðilar aðrir
en Landssamband veiðifélaga höfðu
ekki aðgang að borðinu. Hafrannsókna-
stofnun kynnti áhættumatið 14. júlí
2017 fyrir stefnumótunarhópnum
og í fundargerð kom fram að
nefndarmenn fengju sendar glærurnar
og áhættumatsskýrslu eftir kl. 14 þegar
hlutabréfamarkaður í Noregi hefur
lokað. Ágæti lesandi, hér er vitnað
í fundargerð hjá opinberum stefnu-
mótunarhópi. Lög um fiskeldi þar sem
áhættumat erfðablöndunar er vistað
voru síðan samþykkt á Alþingi
Íslendinga árið 2019 og bæði laxeldis-
fyrirtækin voru síðan komin á norskan
hlutabréfamarkað á árinu 2020.
Úthlutun framleiðsluheimilda
Framleiðsluheimildum til eldis á frjóum
laxi, þar sem hægt er að vera með eldi
m.v. núverandi eldistækni, er mögulegt
að úthluta á Austfjörðum, Eyjafirði
og Vestfjörðum skv. aug- lýsingu nr.
460/2004. Af einhverjum ástæðum var
Ísafjarðardjúp undan- skilið fyrst til að
byrja með og síðan innan við Æðey
sem tekið verður fyrir í annarri grein.
Það eru forsendurnar í áhættu-
matinu sem mestu ráða hve miklum
framleiðsluheimildum er úthlutað
hverju sinni. Höfundur m.a. í greinum
í Bændablaðinu hefur gert alvarlegar
athugasemdir við forsendur sem stuðst
er við í áhættumati erfðablöndunar.
Það hefur ekki alltaf verið vandað til
verka og í því samhengi má benda
á skýrslu Ríkisendurskoðunar sem
kom út í byrjun þessa árs en þar
kemur m.a. fram: ,,þrátt fyrir að
Hafrannsóknastofnun hafi talið að
nákvæmari gögn þyrfti þá breyttist
áhættumatið töluvert til aukningar
við endurskoðun þess árið 2020.“
Hve miklu er úthlutað hverju sinni
má m.a. sjá í samhengi við væntingar og
þrýstings frá hagsmunaaðilum. Hvernig
staðið hefur verið að úthlutunum
framleiðsluheimilda í nafni áhættumats
erfðablöndunar hefur haft takmarkað
eða ekkert með náttúruvernd að gera.
Úthlutanir í einstaka firði
Framleiðsluheimildir fyrir einstaka
firði/fyrirtæki ráðast að mestu af
fjölda veiðiáa á svæðinu og hvernig
dreifing strokulaxa er háttað í líkani
áhættumatsins:
• Dreifing strokulaxa: Líkanið
hefur alltaf gert ráð fyrir of mikilli
dreifingu á strokulöxum í veiðiár í
staðinn fyrir að gera ráð fyrir að hann
gangi að öllu jöfnu í mestu mæli
í ár í sama firði og slysaslepping
átti sér stað. Hafrannsóknastofnun
viðheldur áfram röngum forsendum
í áhættumatinu með að standa rangt
að vöktun á strokulöxum. Það felur
í sér að undanskilja vöktun á fjöl-
mörgum veiðiám á eldissvæðum og
vakta ekki á haustin þegar mest er af
strokulaxi í ánum.
• Fjöldi veiðiáa: Í grein rannsókna-
stjórans kemur fram ,,Þetta á ekki við
rök að styðjast því litlar ár sem á annað
borð fóstra sjálfbæran nytjastofn eru
einnig teknar með.“
Þessi málflutningur hefur oft komið
fram hjá rannsóknastjóranum en
mönnum er að verða ljóst að hér er
ekki rétt með farið og er m.a. vísað
í greinar höfundar í Bændablaðinu,
ábendingar og athugasemdir
erfðanefndar landbúnaðarins,
vísinda- nefndar sem var falið að rýna
áhættumatið, Skipulagsstofnunar og
Ríkisendurskoðunar.
Að lokum
Þegar skoðaðar eru umsagnir óháðra
sérfræðinga við fiskeldisfrumvarpið
á árinu 2019 kemur í ljós að þeir gera
alvarlegar athugasemdir við áhættumat
erfðablöndunar og setja sig almennt
gegn innleiðingu þess.
Eftir á að hyggja má segja að betra
hefði verið fyrir stjórnvöld að hlusta á
og fylgja ráðleggingum höfundar og
annarra óháðra sérfræðinga.
Valdimar Ingi Gunnarsson
sjávarútvegsfræðingur.
Valdimar Ingi
Gunnarsson.
Sjókvíaeldi í Arnarfirði.
LANDGRÆÐSLA
Mælingar á kolefnisjöfnuði lands
er eitt mikilvægasta verkefni
í landnýtingarhluta loftslags-
bókhalds Íslands, sem gjarnan
er skammstafað LULUCF.
Það er hluti
af Loftslags-
s a m n i n g i
Sameinuðu
þjóðanna, sem
er ein stærsta
skuldbinding
í s l e n s k r a
st jórnvalda
hvað varðar
loftslagsmál.
LULUCF er skammstöfun
fyrir enska heitið Land Use,
Land Use Change and Forestry,
eða landnýting, breytingar á
landnýtingu og skógrækt, sem
er lýsandi fyrir verkefnið, því
það beinist að vöktun áhrifa
landnýtingar, breytingum á
landnýtingu og skógræktar á
loftslagsbreytingar.
Gasmælingaverkefni loftslags-
bókhaldsins er umfangsmikið
verkefni sem snýr sérstaklega
að vöktun kolefnisjöfnuðar í
þurrlendisgróðri og -jarðvegi á
Íslandi. Teymi Landgræðslunnar,
ásamt starfsfólki náttúrustofa
víða um land, fara um landið
og mæla annars vegar áhrif
ljóstillífunar gróðurs og hins
vegar öndun jarðvegs til að geta
reiknað hversu mikið koldíoxíð
losnar og/eða binst í gróðri og
jarðvegi.
Allir mælireitirnir eru stað-
settir í mólendi en eru fjölbreyttir
hvað varðar gróðurfar og tegunda-
samsetningu, en þetta er til þess
að gefa okkur góða mynd af
fjölbreytileika íslensks mólendis,
sem er mikilvægt þegar kemur að
öflun gagna af þessum toga.
Mælingarnar eru gerðar með
sérstökum tækjum sem mæla
flæði koldíoxíðs. Þær fara þannig
fram að mæliklefa er komið fyrir á
rörum sem hafa verið rekin niður
í jarðveg og styrkur koldíoxíðs
inni í klefanum er mældur í
tvær mínútur. Þetta gefur okkur
hugmynd um hversu mikið
koldíoxíð losnar og/eða binst á
mælipunktunum á þessu tímabili.
Það að styrkur koldíoxíðs hækkar
á tímabilinu köllum við losun og
ef styrkurinn lækkar er binding
á tímabilinu. Gerðar eru tvær
mælingar á hverju röri, annars
vegar með glærum klefa sem
hleypir sólarljósi inn og mælir
þá heildarlosun eða bindingu
meðan gróðurinn ljóstillífar
og hins vegar með hettu sem
útilokar sólarljós og gerir
okkur kleift að mæla einungis
jarðvegsöndun og gefur okkur
m.a. hugmynd um hvað á sér
stað í myrkri. Mælingarnar eru
síðan endurteknar reglulega yfir
vaxtartímann; þær hefjast yfirleitt
í maí og lýkur í september.
Niðurstöðurnar hjálpa okkur
að öðlast betri yfirsýn yfir þann
breytileika sem mólendisvistkerfi
Íslands búa yfir og eru mikil-
vægur liður í því að geta notað
losunarstuðla sem eru í samræmi
við íslenskar aðstæður í loftslags-
bókhaldinu.
Fyrstu niðurstöður sýna að
það er mikill breytileiki hvað
varðar bæði losun og bindingu
koldíoxíðs í íslensku mólendi.
Bindingin – og losunin – ræðst
af samspili nokkurra þátta. Það
eru hitastig, raki í jarðvegi,
birta, eðli gróðurs og almennt
ástand lands. Þannig má segja
að binding eigi sér alla jafna
stað á uppskerumiklu landi í
góðu ástandi, en illa farið land
eða hnignað er mjög oft að losa
koldíoxíð. Þannig tapast kolefni
úr jarðveginum og hann missir
smám saman frjósemi sína nema
eitthvað sé að gert. Örfoka land,
á hinn bóginn, sýnir mjög oft
enga losun eða bindingu, enda
eru þar forsendur fyrir hvorugu,
hvorki gróður né kolefni í
jarðveginum.
Hliðstæð vöktun á ræktarlandi
og votlendi eru í undirbúningi
eða þegar hafnar. Markmiðið
er að fá heildaryfirsýn yfir
loftslagsbúskap íslenskra
gróðurlenda. Slíkar upplýsingar
eru bæði mikilvægar til að hægt
sé að átta sig á loftslagsáhrifum
landnýtingar og til að hægt sé
að meta almennt ástand lands og
breytingar á því.
Urður Einarsdóttir,
líffræðingur á sviði sjálfbærni
og loftslags.
Mælingar í mólendi
Myndirnar sýna tækin sem eru notuð við mælingarnar. Efri myndin
sýnir glæra mæliklefann og á þeirri neðri er sami mæliklefi með hulu.
Urður
Einarsdóttir.