Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 LÍF&STARF Lokavísa síðasta þáttar var efnislega lofsöngur um skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og var þar hvergi ofmælt, enda ljóð Davíðs einkar ljóðræn og lagavæn. Við fráfall Davíðs orti Gunnar Sigurjónsson á Akureyri þessi fagurgerðu eftirmæli: Harmar þjóðin hersis fall, hneig fyrir dauðans plógi. Svifinn er of Sólarfjall svanur úr Fagraskógi. Þessi sannleiksríka vísa er eignuð Hjörleifi Jónssyni á Gilsbakka, en svörgulsleg kann hún einhverjum að þykja: Við skulum standa hlið við hlið, hlaða niðrí svaðið, hjálpa þeim á höfuðið sem hafa upp úr staðið. Býsna haganleg er þessi vísa eftir Þórarin Bjarnason járnsmið: Virða löngum villa geð víns af löngu kynni. Verða löngum viðsjár með viti og lönguninni. Atómskáldin áttu erfiða upphafsdaga. Hagyrðingar hins bundna háttar spöruðu ekki blýið í bögum sínum. Jónas Illugason í Brattahlíð orti þeim svo: Atómskálda-þynnkan þynnt, þynnri en nokkur skita. Hvort hún verður þynnra þynnt, það má fjandinn vita. Kristmundur Þorleifsson greinir stökugerðina á svofelldan máta: Hvað er staka ? Hjartaslag, harmakvak og tregi, fjaðrablak og feginslag, fótatak á vegi. Vilhjálmur Schram orti þessa „bílavísu“: Úti að keyra og eitthvað meira oft með geira-þund. En þá er mamma orðin amma eftir skamma stund. Baldur á Ófeigsstöðum var eins konar fréttamaður Dags á Akureyri. Meðal tíðinda úr Kinninni sagði hann kvennafar liggja þar niðri sakir kuldatíðar. Rósberg G. Snædal orti þá: Nú bera menn brandinn í slíðri. Baldur er daufur á ný. Í Kinn liggur kvennafar niðri, kuldarnir valda því. En svo verður „viðreisn“ í Kinninni. Rósberg orti: Austur í sveitum hækkar hagurinn, hlakkar í mönnum, Baldur grípur símann, byrjar nú aftur kvennafar í Kinn, komin er hláka undir fengitímann. Eftir Ólínu Jónasdóttur er þessi lipra staka: Skortir flest, er fögnuð lér farandgesti hljóðum. Gleður mest að mæta hér manni á hesti góðum. Þessa sáraeinföldu stöku orti einhver ónefndur undir dulnefninu „Sláni“: Vísa þessi víst er best í vísnasafni mínu, eina káið, sem þar sést situr í 3. línu. Þormóður Pálsson á Njálsstöðum orti einnig um andagiftina: Andann hefir ítök skort, ef að þrýtur gaman þá sem hafa áður ort ævintýri saman. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Dalabyggð: Golfmót á vegi Á Skógarstrandarvegi, sem er tengingin milli Búðardals og Stykkishólms, var haldið golfmót til að vekja athygli á dræmu ástandi vegarins. Mótið fór fram í kringum miðnætti á Jónsmessu, eða 24. júní síðastliðinn. Spilaðar voru 18 holur, sem höfðu verið merktar á fimm kílómetra kafla. Refsistig voru veitt ef kúla lenti í ómerktri holu, en nóg er af þeim á malarveginum. Fólk alls staðar að, sem brennur fyrir bættum Snæfellsnesvegi, tók þátt. Fjölmargir styrktaraðilar gáfu gjafir og glaðninga, sem þátttakendur fengu að lokinni keppni. /ÁL Björgunarsveitin Ósk sinnti gæslu og fylgdarakstri. Vanda þarf höggið til að fara ekki út fyrir mjóa brautina. Skógarstrandarvegur er holóttur og verður sleipur í vætu. Fjölmargar einbreiðar brýr eru á Skógarstrandarvegi, þrátt fyrir mikla umferð. Liðið með bláu kúluna þurfti að leita vandlega eftir boltanum, þegar hann fór í lúpínubreiðu. Góð stemning var meðal þátttakenda, sem fengu gott veður. Dalamenn vilja öruggari Skógarstrandarveg. Spilað var golf á Snæfellsnesvegi í kringum miðnætti á Jónsmessu. Myndir / Aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.