Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 mikil sóun og því þarf hver og einn bóndi að vera með það algjörlega á hreinu hvað kýr endast að jafnaði lengi í fjósinu. Ending er lykiltala í búrekstri og því lengur sem kýrnar endast, því minni sóun verður. Heilsufar. Líklega má nefna mörg fleiri dæmi en ég enda á þessu hér. Sjúkdómar og léleg heilsa gripa veldur mikilli sóun í landbúnaði og hér þarf að gera allt sem unnt er til að geta komið grip hratt til heilsu á ný og auðvitað reyna fyrst og fremst að koma í veg fyrir að gripur veikist. Ef það gerist aftur á móti ætti að reyna til þrautar að meðhöndla gripinn, ef hann er í mjólkurframleiðslu, með þeim hætti að hann geti haldið áfram að framleiða söluhæfa mjólk. Það má einnig taka dæmi um afurðastöð í mjólkuriðnaði og hvað hún getur gert til að draga úr sóun: Orkunýting. Eitt af því sem afurðastöðvar þurfa að nota mikið af er orka. Gerilsneyðing krefst upphitunar og oft þarf að framleiða gufu eða a.m.k. mikinn hita til að framleiða ákveðnar vörur. Hér geta afurðastöðvar gert sitt til að nýta orkuna vel og spara hana með því að ofgera ekki og/eða með endurnýtingu. Vatnsnýting. Það þarf að nota mikið vatn við vinnslu mjólkurafurða og flestar afurðastöðvar í dag mæla nákvæmlega hve mikið vatn er notað á hverja framleidda einingu. Hér er alltaf hægt að gera betur og betur. Endurnýting. Umræða um mjólkurfernur og nýtingu þeirra hefur verið nokkuð hávær undan- farið sem er mjög skiljanlegt en endurnýting á umbúðum er stórmál og þarf að taka föstum tökum. Sumar afurðastöðvar hafa ákveðið að allar umbúðir verði 100% endur- nýtanlegar innan örfárra ára. Geymsluþol. Aukið geymsluþol er líklega það atriði sem mestu máli skiptir, a.m.k. hér og nú. Allt of oft fara afurðir til spillis vegna þess að þær einfaldlega renna út á tíma. Með því að lengja í geymsluþoli, m.a. með úrvalsgóðum mjólkurgæðum, má draga verulega úr sóun. Margir halda nefnilega að gerilsneyðing leysi öll mál en tilfellið er að ef maður gerilsneyðir hrámjólk sem er ekki af úrvals gæðum, þá verður ending hinnar gerilsneyddu mjólkur mun styttri en gerilsneyddrar mjólkur sem unnin er úr úrvalsgóðri hrámjólk. Aukið geymsluþol snýst líka um umbúðir, notkun hjálparefna o.s.frv. Afgangar. Að síðustu má nefna afgangana. Sumar umbúðir eru einstak- lega illa hannaðar til þess að tæmast almennilega og því verður sóun til þar sem neytandinn nær ekki að nýta alla vöruna. Þessu þarf auðvitað að breyta. Þá er þekkt að sóun verður í mjólkurlögnum afurðastöðvar, þegar verið er að skipta um framleiðslu eða framkvæma kerfisþvott. Þá þarf að skola lagnir sem innihalda mjólkurleifar. Með því að huga að því fyrirfram, má draga verulega úr þessari sóun eða jafnvel eyða alveg með því að að nýta skolið sem dýrafóður. Hvað svo? Það er dagljóst að matarsóun alla leiðina, þ.e. frá haga í maga, er og verður rífleg á komandi árum. Það má þó draga verulega úr henni og þó svo að stærstu vandamálin séu að líkindum utan Íslands þá ætti ekki síður að skoða hvað megi gera á Íslandi. Bændur þurfa að geta tekist á við áföll vegna ágangs fugla í akra, að geta treyst því að yrki sem eru notuð standist íslenska veðráttu o.s.frv. Þá þarf að skoða vel hvort unnt sé að takast á við t.d. júgurbólgu án þess að nota sýklalyf svo mjólkin verði áfram hæf til neyslu en lendi ekki í ræsinu. Þá er óhæft að skrokkum sé hent í sláturhúsum bara vegna þess að tæknileg atriði standa í veginum fyrir nýtingu og/eða minni háttar sýking sem auðvelt væri að skera frá annars nýtanlegu kjöti. Þarna geta stjórnvöld klárlega brugðist við og sett nýjar leikreglur og þannig stigið skref sem gengur markvisst í átt að minni sóun á hinni löngu leið matvæla frá haga í maga. Þegar rætt er um sóun í landbúnaði er til að mynda hægt að skoða nýtingu lands. Mjög víða í heiminum er land illa nýtt og uppskera knöpp. Í Nígeríu er meðaluppskera á kartöflum af hverjum hektara ekki nema 3 tonn en til samanburðar er líkleg meðaluppskera á Íslandi kringum 18-20 tonn og þar sem mest lætur í heiminum fer uppskeran í um 80 tonn. Mynd / Kieran Murphy Hvað ertu að suða Finnska undrið í rafsuðunni. Rafsuðuvélar, öryggisvörur og suðuvír. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS ehjól ı Hrísmýri 5 ı 800 Selfoss ı sími:555 0595 ı ehjol@ehjol.is ı www.ehjol.is 2023 ÁRGERÐIN AF VINSÆLU RAFMAGNSHJÓLUNUM ER MÆTT Í HÚS! SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Í SÝNINGARSAL OKKAR EÐA Á EHJOL.IS T408-1 Verð 565.000 kr T408-2-4 Verð 685.000 kr M1 skellinaðra Verð 550.000 kr 2000W mótor drægni allt að 70 km hámarks hraði 45 kmh hámarks þyngd 150 kg 1000W drægni allt að 30 km hámarks hraði 25 kmh hámarks þyngd 130 kg 1000W drægni allt að 30 km hámarks hraði 25 kmh hámarks þyngd 130 kg M8 skellinaðra Verð 560.000 kr 2000W mótor drægni allt að 70 km hámarks hraði 45 kmh hámarks þyngd 150 kg T408-3-4 Verð 730.000 kr 1000W drægni allt að 30 km hámarks hraði 25 kmh hámarks þyngd 130 kg *1 kwst Þú ferðast 30 - 40km fyrir aðeins 16 krónur* GÆÐAOLÍUR OG GLUSSI BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.