Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 FRÉTTIR Riðuveiki: Fimm af sjö breytileikum virðast með mótstöðu Á upplýsingafundi um riðuveiki í sauðfé í Varmahlíð 21. júní kom fram að fimm breytileikar í mismunandi samsetningu sem finnast hér á landi og hafa verið næmisprófaðar fyrir riðusmiti virðast vera með mótstöðu. Einungis tveir breytileikar reyndust næmir fyrir smiti. Þá voru kynntar niðurstöður rannsókna um að sótthreinsun eftir niðurskurð komi ekki í veg fyrir endursmit. Hópur erlendra og íslenskra riðusérfræðinga tók þátt í fundarhöldum sem voru tvískipt. Aðdragandinn var þannig að Karólína Elísabetardóttir hafði 2021 samband við þýska vísindamanninn Christine Fast sem stofnaði í kjölfarið rannsóknarhóp leiðandi príonsérfræðinga úr sex löndum. Þessi hópur hittist núna í fyrsta skipti hér á landi. Karólína segir í aðsendri grein hér í blaðinu, bls. 48-49, frá heimsókn hinna erlendu sérfræðinga og vettvangsferð þeirra um þekkt íslensk riðusvæði – auk þess að greina frá helstu niðurstöðum frá fundunum. Þar kemur fram að samkvæmt niðurstöðum úr umfangsmiklum næmisrannsóknum á íslenskum arfgerðum sem voru gerðar í Frakklandi, reyndust eingöngu breytileikarnir VRQ og ARQ vera næmar fyrir riðusmiti. Hinir fimm breytileikarnir fimm virðast vera verndandi. Þessar niðurstöður kynnti franski vísindamaðurinn Vincent Béringue, sem hefur haft veg og vanda af þessum prófunum. Sótthreinsun hindrar ekki endursmit Breski vísindamaðurinn Ben Maddison kynnti líka markverðar niðurstöður á fundinum úr rannsóknum um takmörkuð áhrif sótthreinsunar á bæjum eftir riðusmit. Á Englandi hafa þessi áhrif verið rannsökuð í meira en 20 ár og er mat Bens að þrátt fyrir sótthreinsun sé augljóst að áhættan sé alltaf til staðar á endursmiti. Niðurskurður og sótthreinsun getur ekki komið í veg fyrir að riða komi upp aftur og að eingöngu ónæmar arfgerðir tryggja að ekkert endursmit geti átt sér stað. Í grein Karólínu kemur fram að almennt hafi komið erlendu gestunum mjög á óvart hversu vel upplýstir, vel menntaðir og gestrisnir íslensku bændurnir voru sem þeir kynntust í heimsóknum og á fundum – sérstaklega í samanburði við bændur í heimalöndunum þeirra. /smh Búrekstrarvörur, hestavörur, gæludýravörur og útivistar- fatnaður í miklu úrvali Erum á 6 stöðum á landinu. Akureyri - Blönduós - Borgarnes Hvolsvöllur - Reykjavík - Selfoss fyrir lífið í landinu Borgarbyggð birti á dögunum auglýsingu þar sem óskað er eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár á fjallskilaumdæmi Þverárréttar. Viðkomandi aðili þarf að geta brugðist við beðni sveitarfélagsins um að smala og keyra fé á afrétt, hafi eigendur ekki fjarlægt lausagöngufé sitt af þeim svæðum sem því er ekki heimilt að vera. Sigrún Ólafsdóttir, formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar, segir sveitarfélagið ekki vera að grípa til allsherjar banns við lausagöngu búfjár, heldur afmarkist þetta við fjallskilaumdæmi Þverárréttar. Frumkvæðið kemur frá fjallskilanefndinni sjálfri og verða bændur skyldaðir til að reka fé sitt á afrétt eða halda afgirtu á heimalöndum. Sigrún tekur fram að Þverárafréttur sé sá eini í sveitarfélaginu sem er afgirtur og því sé þetta eini staðurinn þar sem hægt er að leggja þessa kröfu á bændur. Búfjáreigendur fá reikning Samkvæmt Sigrúnu á þetta að vera lokaúrræði ef búfjáreigendur bregðast ekki við í tíma og sé fyrirkomulagið til reynslu til eins árs. Sveitarfélagið ætlar að horfa til þess hvað tekið er fyrir smölun á landsvísu og fá smalarnir greitt með hliðsjón af því. Viðkomandi búfjáreigendur munu þá fá reikning frá sveitarfélaginu. Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar 20. júní kom fram að virkjuð hefði verið 6. grein fjallskilasamþykktar númer 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárréttarupprekstrar. Í áðurnefndri grein segir meðal annars: „Sveitarstjórnir fjallskila- umdæmisins geta skyldað ábúendur jarða sem afréttarnot hafa til að flytja fé sitt á afrétt telji hún þess þörf.“ Sveitarstjórnin segir til um hvenær opnað er fyrir rekstur fjár upp á afréttinn, en fram að því skuli bændur hafa féð heima. Ekki var talin ástæða til að breyta neinum reglum þar sem þessi grein var til staðar. Sigrún segir að þegar greinin var virkjuð var ljóst að sveitar- félagið þyrfti að geta brugðist við kvörtunum um búfé, sem annaðhvort væri ekki á afrétti eða afgirt á heimalöndum. Sveitarfélagið leiti því að vönum smölum, sem eiga þjálfaða hunda og búnað til að flytja fé, til að sinna útköllum. Flóahreppur hefur jafnframt auglýst eftir aðila til að sinna smölun og vörslu ágangsfjár innan marka sveitarfélagsins. Þar er tekið fram að ef ágangsfé fer inn á afgirt svæði, skuli landeigendur snúa sér til sveitarstjórnar. Fjárhirðir Flóahrepps skal vera til taks ef eigendur búfjár bregðast ekki við umkvörtunum. /ÁL Borgarbyggð: Auglýst eftir smala Í Þverárrétt 2022. Þveráraafréttur er sá eini í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem er afgirtur. Mynd / ÁL Frá fundarhöldunum í Varmahlíð. Innflutningsmet Tæp 273 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti var flutt hingað til lands í maímánuði og er það langstærsti innflutningsmánuður frá upphafi. Frá því innflytjendur fóru að kaupa inn kjúklingakjöt frá Úkraínu í september á síðasta ári og fram í apríl voru rúm 297 tonn flutt inn. Heildarinnflutningur á tollfrjálsu kjúklingakjöti reynist því 570 tonn og um 48% þess var flutt inn í maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Langstærsti hluti kjötsins sem flutt var inn í maí var úrbeinað, en leiðrétt fyrir beinahlutfalli reynist heildarmagnið 365 tonn. Innanlandsframleiðsla af kjúklingakjöti nam tæpum 826 tonnum. Hlutfall innflutta kjúklingakjötsins er því 44% af innanlandsframleiðslu maímánaðar. Tímabundin einhliða niðurfelling tolla á vörur sem upprunnar eru í Úkraínu féll niður 31. maí síðastliðinn. /ghp Hlutfall innflutts kjúklingakjöts frá Úkraínu reyndist 44% af innanlands- framleiðslu í maí. Mynd /ghp Leiðrétting Í umfjöllun um fálkaorðuhafa í tólfta tölublaði Bændablaðsins var rangt farið með nafn orðuhafa. Aðalgeir Egilsson var sagður vera Aðalsteinn en það er hér með leiðrétt. Aðalgeir, bóndi á Mánárbakka í Tjörnesi, var sæmdur ridda- rakrossi fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu þann 17. júní sl. Beðist er velvirðingar á mistökunum. /ghp Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á reglugerð um útrým- ingu á riðuveiki í sauðfé í sumar. Starfshópur var skipaður í lok maí sem var falið að skila tillögum til matvælaráðherra 1. nóvember varðandi nýja nálgun við útrýmingu á riðuveiki. Hópnum var falið að vinna að greiningu á núverandi stöðu, útfærslu á aðferðafræði við ræktun fjár með verndandi arfgerðir og mati á breyttri nálgun aðgerða gegn riðuveiki. Í svari matvælaráðuneytisins, við fyrirspurn um mögulegar breytingar í sumar á reglunum, kemur fram að á meðan sérfræðingahópurinn sé að störfum mun ráðuneytið ekki leggja til breytingar á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðuveiki enda munu breytingar byggja á tillögum sérfræðingahópsins. Heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðu muni fara fram þegar sérfræðingahópurinn hefur skilað tillögum sínum. Í fyrirspurninni var einnig spurt um efni stöðuskýrslu sem til stóð að starfshópurinn skilaði 15. júní. Í svarinu kemur fram að yfirdýralæknir hafi verið í leyfi frá störfum á þeim tíma og því hafi skýrslunni ekki verið skilað, en áætlað sé að henni verði skilað á næstunni. Af svörum ráðuneytisins er ljóst að ekki stendur til að breyta reglum um bótagreiðslur til bænda sem hafa lent í niðurskurði. Í svörunum kemur þó fram að enn sé unnið að samningum um bótagreiðslur við bændur í Miðfirði. /smh Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.