Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skaga- firði, 22 km frá Varmahlíð og einnig frá Sauðárkróki. Þar búa hjónin Klara Helgadóttir og Atli Már Traustason, ásamt hinum ýmsu öngum fjölskyldunnar. Ábúendur: Klara Helgadóttir, Atli Már Traustason, Trausti Kristjánsson og Ingibjörg Aadnegard. Fjölskyldustærð: Fjölskyldustærð er mjög teygjanlegt hugtak. Á Syðri- Hofdalatorfunni búa Atli og Klara ásamt Anítu Ýri, 21 árs, sem reyndar er í útlegð í Svarfaðardalnum hjá kærastanum, og Trausta Helga 16 ára, Trausti og Imba, Trausti Valur (bróðir Atla) ásamt Gunnhildi og fjórum börnum, Friðrik Andri (elsti sonur Atla og Klöru) ásamt Lilju Dóru og Veigari Má en þau búa í Fagraholti, sem er tekið út úr landi Syðri-Hofdala. Valla, frænka Atla, býr síðan fyrir ofan veg í Einholti. Stærð jarðar: Syðri-Hofdalir eru um 300 ha þar af 100 ha ræktaðir. Einnig nytjum við jörðina Svaðastaði sem liggur að Syðri-Hofdölum en hún er um 1.200 ha, þar af 40 ræktaðir. Gerð bús: Blandaður búrekstur, mjólkurframleiðsla, nautakjöts- framleiðsla, hrossarækt og sauðfjárrækt í meintri riðupásu. Fjöldi búfjár: Um 80 mjólkurkýr auk uppeldis, 120 naut í eldi, alls um 300 nautgripir, 60 hross, sauðfé var um 700 við niðurskurð, tveir smalahundar og einn minkahundur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Dagurinn hefst á mjöltum kl. 06. Um kl. 10 stormar Atli af stað í „vinnuna“ en hann dundar við að sinna þurfandi mjólkurkúm kollega sinna í firðinum. Önnur tilfallandi störf eftir árstíðum. Seinni mjöltum lýkur um kl. 20 en oft vill vinnudagurinn teygjast fram eftir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Atla finnst jarðvinnsla skemmtilegust en trúlega er hann einn um þá skoðun. Sauðburður var ofarlega á listanum hjá yngri kynslóðinni. Leiðinlegast er að fást við bilaðar vélar og veikar skepnur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Fleiri kýr, meiri mjólk,100 kg meira meðalfall á nautum með tilkomu kyngreinds sæðis, aftur sauðfé og hver veit nema fjárfest verði í mjaltaþjónum. Hvað er alltaf til í ísskápnum: Rjómi, lýsi og AB mjólk, annars er hann yfirleitt tómur ;) Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Grillað folaldakjöt, hvítlauksristaður humar, jólafrómasinn og hefðbundið lambalæri. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar ný fjárhús voru tekin í notkun árið 2004 og öll vinnan við sauðféð fór fram undir einu þaki í stað þess að vera á þremur jörðum. Einnig þegar nýja fjósið var tekið í notkun í mars 2019 og fyrstu dagarnir á eftir þegar halda þurfti á hverri kú inn í mjaltabásinn renna seint úr minni. Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 120 Efni: Þingborgarlopi og tvíband. 450-450-500-550 g lopi í aðallit. 100 g lopi mynsturlitur 1, 50 g skraut-tvíband mynsturlitur 3, 20 g af hverjum hinna, litaður lopi eða jurtalitað tvíband.Einnig fást í Þingborg pakkningar með passlegu magni af efni í peysuna. Sokkaprjónar 4 og 5 mm Hringprjónar 4 og 5 mm 40 og 80 cm langir Prjónfesta: 14 l og 23 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 cm Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring, á opinni peysu eru prjónaðar 2 aukalykkjur upp alla peysuna, fitjaðar upp að loknu stroffi að neðan. Bolur: Fitjið upp 132-140-156-168 l á 4 mm 80 sm hringprjón, prj stroff í hring 6-8 sm perluprjón eða hverja þá gerð af stroffi sem vill. Skipt yfir á 5 mm 80 sm hringprjón þegar stroffi er lokið. Prjónað sl uns bolur mælist 38-46 sm. (Lengd á bol er smekksatriði, mælið viðkomandi og metið hvað þið viljið hafa bolinn síðan.) Á dömupeysu er fallegt að gera ,,mitti“ á peysuna með því að taka úr á bol. Setjið merki í báðar hliðar, takið úr 2 l hvoru megin, *prj 2 l saman, prj 1 l, prj 2 l saman*. Fyrst er tekið úr er bolur mælist 8-12 sm og síðan 2x aftur með 5 sm á milli. Alls eru teknar úr 12 l. Prj 5 sm, þá er aukið út aftur samsvarandi og með sama millibili og tekið var úr og endað með sama lykkjufjölda. Mælið ykkur og metið hvað þið viljið hafa bolinn síðan og hvar þið viljið að úrtaka byrji. Ermar: Fitjið upp 32-36-36-40 l á 4 mm sokkaprjóna prjónið stroff í hring 6-8 sm. Skiptið yfir á 5 mm sokkaprjóna þegar stroffi er lokið og aukið strax um 2 l undir miðri ermi, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 lykkju fyrir síðustu l í umf). Endurtakið aukningu 8-8-9-9 x upp ermi, með u.þ.b. 8 umf á milli, þar til 50-54- 56-60 l eru á prjóninum. Skiptið yfir á 40 sm 5 mm hringprjóninn á u.þ.b. miðri ermi. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 44-52 sm. (Mælið handlegg og metið hve ermin á að vera löng) Axlastykki: Sameinið nú bol og ermar á 5 mm 80 sm langa hringprjóninn. Setjið 5-5- 5-6- síðustu l og 5-5-6-6- fyrstu l á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 10-10-11-12 af bol á prjónanælu þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri ermina við bolinn 40-44-45-48 l, prjónið næstu 56-60- 67-72 l af bol og setjið næstu 10-10- 11-12 l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hana. Prjónið síðan 56-60-67-72 l af bol, þá eru 192-208-224-240 l á prjóninum. Þá byrjar mynstur. Þegar prjónaðar hafa verið sex umferðir af mynstri er aukið út um 4 lykkjur í stærð S og um 2 lykkjur í stærð M, óbreytt tala er í stærð L, en fækkað um 2 lykkjur í stærð XL. Prjónið mynstur áfram eftir teikningu. Þegar fyrstu úrtöku er lokið er í umferð 22 aukið út um 2 lykkjur í stærðum M og XL. Prjónið áfram og notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til 64-72 l eru eftir á prjóninum. Þá er skipt á 4 mm 40 cm hringprjón og prj 3-4 sm stroff og 4 umf slétt prjón, fellt af. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum. Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og vindið svo í hálfa mínútu í þvottavél. Mikilvægt er að vélin fari strax að vinda, (þær eru misjafnar að þessu leyti) en sé ekki að veltast með flíkina fyrst, þá getur hún þófnað. Leggið peysuna á handklæði til þerris. Hönnun: Margrét Jónsdóttir Syðri-Hofdalir BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Rósa - Upplögð í sumarprjónið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.