Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Tilkynning: Til búfjáreigenda í Árborg. Frá eiganda Efra Sels. Vakin er hér með athygli búfjáreigenda á að samkvæmt lögum og reglum um lausagöngubúfjár í Árborg, er óheimilt með öllu að beita utanaðkomandi búfénaði á land Efra Sels. Verði ágangur, ágangsbúfénaðar í land Efra Sels, verður umsvifalaust og án frekari aðvaranna í samstarfi við Stjórnsýslufulltrúa eða Dýraeftirlitsmann Árborgar, farið í smölun jarðarinnar. Ágangsbúfénaði verður komið á hús, þar sem eigendur ágangsbúfénaðarins geta nálgast hann. Rukkað verður fyrir kostnað smölunar, mögulegar og sýnilegar skemmdir á trjágróðri, ökutækjum og öðrum eignum af hálfu umrædds ágangsbúfénaðar, sem og geymslugjald fyrir hvern sólarhring sem skepnur eru ekki sóttar. Rukkað er fyrir hverja skepnu eftir marki hennar. Sbr.33. og 34. gr. lagan nr.6/1986 og samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu Árborg. 26. 06. 2023. Landeigandi. „Eftir að hafa notað STRONGER LIVER í nokkra mánuði þá kom í ljós að blóðprufan kom óvenjulega vel út, öll gildin fyrir lifrina voru mun betri en áður. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og hef ég verið mjög ánægður með vöruna því að mér líður vel af því að nota hana. Því get ég sagt með sanni að ég mæli með STRONGER LIVER frá Eylíf og ætla að halda áfram að nota vöruna.“ Ragnar Þór Alfreðsson trésmiður Halldór ásamt nefndarmönnum reiðveganefndar Andvara árið 2004, þeim Elísabetu Þóru Þórólfsdóttur og Sveini Skúlasyni. „Árið 1997 skipaði samgöngu- ráðherra nefnd um reiðvegamál, nefnd undir stjórn Jóns Rögnvaldssonar, þá aðstoðarvegamálastjóri, þar var m.a. lagt til að reiðleiðir skyldu flokkaðar og skráðar. Úr varð að reiðveganefnd LH fékk þetta verkefni í fangið og er það upphafið að kortasjánni. Reynt var samstarf við Landmælingar Íslands, þar sem hestamenn voru fengnir til að bera með sér gps tæki í hestaferðir. Það gekk lítið því menn gleymdu að slökkva á tækjunum, batteríin kláruðust og það voru alls konar uppákomur. Árið 2007 sá ég svo frétt í blaðinu frá Loftmyndum og ég hugsaði með mér að þetta væri málið. Í þetta verkefni þurfti ég að finna með mér hestamann sem væri tæknimenntaður, t.d. verkfræðingur, og skömmu síðar hnaut ég um Sæmund Eiríksson. Hann var til í að koma með mér í málið og hann hefur sko reynst okkur hestamönnum betri en enginn. Kortasjáin væri ekki til í þeirri mynd sem hún er í dag ef hans liðsinnis hefði ekki notið við.“ Kortasjána má finna á heimasíðu LH, lhhestar.is. Úr kortasjánni má taka út gps hnit, hlaða inn í eigið tæki og ríða af stað eftir þeim hnitum. Gerður hefur verið samningur við Neyðarlínuna, 112, sem hefur afnot af öllum reiðleiðaferlum úr kortasjánni, sem er öryggisatriði fyrir ríðandi umferð. „Ég sé ekki fyrir mér að hestamenn verði án kortasjárinnar í framtíðinni. Umsóknir hestamannafélaga um reiðvegafé berast um kortasjána, þar sem m.a. er hægt að teikna inn reiðleiðir og skila inn greinargerð um það sem búið er að gera. Þar eru allir skálar á landinu, áningarhólf og auðvitað allar þær reiðleiðir sem búið er að skrá í dag, sem telja um 14.650 km.“ Fimmtán milljarða þarf til Drög að nýrri samgönguáætlun, fyrir árin 2024 til 2038, var kynnt 13. júní sl. og er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem opið er fyrir athugasemdir til og með 31. júlí. Á haustmánuðum verður endanleg áætlun lögð fram sem er gerð fyrir 15 ár í senn, en skipt niður í þrjú fimm ára tímabil. „Við erum búin að berjast fyrir því lengi að fá aukið fjármagn í reiðvegagerð og ég er vongóður um að hugsanlega verði bætt úr því við afgreiðslu næstu samgönguáætlunar. Innviðaráðherra skipaði starfshóp um stöðu reiðvegamála á Íslandi. Niðurstaða starfshópsins var sú að það þarf 15 milljarða til að koma öllum reiðvegum landsins í gott ástand. Við gerum okkur þó grein fyrir því að það sé langsótt að það fáist. Starfshópurinn leggur til að úthlutun reiðvegafjár verði 1,5 milljarðar á fyrsta tímabili, 1,4 milljarðar á öðru tímabili og 1,45 milljarðar á þriðja tímabili. Samtals um 4,35 milljarðar á 15 ára tímabili. Það eru þá um 300 milljónir til úthlutunar á hverju ári á fyrsta tímabilinu, en er nú um 75 milljónir á ári. Þetta er tillaga nefndarinnar til ráðuneytisins, og er að mínu mati mjög hófleg tillaga, og yrði heilmikil lyftistöng fyrir hestamennskuna.“ Halldór telur að í gegnum tíðina hafi hestamenn verið of undanlátssamir, og í sumum tilvikum hafa breytingar á reiðvegum ekki alltaf verið bornar undir hestamenn heldur hafa sveitarfélögin framkvæmt án samráðs. „Reiðvegamál eru stanslaus vinna, þetta eru verkefni sem enginn gerir fyrir okkur – við verðum að gera þetta sjálf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.