Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 LÍF&STARF Húnabyggð: Flétta saman kúabúskap og framleiðslu vefnaðarvöru Á Hólabaki búa þrjár kynslóðir. Björn Magnússon og Aðalheiður Ingvarsdóttir keyptu jörðina 1972 og hafa búið þar síðan. Ingvar Björnsson og Elín Aradóttir hafa búið á Hólabaki ásamt börnum sínum þremur, Aðalheiði, Ara og Elínu, síðan 2013. „Við hófum búskap fyrir tíu árum síðan og tókum þá við kúabúi foreldra Ingvars. Við höfðum áður búið á Akureyri, en þar hafði ég þegar hafið framleiðslu á vefnaðarvörum í litlu mæli. Þegar við ákváðum að flytja í sveitina þá var frá upphafi meiningin að ég myndi útvíkka þann rekstur. Það hefur síðan gengið eftir og ég hef verið í fullu starfi við fyrirtækið í tíu ár,“ segir Elín, en hún framleiðir undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. „Kúabúið er ekki það stórt að það beri tvo starfsmenn í fullu starfi, Ingvar starfar því að mestu einn við búskapinn, en nýtur dyggrar aðstoðar eldri kynslóðar á bænum,“ segir Elín, en á kúabúinu eru um 40 mjólkurkýr ásamt uppeldi, samtals um 80 gripir. Mjólkurframleiðsla á ári er um 250 þúsund lítrar. Umfang gjafavörufyrirtækisins telur hins vegar um tvö ársverk auk þess sem umtalsverðum saumaskap er útvistað til verktaka í héraði. Elín er eini launþeginn hjá fyrirtækinu árið um kring, en yfir sumartímann er fastur sumarstarfsmaður, auk þess sem verktakar sinna pökkun og afleysingu. Í sumar verður svo verslunin heima að Hólabaki opin alla daga milli kl. 12–17. „Hólabak er vel staðsett með tilliti til umferðar ferðamanna. Það eru því klárlega tækifæri í verslunarrekstri hér heima á bæ. Að reka gjafavöruverslun í sveit hefur sína kosti og galla. Verslunarrekstur er í raun ákveðin ferðaþjónustustarfsemi og staðsetning á sveitabæ býður upp á ákveðna sérstöðu og óvanalega verslunarupplifun. Bæði íslenskir og erlendir ferðamenn hafa gaman af því að koma heim á býli og sjá hvað bændur og búalið er að sýsla við. Það má því segja að heimsókn í verslunina okkar sé eins konar tækifæri til að hitta heimafólkið í leiðinni, svona eins konar „meet the locals“ hugmyndafræði eins og það er kallað á ensku. Ekki spillir heldur fyrir að verslunin er staðsett við sumarkúahagann og kýrnar og hundurinn á bænum taka því oft og tíðum á móti gestunum,“ segir Elín. Hún segir að vefnaðarvöru- framleiðslan samhliða búskap henti áhugasviði og þekkingu þeirra hjóna. „Okkur hefur því gengið þokkalega að láta þetta ganga upp. Í dag er ekki sjálfgefið að fólk hafi áhuga á að vinna við skepnuhald, þó það hafið valið sér að búa í dreifbýli. Við erum líka þeirrar skoðunar að í grundvallaratriðum sé skynsamlegt að eiga ekki allt sitt undir of fáum breytum. Það skiptast á skin og skúrir í öllum rekstri og þá getur verið gott að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni.“ /ghp Ingvar Björnsson og Elín Aradóttir á Hólabaki sem staðsett er við mynni Vatnsdals. Kýrnar og hundurinn á bænum taka oft og tíðum á móti gestum. Bændur finna sér í auknum mæli verkefni utan búskaparsins. Margir vinna utan heimilis, ferðaþjónustubændum hefur fjölgað og einnig þeim sem bjóða upp á vörur og þjónustu heima á bæ. Á bænum Hólabaki í Húnabyggð er rekin vefnaðar- og gjafavöruverslun samhliða kúabúskap og hrossarækt. Fjölbreyttar vefnaðarvörur eru í boði á Hólabaki, sem margar hverjar eru saumaðar í héraði. Yngsta kynslóðin á bænum við pökkun á gjafavöru, Ari Ingvarsson og Aðalheiður Ingvarsdóttir. Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.