Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023
VIÐTAL
Garðyrkja:
Framtíðin er græn
– Bræðurnir Pétur Haukur og Ágúst Loftssynir eru stórtækir í ræktun
„Þegar við stóðum á þessum
krossgötum og keyrðum í Laugarás
að skoða aðstæður í Ösp þá var ég í
smá millibilsástandi, hafði starfað í
ferðaþjónustu í rúman áratug. Ágúst
var að klára næstsíðustu önnina sína
í hagfræði við Háskóla Íslands. Ösp
hafði verið að framleiða salat fyrir
matvælafyrirtæki í Reykjavík sem
Ágúst tengist en þannig komumst
við í tengingu við þáverandi eiganda
Aspar. Daginn eftir að hugmyndin
vaknaði var farið af stað,“ segir Pétur
Haukur um aðdraganda þess að þeir
bræður festa kaup á garðyrkjustöð
haustið 2019.
Garðyrkjustöðin Ösp hafði þá
verið í eigu sömu fjölskyldunnar
í um 50 ár. „Við fengum þær
upplýsingar að framleiðslan gengi
vel en reksturinn reyndist erfiður.
Við höfðum trú á að við gætum selt
vöruna enda ágætlega tengdir og því
létum við slag standa.“
Fyrsta mánuðinn leiddi fyrrum
eigandi bræðurna í gegnum
framleiðsluna, kenndi þeim á tæki
og ferla. „Ég held hann hafi ekki haft
mikla trú á að við gætum höndlað
þetta, bræður úr Kópavogi að fara
að rækta og sjá um áburðarblandara
og annan sérhæfðan búnað. En við
erum þokkalega framkvæmdaglaðir
og erum vanir því að klóra okkur í
gegnum hlutina,“ segir Pétur en þeir
skipta bróðurlega milli sín verkum.
Ágúst er meira í framleiðslunni á
meðan Pétur sér um reksturinn.
Saman sjá þeir svo um sölu og
alla dreifingu til viðskiptavina,
því þannig vilji þeir hafa það; vera
engum háðir og sínir eigin herrar.
„Það eru forréttindi að vinna með
bróður sínum en á sama tíma getur
það verið strembið. En við komum
úr samheldinni fjölskyldu sem hefur
verið í viðskiptum saman í fjölda ára,
svo þaðan höfum við fyrirmyndir.“
Salatræktun er færibandaferli
Garðyrkjustöðin Ösp er um 4.200
fm að stærð, þar sem ræktað er
salat undir 3.500 fm upplýstum
gróðurhúsum allan ársins hring. „Þar
sem forveri okkar var í salatrækt lá
beinast við að halda henni áfram,
enda var þar fyrir búnaður til
salatræktunar. Reyndar var þarna
líka smá tómataræktun en við tókum
hana strax út og stækkuðum umfang
salatræktunarinnar. Þó tilhneigingin
hjá mörgum sé að vera með fleiri
tegundir þá viljum við frekar
einbeita okkur að því að vera góðir
í einu. Veðja bara á þá vöru og gera
hana eins vel og við mögulega getum
og hámarka arðsemina úr því.“
Ekki er þar með sagt að
framleiðslan hafi runnið ljúflega af
stað frá fyrsta degi. „Við höfðum
enga reynslu og þurftum því að
læra inn á þetta. Salatframleiðsla er
algjört færibandaferli sem reyndist
okkur dálítið erfitt til að byrja með.
Allt í einu vorum við komin með 1,4
tonn af salati í hverri viku og vissum
ekkert hvert við ættum að selja það
eða gera við það. Í vikunni eftir
vorum við komnir með annað eins
magn. Salat er ferskvara með stuttan
líftíma og því ekki hægt að geyma
hana of lengi. En við komumst fljótt
upp á lagið með sölumálin og það
vandamál varð fljótt úr sögunni.“
Pétur segir salatræktun í raun
aðgengilega. „Fegurðin við
salatræktunina er að varan verður
til á stuttum tíma. Það líða um 5-6
vikur frá því fræið er sett í pott þar til
salatið er uppskorið. Þetta er stuttur
tími og með því ýtum við frá okkur
ýmsum vandamálum, sem gætu t.d.
komið upp hjá plöntum sem lifa
lengur. Uppskeran er vikulega og
ferlið skilvirkt.“
Akur í skammdeginu
Þegar bræðurnir voru komnir
upp á lagið með salatræktun í
garðyrkjustöðinni Ösp og sala
framleiðslunnar gekk vel fóru þeir að
huga að stækkun. „Við vorum á þeim
tíma að framleiða um 2 tonn af salati
á viku þar sem rýrnun var lítil sem
engin. Þarna var heimsfaraldur og
við veltum fyrir okkur hvað myndi
gerast að honum loknum. Kannski
yrði eftirspurnin meiri og mögulega
myndi markaðurinn stækka. Ef svo
færi var aðeins tvennt í stöðunni; að
ýta frá okkur auknum viðskiptum
eða að við myndum fjárfesta meira.“
Þegar hugmyndin var komin
gerðust kaupin hratt á eyrinni.
„Við vorum á leið heim á milli
jóla og nýárs 2021, í svartasta
skammdeginu. Við keyrðum fram
hjá Akri, sem okkur hefur alltaf
þótt mjög snyrtileg garðyrkjustöð.
Mér datt í hug hvort við gætum
kannski leigt af eigendum hluta
af gróðurhúsunum en eftir nokkur
samtöl og fundi ákváðum við að gera
þeim sölutilboð í alla stöðina.“
Úr varð að bræðurnir eignuðust
Akur í ársbyrjun 2022, en lóðin
liggur samhliða Ösp. Við það
Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrunhulda@bondi.is
Auglýst er eftir umsóknum einkarekinna fjölmiðla um rekstrar-
stuðning sem veittur verður á árinu 2023. Umsóknum skal
skilað í gegnum vefgátt á vef Fjölmiðlanefndar og er umsóknar-
frestur til og með 1. september 2023.
Með breytingu á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011, sem samþykkt
var á Alþingi 8. júni 2023, var úthlutunarnefnd veitt heimild til að
ákvarða sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla.
Í X. kafla B laga um fjölmiðla, sbr. frumvarp til laga um breytingu
á lögum um fjölmiðla sem samþykkt var á Alþingi 8. júní 2023,
og reglugerð nr. 700/2023 um rekstrarstuðning til einkarekinna
fjölmiðla, eru tilgreind skilyrði fyrir rekstrarstuðningi til
einkarekinna fjölmiðla og einnig getið sérstakra atriða sem
þurfa að koma fram í umsókn. Er umsækjendum bent á að
kynna sér þau og einnig hvaða kröfur eru gerðar um gögn sem
eiga að fylgja umsókn. Samkvæmt lögunum sér Fjölmiðlanefnd
um umsýslu umsókna og veitir úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð
eftir nánara samkomulagi.
Til úthlutunar árið 2023 verða 476,7 millj. kr. að frádreginni
þóknun fyrir störf úthlutunarnefndar og öðrum kostnaði
við umsýslu. Í 62. gr. i. laga um fjölmiðla kemur fram að rekstrar-
stuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum
rekstrarkostnaði umsækjanda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af
umfangi og fjölda umsókna.
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað í gegnum vefgátt
á vef Fjölmiðlanefndar, www.fjolmidlanefnd.is, fyrir miðnætti
1. september nk. Ef spurningar vakna varðandi útfyllingu
umsóknar má senda fyrirspurn á postur@fjolmidlanefnd.is.
Rekstrarstuðningur
til einkarekinna fjölmiðla
Þeir eru að eigin sögn hvatvísir bræður úr Kópavogi sem hafa engan
bakgrunn í garðyrkju. Þeir eru þó „þokkalega“ framkvæmdaglaðir og
tóku upp á því að kaupa sér garðyrkjustöð fyrir fjórum árum, rétt um og
yfir þrítugir að aldri. Seinna keyptu þeir fyrirtæki sem framleiðir sprettur
og síðan fylgdu kaup á annarri veglegri garðyrkjustöð. Í dag eru þeir Pétur
Haukur og Ágúst Loftssynir meðal stærstu salatframleiðenda landsins.
Pétur Haukur og Ágúst Loftssynir hafa á síðastliðnum fjórum árum keypt þrjú garðyrkjufyrirtæki. Fyrst garðyrkjustöðina Ösp, síðar Sprettu og svo Akur. Í dag framleiða þeir um 4 tonn af salati
á viku undir rúmum 5.000 fermetrum af upplýstum gróðurhúsum. Myndir / Karl Ólafsson
Í stað þess að framleiða vörur sínar undir nöfnum margra garðyrkjustöðva
eru Pétur og Ágúst núna að sameina vörurnar undir vörumerkinu Spretta,
sem var fyrirtæki sem Stefán Karl heitinn stofnaði og bræðurnir keyptu.
Þar sem forveri bræðranna í Ösp var í salatrækt lá beinast við að halda henni
áfram enda var til staðar búnaður til salatræktunar.