Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Svo er einhver togstreita um hvernig túlka beri lög og ákvæði. Aðalskipulag á að vera lifandi plagg, hjálpargagn og verkfæri fyrir okkur, en virðist oft vera svo þungt í vöfum og snúið að það er eingöngu á færi þeirra sem hafa starfað við skipulagsmál í áraraðir að skilja.“ Auðveldustu og bestu lausnina telur hann vera að samþykkja að skógrækt sé landbúnaður innan skipulagslaga. „Skógargeirinn allur er að þrýsta á þetta og væri óskandi að viðeigandi aðilar tækju upp á sína arma að breyta þessu,“ segir Hlynur. Sigríður tekur í sama streng. „Mér finnst stjórnsýslan þurfa að straumlínulaga ferla sína. Ef það er markmið stjórnvalda að auka skógrækt og þar með kolefnisbindingu þá vantar upp á samtal við sveitarstjórnaryfirvöld og að það sé einhver samræming á milli sveitarfélaga, bæði hvað varðar skipulagsmál og hver beri kostnað af fornminjaskráningu. Það þyrfti að fylgja fjármagn til að mæta þeim kostnaði sem skráning á fornminjum hefur í för með sér. Oft er fornminjaskráningar krafist áður en framkvæmdaleyfi er veitt og sá kostnaður lendir í dag á skógræktandanum og veldur því að sumir hætta við að fara í skógrækt. Á sumum stöðum hafa sveitarfélögin sjálf séð um kostnað á fornminjaskráningum þannig að þau sem vilja í skógrækt sitja ekki við sama borð og fer eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa hversu hár byrjunarkostnaðurinn er við að hefja skógrækt,“ segir hún. Helstu áskorun skógræktar- félaganna segir Sigrún vera að virkja fólk til góðra verka og standa vörð um þá skóga sem þau hafi ræktað upp. „Góðir útivistaskógar, útivistarstígar og gróðursæl hverfi er ekki bara verkefni fyrir skipulagsyfirvöld á hverjum stað og nokkra eldhuga í sjálfboðavinnu fyrir skógræktarfélög og garðyrkjufélög landsins, heldur ættu allir að láta sig sitt nærsamfélag varða og leggja hönd á plóg, hvort heldur sem er að bjóða sig fram í vinnu við skógarumhirðu eða styrkja fjárhagslega það skógræktarfélag sem er að sinna skógum og grænum svæðum í nágrenninu,“ segir hún. Nýjar tegundir á sjóndeildarhringnum Breytingar vegna hnattrænnar hlýnunar eru þegar að gera vart við sig eins og flestum mun kunnugt. Sigríður telur loftslagsbreytingar eina helstu áskorun skógræktar – spurning sé hvort breytingar á veðurfari á Íslandi verði óhagstæðar fyrir þær trjátegundir sem vaxa á Íslandi í dag. Að sögn Hlyns segja spár, og ekki þær svartsýnustu, að hér verði mögulega miðjarðarhafsloftslag eftir um hundrað ár og Ísland þá á pari við núverandi loftslag Portúgal. Breytinga sé að vænta í skógræktarmálum. „Nú erum við bara með fjórar alvöru tegundir: greni, furu, lerki og ösp. Og birkið er þarna með en það er ekki tré, heldur fallegt kjarr. Ég sé bara hvað hefur gerst í loftslagsbreytingum á minni stuttu ævi og meira er á leiðinni. Það er augsýnilegt hversu hratt þetta er að gerast fyrir augum okkar. Það stefnir í að hlýni á Íslandi þótt ýmsar forsendur þess geti vissulega brugðist.“ Hrymur muni lifa inn í yfirvofandi breytingar þar sem hann sé blendingur af evrópu- og rússalerki og hafi mikið þol fyrir umbreytingum í hitastigi. Möguleikar séu fólgnir í öðrum trjátegundum innan fárra ára. Til dæmis í degli/döglingsvið (Oregon pine) sem þegar sé byrjað að rækta hér á landi þótt í litlu mæli sé. Stórar tegundir nytjatrjáa gætu þrifist hér innan tíðar og eðaltré svo sem eik og beyki, hlynur, askur, lind og alls konar elritegundir á borð við blæöl, rauðöl og svartöl ásamt ýmsum berjategundum. Einnig megi nefna ývið, hreint evrópulerki, sifjalerki og jafnvel svartgreni þegar lengra líði. „Svo litið sé til ísaldar þá uxu hér stærstu tré jarðar á þeim tíma, við sjáum það á surtarbrandi og steingervingum, til dæmis fyrir vestan,“ heldur Hlynur áfram. „Ísland er skilgreint í barrskógabelti, þrátt fyrir að hér sé ekki svo mikið af barrtrjám, en er að færast inn í laufskógabelti. Tegundafjölbreytni okkar er takmörkuð en mun vaxa á komandi árum og áratugum. Í fyllingu tímans mun birkið þurfa að hopa og aðrar tegundir vera á því landi þar sem birki var áður. Við eigum að nýta okkur þetta sem tækifæri. Mörgum kann að finnast þetta miður en það er samt í kortunum. Trén, kornið og fleira eru nokkurs konar flóttategundir úr sínum heimahögum og við hér getum tekið á móti þeim innan einnar kynslóðar.“ Ef verði hins vegar kuldaskeið þá er landið komið aftur í þær fjórar tegundir sem ræktaðar eru hér nú þegar, fururnar, grenið, lerkið og öspina. Dregið úr einsleitni og aukin kolefnisbinding Svonefndur mónókúltúr var stundaður hér framan af í skógrækt og kannski eðli málsins samkvæmt, hafandi aðeins fjórar nytjatrjátegundir. Þá var gróðursett ein trjátegund, jafnvel klón með sömu arfgerð, í tugi eða hundruð hektara lands. Á síðari tímum hefur verið hugað að blandaðri skógum, þar sem ein tegund taki við af annarri. Jafnframt er í kjölfar grisjunar reita, þar sem ein tegund er allsráðandi, reynt að gróðursetja aðrar tegundir, eina eða fleiri. Í grisjaða mónó-reiti er hægt að planta til dæmis degli. „Partur af umhirðunni er að endurnýja, segir Hlynur. „Þekkt er í skógargeiranum að besta leiðin til að rækta birki er að rækta lerki vegna þess að lerkið er miklu nægjusamara og býr til jarðveg. Birkið vex ekki nema það sé í góðum jarðvegi.“ Hann tiltekur að gott sé að skilja að við landnám hafi samkvæmt skráðum heimildum verið hér birki milli fjalls og fjöru, sem sé einmitt mónókúltúr. Einstaka reynihríslur og blæösp hafi einnig vaxið hér. „Líffræðilegur fjölbreytileiki byggir ekki á fábreytileika forfeðranna, og að hafa allt eins og það er, eða var, gengur ekki upp. Náttúrunni er sama, hún kemur alltaf jafnvægi á allt með einhverjum hætti. Að skilja líffræðilegan fjölbreytileika eftir í fábreytileika er ekki hægt og þarf að horfa á þetta allt saman með fjórðu víddinni, sem er tíminn, og þá kemur í ljós að á misjöfnu þrífast börnin best, það á líka við um líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Hlynur jafnframt. Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hvatti í grein í Bændablaðinu fyrr á árinu til að gætt sé hófs við notkun á erlendum plöntutegundum og telur að þegar fram líða stundir muni skógrækt og önnur svæði með mjög einsleitri tegundasamsetningu framandi trjátegunda ekki verða tekin gild til kolefnisjöfnunar. „Allir skógar og allur gróður bindur kolefni, bara mishratt, mismikið og mislengi, það er góð aukaafurð og þarf að vera vottuð ef nota á til kolefnisjöfnunar,“ bendir Sigríður á. Birgir telur hins vegar skógrækt mjög ofmetna í þessari umræðu. „Tré binda minna kolefni en annar gróður, t.d. gróið land og ræktað land, þar sem sól og regn kemst óhindrað að fósturjörðinni til endurnæringar,“ segir hann og heldur áfram: „Tré eru rándýr í gróðurríkinu líkt og tófan og hrafninn í dýraríkinu; hugsa fyrst og fremst um sjálf sig. Allt of víða eru skógarblettir út um allt land sem aldrei hafa og verða væntanlega aldrei grisjaðir. Inni í þeim er og mun verða mikið af brotnum trjám sem rotna þar í friði, engum til góðs og allra síst umhverfinu. Ég hef takmarkaða trú á skógrækt til landbóta, ekki síst þar sem land er óafturkræft þegar búið er að planta í það skógi,“ segir Birgir og bætir við að hann telji skjólbelti ágætis kost ef þau nýtist sem slík fyrir menn og dýr en ekki þar sem þau valda takmörkun á útsýni. „Ég hef verið mjög gagnrýninn á framsetningu og framgangi þessara yfirgengilega ósönnu fullyrðinga um kolefnisbindingu og losun; að endurheimt votlendis og skógrækt eigi að bjarga Íslandi og heiminum öllum, sem er svo fjarri sannleikanum. Í mínum huga snýst þetta um pólitík og peninga, þó aðallega peninga. Nýlegt dánarvottorð Votlendissjóðs er ágætis áminning um á hvaða villigötum þessi málaflokkur er,“ segir Birgir jafnframt. Vissir þú þetta? • Skógrækt á lögbýlum er stærsta nytjaskógaverkefni landsins. • Umsvifamestu fyrirtæki í skóg- rækt og kolefnisbindingu í dag eru sjávarútvegsfyrirtækin, svo sem Brim og Síldarvinnslan. Skinney- Þinganes er á sömu leið. • Auðvelt er að nálgast íslensk fræðslumyndbönd um skógrækt og flest allt sem henni við kemur á YouTube. Flest hafa þau verið unnin fyrir Skógræktina. Hægt er að vera í ókeypis áskrift að myndböndunum. • Í bígerð er að setja upp vef undir heitinu skógartölur.is, sameigin- legan gagnagrunn helstu aðila í skógrækt á Íslandi, þar sem birta á tölulegar upplýsingar um þróun skógræktar, bæði fyrir sérfræðinga og aðgengilegar almenningi. • Skógræktin er ríkisstofnun sem heyrir undir matvælaráðuneytið og þjónar skógrækt á Íslandi samkvæmt lögum um skógrækt. Hlutverk Skógræktarinnar er að hafa forystu um uppbyggingu skóg- arauðlindar á Íslandi með víðtækri samvinnu, vinna að vernd og friðun skóga og draga fram hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. Heimild: vefur Skógræktarinnar • Skógræktarfélag Íslands er landssamband skógræktarfélag- anna í landinu. Megin markmið fé- lagsins samkvæmt lögum þess er að vinna að framgangi skóg- og trjáræktar í landinu, að endur- heim- ta gróðurlendi og klæða landið skó- gi. Félagið er málsvari skógræktar- félaganna, gætir hagsmuna þeirra og kemur fram fyrir þeirra hönd þegar þörf krefur. Heimild: vefur Skógræktarfélags Íslands • Búgreinadeild skógarbænda (SkógBÍ) er sameiginlegur vett- vangur bænda sem stunda skógrækt í atvinnu skyni, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra innan Bændasamtaka Íslands. Heimild: vefur Bændasamtaka Íslands Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 Heimild: Skógræktin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.