Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023
Hér má finna nokkur blóm og
plöntur sem má tína eftir árstíma og
veðrum og til dæmis gera úr þeim
te eða seyði sem má drekka þrisvar
sinnum á dag börn þó ekki eins oft.
Vor
Túnfífill tínist fyrir blómgun.
Mikilvæg og vanmetin lækningajurt,
blöðin eru þvaglosandi og kalíumrík,
virka vel á bjúg á meðan rótin hefur
jákvæð áhrif á sjúkdóma lifrar og
gallblöðru, svefn- og þunglyndi
og til almennrar styrkingar. Nota
margir blöð og rót saman. Te
af blöðum og seyði af rót, 1-2
tsk. á móti einum bolla af vatni.
Fíflamjólkina þekkja svo margir
sem lækningu við vörtum. Rót og
blöð nýtt.
Klóelfting styrkir nýru og
þvagfæri, talin góð eftir inntöku
sterkra lyfja, dregur úr bjúg
og næturþvaglátum. Fjarlægir
eiturefni úr líkamanum og styrkir
ónæmiskerfið. 1-2 tsk. á móti einum
bolla af vatni. Ekki skal nýta rótina.
Sumar
Blóðberg, tínsla snemma sumars,
við blómgun, gott við kvefi og
hósta jafnframt því sem það þykir
hafa róandi áhrif. Blóm og lauf
notað, 1 msk. á móti einum bolla
af vatni. Einnig notað í mat.
Refasmári, styrkir heiladingul
og hormónastarfsemi auk þess að
hafa áhrif á bætta matarlyst. Mild
jurt sem má nota að vild og gjarnan
fyrir alla aldurshópa. 1 msk. á móti
einum bolla af vatni. Ekki skal nýta
rótina.
Kamilla (líkist baldursbrá og
stundum nefnd kryddbaldursbrá),
tínsla síðla sumars þegar blómin
hafa opnast vel, góð við streitu og
meltingarerfiðleikum, stillir hita
og styrkir ónæmiskerfið. 1 tsk. á
móti einum bolla af vatni. Einungis
blómin nýtt.
Blákolla græðir sár bæði í
meltingarvegi og á húð, góð við
minni háttar krömpum, höfuðverk,
niðurgangi og kverkabólgu. 1 tsk. á
móti einum bolla af vatni. Ekki skal
nýta rótina.
Haugarfi mýkir, græðir og kælir,
örvar og styrkir lifur og milta. Mikið
notaður í húðsmyrsl gegn alls kyns
bólgum, sárum og exemi. Þekkt er
að tína haugarfa og leggja á svæði
þjökuð af gigt. 1-2 tsk. á móti einum
bolla af vatni. Nýttir plöntuhlutar, öll
jurtin í blóma.
Söl, tínsla fer fram seinni hluta
sumars en auk þess að vera mjög
næringarrík eru söl auðug að joði.
Þau eru talin hafa styrkjandi áhrif
á serótónín framleiðslu og því gott
gegn þunglyndi og depurð en hafa
einnig verið notuð gegn sjóveiki
og timburmönnum.Hægt að neyta
þeirra þurrkaðra eða smátt saxaðra
í mat. Nýttir hlutar – allir.
Skarfakál er mjög C-vítamínríkt
og þótti áður fyrr hin besta lækning
við skyrbjúgi, en neysla þess er talin
góð við annars konar bjúg, gigt og
slæmsku. Gjarnan notað í salat.
Haust
Beitilyng er bólgueyðandi,
einkum fyrir gigt, gott við sýkingu
í þvagfærum og blöðrubólgu, te gott
gegn svefnleysi. 1 tsk. á móti einum
bolla af vatni. Einungis blómin nýtt.
Berjatínsla, á okkar vel þekktu
kræki- og bláberjum fer jafnan fram
snemma hausts, í ágúst og um að
gera að nýta sér þá auðlind á hvern
þann máta er þykir bestur.
Allt árið
Bóluþang, líkt og söl, hefur
styrkjandi áhrif á serótónín
framleiðslu og því gott gegn
þunglyndi, þreytu og depurð.
Til viðbótar er það nærandi,
blóðhreinsandi, örvar skjaldkirtil
og þar með öll efnaskipti líkamans.
Þangbakstrar þykja góðir á bólgna
liði og vöðva. Hægt að neyta þeirra
þurrkaðra eða smátt saxaðra í mat.
Nýttir hlutar – allir.
Göngum því í nytjar landsins,
okkur til þurfta, eða eins og gamall
húsgangur segir:
Helluhnoðri og hænubit, (rjúpnalauf)
hrafnaklukkan rauða,
vallhumall og vatnafit, (horblaðka),
varna meinum dauða.
Bláber (Vaccinium uliginosum).Krækiber (Empetrum nigrum).
LÁGAFELL VERSLUN OG BYGGINGAR EHF
VÖLUTEIGUR 4, 270 MOSFELLSBÆR
WWW.LAGAFELLVERSLUN.IS
846 7014 – 895 4152
Sérstyrkt fyrir íslenskar aðstæður - 24 ára reynsla á Íslandi
SERRALUX
Gróðurhús og yndisreitir í miklu úrvali
Kristján og Kjartan
eru ekki snjallmenni
á netinu
Hringdu í vini og fáðu tilboð hjá fyrirtækjaþjónustu Olís,
í síma 515 1100, eða á olis.is.
Fyrirtækjaþjónusta Olís
Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu
Þeir eru til í alvörunni og vita allt um rafgeyma fyrir
landbúnaðartæki – og almennt flest um vörur fyrir tæki
og fyrirtæki.