Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   LOFTSLAGSVÆNN LANDBÚNAÐUR Auglýst eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt, sauðfjárrækt og útiræktun grænmetis. ma, Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir umsóknum til þátttöku frá tíu búum í sauðfjárrækt og/eða nautgriparækt og fimm grænmetisframleiðendum sem stunda útiræktun. Þátttakendur þurfa að hafa áhuga fyrir að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum. Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Landgræðslunni og Skógræktinni og auk þess þátttökustyrk, styrk til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur. Verkefnastjórn áskilur sér rétt til að velja þátttakendur, verði umsækjendur fleiri en fimmtán, en öll þátttökubú þurfa að uppfylla lögbundnar skýrsluhaldskröfur. Verkefnið hefst í sept/okt 2023 og er umsóknarfrestur til 20. ágúst n.k. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu RML, www.rml.is. Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnastjóri, berglind@rml.is og í síma 516-5000. Vagnhöfða 7, 110 Garðabæ – s. 787 9933 vpallar@vpallar.is - www.vpallar.is Pallar til leigu og sölu - Mikið úrval Pallar til leigu mi i úrval Ljóst er að þessa dagana eru að berast inn á borð sveitarstjórna kröfur landeigenda um smölun ágangsfjár. Það er jafnljóst að viðbrögð sveitarstjórna verða alls ófullnægjandi að mati þolenda. S v e i t a r - stjórnir munu leitast við að „vinna tíma“, leita ráða Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi ráðuneyta, auk þess að véfengja skyldur sínar til smölunar og gera ágreining um orðaskilgreiningar og álit umboðsmanns frá sl. hausti. Það mun því mikið vatn renna til sjávar, eða kannski margur hlaðvarpinn verða uppétinn, áður en til smölunar kemur. Komi á endanum til þess að sveitarfélögin smali mun slíkt ekki ganga þrautarlaust fyrir sig enda meira en að segja það að ná nokkrum kindum án aðhalds á tilteknu landi. Takist slíkt samt sem áður verður næsta vandamál hvar eigi að sleppa fénu. Ljóst er að ekkert tryggir að sama staða komi ekki upp innan örfárra daga, annað en eigandi/ eigendur fjárins haldi því í fjárheldum girðingum á sínum heimajörðum það sem eftir lifir sumars. Niðurstaða mín er að hvernig sem á málið er litið, og þrátt fyrir lögbundnar skyldur sveitarfélaga til smölunar, verða aðgerðir af þessu tagi engin lausn til frambúðar. Mikill kostnaður leggst á fjáreigendur á endanum og það sem verra er, engin lausn á lausa- göngu búfjár. Lausaganga búfjár er ekki heimil Í hugtakinu lausaganga felst samkvæmt orðanna hljóðan að búfénaður geti gengið laus eða frjáls. Það þýðir í huga flestra að hann sé ekki einasta óbundinn heldur jafnframt að hann þurfi ekki að vera í haldi innan girðinga. Þar með gefa menn sér að fénaðurinn geti gengið á því landi sem honum þóknast hverju sinni óháð eignarhaldi þess lands. Þessi skilningur sauðfjárbænda og margra annarra helgast fyrst og fremst af þeirri venju sem skapast hefur frá þeim tíma þegar sauðfé var á flestum jörðum og hagkvæmt þótti að hafa sameiginlega sumarhaga. Samkvæmt búfjárhaldslögum er skilgreiningin á lausagöngu: Lausaganga er þegar búfé getur gengið í annars manns land í óleyfi. Skoðum aðeins hvað þarf til til að löggjafinn geti heimilað búfjárhöldurum afnot af annars manns landi í hans óþökk. Til að lausaganga búfjár væri leyfð lögum samkvæmt væri um að ræða svokallaða takmarkaða eignarskerðingu á stjórnarskráðvörðum eignarréttindum landeigenda. Skilyrði þess að slíkum eignaskerðingum verði beitt er að þess sé sérstaklega getið í sérlögum og þær séu gerðar í almanna þágu. Hvorugu er til að dreifa hvað lausagöngu búfjár varðar. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni undanfarnar vikur að sauðfjárbændur telji að hefð tryggi þeim rétt til að beita annarra manna land. Um hefðun gilda lög sem hafa að mestu staðið óbreytt frá 1905. Þar er getið skilyrða sem fyrir hendi þurfa að vera til að hefðun geti átt sér stað. En menn geta sparað sér vinnu við að grúska mikið í lögunum því fyrir liggur hæstaréttardómur (Hrd. 1987, bls. 1656 Flateyjardalsheiði) þar sem kröfu um hefðun er hafnað vegna þess að eigendum þeirra jarða sem nýtt höfðu umrætt land, og kröfðust hefðunar, var allan tímann ljóst að landið var í eigu tiltekinnar jarðar þó nýting þess hafi verið látin viðgangast átölulaust um langan tíma. Viljum við að þetta sé réttarríkið Ísland í dag? Af framansögðu tel ég ljóst að engar forsendur eru til að heimila frjálsa för búfjár um lönd annarra. Flókin og oft og tíðum klúðursleg löggjöf hefur hins vegar gert það að verkum að einkum sauðfjárbændur og einstakar sveitarstjórnir, hafa tekið sér völd langt umfram heimildir. Mál er að linni og það ágæta fólk sem situr á Alþingi, og telur réttarríkið Ísland fremst meðal þjóða, axli ábyrgð sína. Til að eyða þeirri óvissu og vandræðagangi sem nú ríkir í þessum málum, er nauðsynlegt að tekið verði hressilega til í því lagaumhverfi sem gildir um búfjárhald, fjallskil og afréttarmálefni og girðingar og það fyrr en seinna. Augljóslega þarf að leysa sveitarfélögin úr klafa skyldna við fámenna stétt búfjáreigenda og orða lögin með svo skýrum hætti að skylda búfjáreigenda til að halda fé sitt eingöngu innan lands sem þeir hafa umráðarétt yfir, sé afdráttarlaus. Ég skora á lærða sem leika, sem telja að þessi skilningur minn eigi ekki við rök að styðjast, að hreyfa andmælum en þó aðeins að þeir geti rökstutt mál sitt málefnalegum rökum. Ég er ekki að biðja um að stofað verði til ritdeilna heldur að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir sem greitt geta götu þessa annars viðkvæma máls. Stefán Tryggva- og Sigríðarson, sérstakur áhugamaður um réttarríkið Ísland og framtíð sauðfjárræktar í landinu. Opið bréf – til alþingismanna, sveitarstjórna og lögfræðinga samtaka og ráðuneyta sem hafa aðkomu að skipulagi beitarmála í landinu Stefán Tryggva- og Sigríðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.