Bændablaðið - 06.07.2023, Side 40

Bændablaðið - 06.07.2023, Side 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf UTAN ÚR HEIMI Vísindi: Mölfiðrildi mögulega jafn mikilvæg og býflugur Það eru ekki aðeins býflugur sem eru lykilþáttur í frævun plantna. Komið hefur í ljós að mölfiðrildi, sem flögra um á nóttunni, hafa svipaða yfirferð og býflugur hvað þetta varðar. Vísindamenn við háskólann í Sheffield á Englandi hafa í kjölfar nýrrar rannsóknar hvatt til vitundarvakningar í verndun mölfiðrilda sem eiga, líkt og fleiri skordýrategundir, undir högg að sækja vegna áhrifa mannsins á umhverfi sitt. Frá þessu greinir á vefnum Science Daily. Rannsóknir Sheffield-háskóla leiddu í ljós að mölfiðrildi kunna að vera þolnari fyrir raski á búsvæðum sínum en býflugur og að þær gegni mjög mikilvægu hlutverki í viðhaldi plöntusamfélaga í meðal annars þéttbýli. Þær sjái um þriðjung allrar frævunar í blómplöntun, trjám og ræktun. Fleiri rannsóknir styðja þessar niðurstöður. Hugsa fyrir skordýrum í skipulagsvinnu Samkvæmt aða lhöfund i rannsóknarskýrslu um efnið, dr. Emilie Ellis hjá Rannsóknarmiðstöð vistfræðilegra breytinga við Háskólann í Helsinki, áður Sheffield- háskóla, er fjölbreytni frjókorna sem mölfiðrildi og býflugur bera með sér milli plantna að minnka sem þýði að frævunarflugurnar hafi æ færri blómtegundir að sækja frjókorn í. Skýrsluhöfundar leggja til að þegar þéttbýlissvæði eru skipulögð, eða endurskipulögð, verði innbyggt í skipulag að koma á legg þeim gróðri sem gagnist mölfiðrildum og býflugum, til að styðja viðkvæm vistkerfi. „Fólk er almennt ekki hrifið af mölfiðrildum,“ segir dr. Ellis. „Hlutverk þeirra fellur því gjarnan í skuggann af mikilvægi býflugnanna þegar rætt er um nauðsyn verndunar. Það þarf að leggja miklu meiri áherslu á þátt mölfiðrilda í heilbrigði vistkerfa, ekki síst í ljósi þess að fjöldi þeirra hefur minnkað verulega undanfarna hálfa öld. Þegar græn svæði eru skipulögð þarf að hugsa fyrir því að gróður sé hafður fjölbreyttur og aðlaðandi fyrir mölfiðrildi og býflugur, til að tryggja að bæði gróðurinn og skordýrin þrauki loftslagsbreytingarnar og fækkun einstaklinga innan tegundanna,“ segir Ellis. Meðhöfundur rannsóknar- skýrslunnar, dr. Stuart Campell við Sheffield-háskóla, segir að þrátt fyrir að flestar plöntur séu háðar frævun skordýra sé erfitt að segja hvaða skordýr nákvæmlega frjóvgi hvaða plöntur. Til dæmis séu um 250 tegundir býflugna á Bretlandseyjum sem frjóvga á daginn en um 2.500 tegundir mölfiðrilda sem sæki að mestu í blóm að næturlagi. Samspil býflugna og mölfiðrilda „DNA-raðgreining var notuð til að bera kennsl á frjókorn sem festast á næturflugum að vitja blóma,“ segir Campell í grein Science Daily. „Við áttuðum okkur á að mölfiðrildi fræva líklega ýmsar tegundir plantna, margar þeirra villtar, sem ólíklegt er að býflugur frævi – og öfugt. Það er ljóst af þessari rannsókn að frjóvgun er háð flóknu samspili skordýra og plantna, viðkvæmu fyrir m.a. þéttbýlismyndun.“ Mölfiðrildi (e. moths), sem einnig nefnast mölflugur, lágvængjur eða mölur, er hópur skordýra sem felur í sér öll skordýr Lepidoptera- ættarinnar sem ekki eru fiðrildi. Talið er að til séu meira en 160 þúsund tegundir mölfiðrilda og flest þeirra næturdýr. Mölfiðrildum og fiðrildum er oft ruglað saman vegna svipaðs útlits en flest það sem hér á landi er kallað fiðrildi er í raun og veru af ætt mölfiðrilda/mölflugna. /sá Mölfiðrildi. Ný rannsókn sýnir að frævun býflugna á vissum plöntum í dagsbirtu á sér hliðstæðu í frævun mölfiðrilda á öðrum plöntum að næturlagi. Nýja-Sjáland: Skógrækt í stað sauðfjárræktar Nýsjálenski sauðfjárstofninn minnkaði um 400 þúsund gripi á tólf mánaða tímabili. Mynd / Martin Bisof - Unsplash Nýsjálenskir bændur hverfa í auknum mæli frá sauðfjárrækt. Á sama tíma er uppgangur í skógrækt til framleiðslu kolefnis- eininga. Fjöldi sauðfjár á hvern Nýsjálending hefur ekki verið færri frá upphafi mælinga. Í meira en öld hefur sauðfjárrækt verið undirstöðuatvinnuvegur Nýja-Sjálands og helsta einkenni landsins út á við. Um allt Nýja- Sjáland eru sífellt fleiri bújarðir að hverfa undir skógrækt, sem reynist ábatasöm vegna eftirspurnar eftir kolefniseiningum. Guardian greinir frá. Nýsjálensk stjórnvöld hafa skapað umhverfi fyrir viðskipti með kolefniseiningar og geta landeigendur haft góðar tekjur af framleiðslu þeirra. Á sama tíma hefur verðið á ull fallið um helming á heimsmarkaði og sauðfjárbændur verða fyrir sífellt meiri efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Fjárfestar kaupa jarðir Ræktarland hefur hækkað þónokkuð í verði eftir uppgang kolefnismarkaða. Frá árinu 2017 hafa 175.000 hektarar af landbúnaðarlandi, sem áður var nýtt til sauðfjár- og nautgriparæktar, verið selt til aðila sem leggja stund á skógrækt. Fjörutíu prósent landsins var keypt af erlendum fjárfestum sem hyggjast græða á framleiðslu kolefniseininga. Samkvæmt tölum sem birtar voru í vor, taldi nýsjálenski sauðfjárstofninn 25,3 milljónir áa í júní 2022. Það er fækkun um 2%, eða 400 þúsund frá árinu áður – sem er meira en allt sauðfé á Íslandi. Fjöldi sauðfjár náði hámarki árið 1980, þegar 70 milljón kindur voru í landinu. Þá voru 22 kindur fyrir hvern Nýsjálending, á meðan hlutfallið í dag eru fimm kindur á hvern íbúa, en Nýsjálendingar eru 5,15 milljónir talsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra í 170 ár. Til samanburðar, þá er fleira sauðfé í Ástralíu, en þar er hlutfall kinda á hvern einstakling þrjár ær. Rúningur dýrari en ullin Nú er kostnaður við rúning meiri en verðið sem fæst fyrir ullina. Enn fremur verða bændur fyrir sífellt meiri gagnrýni vegna áhrifa búskaparins á umhverfið. Uppgangur skógræktar hefur reynst ábatasöm leið fyrir bændur til að losna úr sauðfjárrækt. Skógrækt er eitt helsta verkfæri nýsjálenskra stjórnvalda í átt að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma er meira en helmingur losunar Nýja- Sjálands frá landbúnaði – aðallega metan frá jórturdýrum. Talið er að Nýja-Sjáland geti ekki náð tilætluðu kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 án þess að ráðast í ákafa skógrækt. Skógrækin gagnrýnd Skógræktinni hefur ekki verið tekið gagnrýnilaust og hefur almenningsálit versnað á síðustu misserum. Í vor var bent á að ef Nýsjálendingar reiða sig um of á skógrækt, verði nær ómögulegt að viðhalda samdrætti í losun til langs tíma. Enn fremur skók öflugur fellibylur landið í vetur og hlaust mikið tjón af braki sem fauk frá skógræktarsvæðum. Stjórnvöld tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu taka til endurskoðunar hversu stórt hlutverk ræktun furutrjáa spilar á nýsjálenska kolefnismarkaðnum. Skógrækt hefur reynst mörgum bændum fjárhagsleg lyftistöng, en samfélagslegur kostnaður hefur verið mikill. Dreifbýlissamfélög hafa byrjað að leysast upp þar sem atvinna af skógrækt er takmörkuð, nema rétt á meðan trjánum er plantað. Verslanir, skólar og aðrir innviðir dreifðari byggða bera sig ekki, sem hefur leitt til frekari keðjuverkunar og fólksflótta úr sveitum. Umhverfissinnar hafa bent á að umhverfisávinningurinn sé umdeilanlegur þegar ræktaðir eru skógar með mónókúltúr. Geislafura, sem er helsta trjátegundin í skógrækt Nýsjálendinga, er innflutt tegund sem vex mjög hratt og getur spillt upprunalegu vistkerfi. /ÁL Bændablaðið kemur næst út 20. júlí www.bbl.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.