Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu. Er einungis verið að leitast eftir góðri votheysverkun þar sem markmiðið er að bæta gerjun með því að lækka sýrustig hratt? Eða viljum við að heyið geymist lengur eftir að rúllan eða stæðan er opnuð aftur? Eða viljum við bæta fóðurgæðin, því íblöndunarefni geta einnig aukið lystugleika fóðurs, semsagt gert gott fóður betra? Þess ber að geta að hægt er að ná góðum árangri án notkun íblöndunar- efna. Þegar sláttutími er á réttu þroskastigi grasanna og þau innihalda nægilegt magn sykurs, þegar þurr- efnisinnihald er rétt, ef lítið sem ekkert laust vatn er í heyinu og það kemst fljótt í súrefnissnauða geymslu. Þá eru góðar aðstæður fyrir hraða og árangursríka gerjun án íblöndunarefna. Hvernig á að velja íblöndunarefni? Við val á íblöndunarefnum þá er fyrsta spurningin sem við þurfum að að spyrja okkur að er hvaða þurrefnisinnihald grasslægjan sé með. Því mismunandi tegundir íblöndunarefna virka við mismunandi þurrkstig heys. Ef þurrefni er komið yfir 55% verður ekki nægileg votverkun, og áhrif íblöndunarefna takmörkuð. Jafnvel þarf að meta önnur skilyrði við heyöflunina eins og t.d. hlutfall sykurs og próteins í heyinu og hvaða áhrif það getur haft á verkun. Sem dæmi þegar smári eða aðrar belgjurtir eru í háu hlutfalli í slægjunni þá er hlutfall próteins líklega hátt miðað við sykur sem getur valdið áskorunum við votheysverkun. Íblöndunarefnin geta þó verið samsett og innihaldið hvata (ensím) ásamt mjólkursýrugerlum sem geta haft mismunandi virkni. Hægt er að flokka íblöndunarefni í lífræn efni, kemísk efni, ensím og sykurrík efni. Lífrænar bakteríur Svokölluð lífræn íblöndunarefni eru algengust hérlendis og innihalda mjólkursýrugerla sem auka hraðann á votverkunarferli fóðursins sem hjálpar til að bæta fóðurgæði votheysins. Fyrir notkun þeirra þarf að gera sér grein fyrir hvaða aðstæður eru fyrir hendi. Þurrefni þarf að vera rétt og nægilegur sykur þarf að vera til staðar í heyinu. Kosturinn við lífræn íblöndunarefni er hversu þægilegt þau eru í meðhöndlun. Til eru mismunandi tegundir af mjólkursýrubakteríum sem hafa mismunandi virkni í gerjunarferlinu. Svokallaðar eingerjandi mjólkur- sýrubakteríur sjá um byrjunargerjunina og mynda aðallega mjólkursýru úr sykrinum sem er til staðar í fóðrinu, sem lækkar sýrustigið hratt, en gerjunin fer fram án mikillar þurrefnis- eða orkutaps. Aðrar bakteríur sjá um svokallaða lokagerjun. Þær eru kallaðar fjölgerjandi mjólkursýru- bakteríur því þær breyta sykrinum ekki aðeins í mjólkursýru heldur líka í ediksýru. Ediksýra er daufari sýra og lækkar sýrustig ekki jafn mikið og mjólkursýran og það tapast smá orka við myndun ediksýru í lok gerjunarferlisins en hún hægir verulega á loftháðum skemmdum sem verða á heyinu eftir að það kemst í snertingu við súrefni aftur. Slík votheysverkun lengir tímann sem hey getur staðið opið án en þess að það byrji að spillast vegna myglu og hitamyndunar. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að gerjunarferli með fjölgerjandi bakteríum tekur 8-10 vikur að klárast. Hey sem kemst í snertingu við súrefni áður en því er lokið hefur ekki sömu hæfileika til þess að haldast óskemmt og hey sem hefur lokið votheysverkuninni. Það er líka gott að hafa í huga að til eru margir stofnar af sömu bakteríunum sem framleiða mjólkursýru og geta þessir stofnar haft breytilega eiginleika. Því að sum fyrirtæki hafa einkaleyfi á ákveðnum stofnum og önnur fyrirtæki reyna að framrækta sína stofna til þess að skapa einhverja sérstöðu í eiginleikum bakteríanna fyrir verkun á votheyi og því hafa sömu tegundir af tiltekinni bakteríu ekki endilega nákvæmlega sömu virkni. Sumar tegundir íblöndunarefna innihalda ekki mygluvörn og/eða gerjunarhemla og getur slíkt hey ekki staðið lengi opið áður en það byrjar að mygla og hitna. Það getur hentað í hey þar sem vitað er að þarf að standa opið í nokkra daga áður en það er étið upp. Hvatar (ensím) og sykurrík efni Í ýmsum íblöndunarefnum eru ensím ásamt mjólkursýrubakteríum, en þeim er bætt við til að brjóta niður frumuveggi plantna. Við það losnar sykur sem mjólkursýrubakteríurnar geta notað í verkunarferlinu. Við niðurbrot á frumuveggjum plantna eykst einnig meltanleiki fóðursins því frumstig niðurbrots á tréni er þegar hafið áður en skepnur byrja að éta og melta fóðrið. Einnig er hægt að nota sykurrík náttúruleg efni sem íblöndunarefni. Þau veita mjólkursýrubakteríunum aukna orku til þess að klára votheys- verkunina hratt og örugglega. Að auki gera sykurrík íblöndunarefni fóðrið lystugra heilt yfir. Lífrænar sýrur Kemísk efni líkt og sýrur og sölt geta verið hentug til að lækka sýrustig hratt og hamla vöxt myglu, þegar hey er tekið saman við krefjandi aðstæður. Líkt og við mjög lágt þurrkstig eða þegar mikið laust vatn er í heyi. Þau eru notuð til að hamla vöxt skaðvalda eins og myglusvepp, smjörsýrubakteríur eða listeríu. Helsti gallinn við notkun á sýrum til votheysverkunar er að þau eru mjög ertandi og nauðsynlegt að notast við helstu persónuhlífar sem verja húð, augu og einnig innöndun meðan átt er við slík efni. Að auki hraða sýrur ryðmyndun járns og geta því líka farið illa með tækjabúnað. Þegar notast er við sýrur til votheysverkunar þá er tilgangslaust að nota í leiðinni sýrandi bakteríur, því sýran kemur í veg fyrir að bakteríurnar í heyinu geti starfað við votheysgerjunina. Hægt er að nota mjólkursýru- bakteríur eða lífrænar sýrur við sýringu á korni en fjallað verður um það síðar. Að lokum Notkun á viðeigandi tækni er mikilvæg þannig að íblöndunarefni blandist vel við heyið og mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda við notkun og geymslu á þeim. Þau gera þó engin kraftaverk og því er alltaf mikilvægt að vanda til verka. Við ýmsar aðstæður getur verið erfitt að uppfylla skilyrði fyrir góða votheysverkun og þá má mæla með notkun íblöndunarefna. Hægt er að hafa samband við RML til að fá hjálp við val á íblöndunarefnum. Nálgast má upplýsingar um seljendur og verð íblöndunarefna á heimasíðu RML. Sigurður Max Jónsson og Elena Westerhoff, ráðunautar. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var fjallað um aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og ýmsar lagfæringar sem gerðar voru á Heiðrúnu um leið og það var gert. Eins og fram kom þar er Heiðrún nú sjálf- stætt skýrslu- haldskerfi sem ekki er lengur háð Fjárvís varð- andi útlit og framsetningu. Íslenski geita- stofninn er stofn sem telst enn í útrýmingarhættu þó geitum hafi fjölgað á landinu síðastliðin ár. Í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn segir meðal annars að tryggja eigi að viðunandi sé haldið utan um ætternisupplýsingar, sporna við aukinni skyldleikarækt innan stofnsins, auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins og nýta stofninn með markvissum hætti svo hann öðlist hlutverk sem framleiðslukyn. Heiðrún hefur frá 2017 haldið utan um ætterni og afdrif íslenska geitastofnsins en möguleikar á afurðaskráningu hafa verið tak- markaðir meðan kerfið var hluti af Fjárvís. Góðar ætternisupplýsingar eru auðvitað frumskilyrði fyrir því að hægt sé að vinna að þeim markmiðum sem talin eru upp í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn en með ítarlegri skráningum væri hægt að byggja upp gagnasafn sem gæfi betri mynd af stofninum varðandi ýmsa svipfarseiginleika er snúa til dæmis að útliti, skapferli eða afurðum. Nú þegar Heiðrún er orðið sjálfstætt kerfi og gagnagrunnur skapast tækifæri til þess að þróa kerfið og þar með skýrsluhald í geitfjárrækt þannig að það styðji betur við viðhald og uppbyggingu geitastofnsins og geitfjárræktar á Íslandi. Á þessum tímapunkti er því mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum geitabænda og annarra sem koma að vinnu við uppbyggingu geitastofnsins varðandi áherslur í áframhaldandi þróun á Heiðrúnu. Fyrsta skrefið í þá átt er að senda út skoðanakönnun þar sem kallað er eftir sjónarmiðum skýrsluhaldara í geitfjárrækt. Könnunin er aðgengileg í gegnum Heiðrúnu og inni í Bændatorgi og vonumst við til þess að sem flestir geitfjárræktendur taki þátt og komi þannig sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi uppbyggingu skýrsluhalds í geitfjárrækt. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnisstjóri RML RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Hvernig viljum við þróa skýrsluhald í geitfjárrækt? Mynd / Jón Eiríks Hvað er gott að hafa í huga við val á íblöndunarefnum í votheysverkun? Sigurður Max Jónsson. Elena Westerhoff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.