Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Hvatt til varfærni Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) sendu í vor bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna þar að lútandi. VÍN eru samtök vísinda- og fræðafólks, náttúruverndarfólks og fulltrúa helstu innlendra náttúruverndarsamtaka, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu VÍN. Í bréfinu, sem Sveinn Runólfsson undirritar fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að þeim sem fari með skipulagsmál sé falin mikil ábyrgð og ákvarðanir þeirra ráði miklu um hvernig vistkerfi og ásýnd landsins muni mótast til framtíðar. VÍN leggist ekki gegn skógrækt heldur telji mikilvægt að menn átti sig á að með stórfelldri skógrækt, einkum með framandi hávöxnum trjátegundum, sé verið að gerbreyta íslenskri náttúru. Þar skipti skipulagning gríðarlega miklu máli og að unnið sé af vandvirkni og með langtímasjónarmið í huga, eins og segir í bréfinu. VÍN hefur áhyggjur af stórtækum áformum um að auka skógrækt á Íslandi, sem iðulega séu settar upp sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Fyrir liggi mögulegur áhugi og vilji erlendra aðila til að hefja stórfellda skógrækt hér á landi í þeim tilgangi. Með vélvæðingu við jarðvinnslu og plöntun sé víða hægt að ná miklum afköstum í skógrækt og með henni megi byggja upp kvóta sem verði söluvara sem samsvari því kolefni sem binst við ræktun skógarins. Segir í bréfinu að ,,Fyrirtæki með neikvætt kolefnisspor virðast því geta keypt sér nokkurs konar aflátsbréf frá þeim aðilum sem hafa jákvæða stöðu í því uppgjöri.“ Markmiðin eru skýr Þröstur Eysteinsson ritaði í aðsendri grein í Bændablaðinu 22. júní sl. að „því sé stundum haldið fram að skógrækt sé skipulagslaus, jafnvel stjórnlaus, að verið sé að rækta skóg „út um allt“ og að fyrir því séu engin rök eða markmið. ... Eflaust er það einstaklingsbundið hvað vakir fyrir þeim sem leggjast gegn skógrækt. Hugsanlega gera þeir sér þó ekki grein fyrir því að þar með séu þeir að leggjast gegn mjög vel ígrundaðri, viðamikilli og afar mikilvægri stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Þröstur. Hann bendir á að stjórnvöld á alþjóðavísu, Evrópuvísu og landsvísu hafi lagt fram markmið um aukna skógrækt í þágu kolefnisbindingar sem þátt í að takast á við loftslagsvandann. „Stefnumörkunin er skýr. Það á að rækta meiri skóg. Miklu meiri skóg. Það er þó ekki gert án hugsunar eða skipulags því jafn mikilvægt er að skógurinn vaxi vel, að hann falli að umhverfinu og samfélagið sé sátt við hann til að markmiðunum verði náð. Á Íslandi er þetta gert í samræmi við nýlega setta skógræktarlöggjöf, landsáætlun sem ráðherra gaf út á liðnu hausti og ýmis lög s.s. um náttúruvernd, minjavernd og skipulag. Háskólamenntaðir sérfræðingar vinna skógræktaráætlanir og þær fara gegnum formlegt ferli hjá sveitarstjórnum. Markmiðin eru skýr og einnig stefnan og umgjörðin,“ segir Þröstur í greininni. Brynjólfur er á sömu línu og Þröstur um að halda beri áfram að rækta skóga og gróðursetja tré. Grænt land sé fagurt land. Helstu áherslur Skógræktarfélags Íslands, ásamt með sínum ríflega 60 aðildarfélögum og 7.500 félagsmönnum, séu tenging almennings við skógrækt. „Ræktun útivistarskóga í nágrenni við þéttbýli og ræktun á „Grænum treflum“ þar sem almenningur er velkominn og getur notið útvistar og skjóls,“ segir Brynjólfur og bætir við að fjölga þurfi opnum skógum víðs vegar um land þar sem sé gott aðgengi, góðir stígar, bekkir, upplýsingar og síðast en ekki síst fjölbreyttur trjágróður og skógar. Tré hátt og lágt Því hefur stundum verið slegið fram að þar sem hátt í 75% landsins séu hærra en 200 m.y.s. og vilji standi til að planta skógi í 10% lands, sé í raun lítið láglendi sem eftir standi. Þröstur segir þetta hvergi nálægt neinum raunveruleika. „Vangaveltur um 10% þekju birkiskóga plús 2% þekju gróðursettra skóga: 12% samanlagt, hafa verið lagðar fram sem möguleikar en ekki sem opinber stefna,“ segir hann. „Engum sem kann að reikna dettur í hug að hægt verði að planta í 10% landsins nema á árhundruðum eða jafnvel þúsundum. Slíkt myndi kosta um átta hundruð milljarða króna, sem er um fjórðungur landsframleiðslu Íslendinga. Þá hefur 200 metra hæðarlínan enga þýðingu fyrir skógrækt. Við förum víða upp í 400 metra með nytjaskógrækt og mun hærra með birki. Þetta eru algjörar ýkjur og ekki neinum til gagns.“ Látum Hlyn eiga síðasta orðið: „Við vitum að það sem er áþreifanlegast, öruggast, það sem náttúran hefur lengi gert, þar sem bindingin fer fram, eru tré. Mesta kolefnisbindingin, besta lausnin, best fyrir samfélagið, atvinnuskapandi og auðlindarauki sem fylgir því.“ FRÉTTASKÝRING Efst á baugi Í tillögum ársþings skógarbændadeildar BÍ í febrúar 2023 má sjá hvaða málefni brenna helst á skógarbændum: • Sameining Skógræktarinnar og Land- græðslunnar ... unnið verði markvisst að því að tryggja til framtíðar eflingu nytjaskógræktar og skjólbeltaræktunar innan nýrrar stofnunar skógræktar og landgræðslu, Land og Skógur, ef af sameiningu stofnananna verður. • Skjólbeltagerð á bújörðum ... hafnar verði viðræður við stjórnvöld um aukið fjármagn, í tengslum við búvörusamninga, til skjólbeltaræktunar til að styðja við aukna akuryrkju, grænmetisrækt og túnrækt. (Búnaðarþing 2023 samþykkti tillöguna nánast óbreytta). • Skógarplöntuframleiðsla ... í búvörusamningum verði gert ráð fyrir fjármagni til aukinnar framleiðslu skógarplantna. Framleiðsla á skógarplöntum styður við loftslagsmál, auðlindauppbyggingu og framþróun í öðrum búgreinum (túnrækt, kornrækt, grænmetisrækt). • Kolefnisbinding ... áhersla sé á að bændur geti nýtt skóga sína til kolefnisjöfnunar á eigin rekstri. (Búnaðarþing 2023 samþykkti eftirfarandi ályktun: Bændasamtök Íslands skuldbindi sig að vinna að því að draga úr losun á framleiðslueiningu í landbúnaði og auka samhliða kolefnisbindingu. Því er mikilvægt að einblínt sé á verkefni sem skili árangri fyrir atvinnugreinina. Krafist verði viðurkenningar á bindingu eldri skóga á lögbýlum sem mótvægi við losun frá landbúnaði. Að áfram verði stutt við framleiðslu og sölu á vottuðum kolefniseiningum á lögbýlum.). • Kolefni viðurkennt sem skógarafurð ... leggja áherslu á að kolefnisbinding í nytjaskógi verði viðurkennd sem skógarafurð. • Innflutningur ... lögð verði áhersla á að varúðar verði gætt við innflutning á lífrænum vörum sem geta flutt með sér plöntusjúkdóma og meindýr. • Losunarheimildir grisjunarviðar (upprunavottun) ... finna málefnum vottana og losunarheimilda á grisjunarviði viðunandi farveg svo íslenskur viður skógarbænda standist sömu kröfur og innfluttur viður. • Endurgreiðsla VSK ... leggja áherslu á að skógrækt standi jafnfætis öðrum búgreinum innan Bændasamtakanna hvað endurgreiðslu virðisauka- skatts varðar. • Stýrð sauðfjárbeit ... vinna að breytingum á reglum og venjum um stýringu sauðfjárbeitar. Þá þannig að hún samræmist landslögum, þ.m.t. eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Gerð er krafa um að hagsmunaaðilar komi að þeirri vinnu. Ekki má leggja frekari eða ríkari kröfur á landeigendur en orðið er því það mun draga úr vilja og getu landeigenda að efla og auka skógrækt. Skógrækt er lífsnauðsynleg fyrir land og þjóð.“ Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Skjólbelti og skjólskógar ættu að vera forgangsatriði, að sögn Hlyns Gauta Sigurðssonar. Mynd / Hlynur Gauti Vaxtarsprotar Helstu skógræktarverkefni í landinu um þessar mundir: • Stærsta skógræktarverkefnið er Skógrækt á lögbýlum sem um 600 jarðir um land allt taka þátt í. Gróðursettar voru 2.439.000 árið 2021 sem samsvarar tæpum 1000 ha. Öflugustu jarðirnar eru að taka 100.000 plöntur eða meira á hverju ári (ca. 40 ha). Markmiðið er fyrst og fremst að byggja upp skógarauðlind til nytja og til framtíðaratvinnuuppbyggingar í dreifbýli. • Næst mest umfangs eru samstarfsverkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem kennd eru við Bonn-áskorunina. Þar er aðalmarkmiðið að græða upp örfoka land til skógar og mest notað af birki. Stærsta svæðið er Hekluskógasvæðið en auk þess eru Hólasandur norðan Mývatns og Hafnarsandur við Þorlákshöfn samstarfsverkefni. Um 1,2 milljónir plantna voru gróðursettar árið 2021. • Í þriðja sæti eru svo verkefni í þjóðskógunum í samstarfi við ýmsa aðila, mest með það markmið að binda kolefni. Áhersla er á hraðvaxta tegundir. Í þeim verkefnum voru um 900.000 plöntur gróðursettar árið 2021. • Landgræðsluskógar á vegum Skógræktarfélags Íslands og aðrar gróðursetningar skógræktarfélaga námu rúmlega 730.000 plöntum árið 2021. Fjölbreytt markmið og margar tegundir notaðar. • Árið 2022 hófu nýir aðilar að gróðursetja á eigin vegum. Voru það mest fyrirtæki og markmiðið að binda kolefni. Þau eru ekki með í tölum frá 2021 en ætla má að samanlagt hafi hlutur þeirra árið 2022 verið hálf til ein milljón plantna. Þetta er helsti vaxtarbroddurinn núna. Heimild: Skógræktin Tölur eru fyrir árið 2021, sem er síðasta árið sem búið er að taka saman. Heimild: Skógræktarárið 2021 (án höfundar), Skógræktarritið 2022, 2. tbl., bls. 101-115. Fyrir 2022 má ætla að allar tölur um gróðursetningu aukist um ca. 15%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.