Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Um langa hríð var landbúnaðurinn helsta atvinnugrein Íslendinga, þar til sjávarútvegurinn tók yfir og varð aðalatvinnuvegur okkar. Íslenskir bændur hafa þrátt fyrir það lagt sitt af mörkum og skilað góðu verki í aldanna rás og vonir standa til að svo verði áfram, enda bera þeir ábyrgð á fæðuöryggi landsins ef í harðbakkann slær. En það er til lítils að tala um fæðuöryggi án þess að nefna heilsu og velferð dýra í sömu andrá enda eru hugtökin samofin í þjóðfélagslegri umræðu líkt og borið hefur á síðustu misseri. Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök landbúnaðar á Íslandi og sem slík taka þau afstöðu með öllum búskap og landbúnaðartengdum atvinnugreinum sem starfa í samræmi við lög. Bændur sem búfjárhaldarar bera mikla ábyrgð þegar kemur að því að tryggja heilsu og velferð dýra í samræmi við þau markmið sem koma fram í lögum um velferð dýra. Ætli bóndi að halda dýr þarf að huga að ýmsum atriðum sem snúa að velferð dýranna ásamt því að vera með viðunandi aðbúnað sem hæfir því dýri sem haldið er. Þá hefur það ekki staðið á bændum að innleiða aðbúnaðarkröfur sem er ætlað að stuðla að velferð dýra svo þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Tökum þátt í umræðunni Opin og hreinskiptin upplýsingagjöf til fagfólks, eftirlitsaðila og almennings er mikilvægur þáttur í dýravelferð. Ein mikilvægasta forsenda þess að sátt ríki í samfélaginu um að nýta dýraafurðir til matvælaframleiðslu er að velferð dýra sé tryggð af þeim sem um þau annast og að eftirlit með dýrahaldi sé virkt og gegnsætt. Það þarf hins vegar að vera sjálfsögð krafa almennings hér á landi að innfluttar dýraafurðir séu sannanlega framleiddar við sambærilegar aðstæður og gilda hér á landi. Íslenskir bændur vilja ekki gefa eftir í dýravelferð en þá hlýtur það að vera sanngjörn krafa að innflutt samkeppnisvara sé framleidd við sömu eða sambærilegar aðstæður og hér á landi með velferð dýra að leiðarljósi. Á grundvelli 2. mgr. 64. gr. búvörulaga er ráðherra heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni á framleiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra aðskotaefna umfram það sem leyft er við framleiðslu hér á landi og geta verið hættuleg heilsu manna. Ekki veit ég til þess að ráðherra landbúnaðarmála hafi beitt umræddri heimild þrátt fyrir að hún hafi verið í lögunum um allnokkra hríð. Vegferðin Á liðnu þingi var til umfjöllunar þingmannafrumvarp frá einum flokknum í stjórnarandstöðu um bann við blóðmerahaldi sem hefur verið lagt fram síðastliðin þrjú löggjafarþing, eða frá árinu 2020. Þá hefur umfjöllun um svínarækt farið mikinn síðustu misseri á völdum fjölmiðlum. Viðbrögðin frá dýraverndarsamtökum og virkum í athugasemdum sýna mikilvægi málefnisins og umræðan er af hinu góða þótt málefnið sé umdeilt. Umræðuna hefur þó skort yfirsýn og oft og tíðum verið tilfinningaþrungin. Þá hlýtur það að sæta furðu að þeir sem tala fyrir lífsstíl sem á að vera laus við neyslu á öllum dýraafurðum, þurfa ætíð að nefna bann við búfjárhaldi og kjötneyslu á sama tíma og yfirleitt í sömu setningunni. Hjá Bændasamtökunum starfa bændur í níu búgreinadeildum, hvort sem það er kjöt, fiskur, grænmeti eða framleiðsla á öðrum afurðum. Bændasamtökin munu því alltaf standa vörð um þessar greinar landbúnaðarins. En þegar stjórnvöld leggja í þá vegferð að ætla sér að banna atvinnustarfsemi byggða á undantekningartilfellum og hæpnum staðreyndagrunni er því sérstaklega mikilvægt að yfirstíga umræðuna og nálgast hana á þeim grunni sem hún raunverulega snýst um. Atvinnufrelsi og atvinnuréttindi. Því hvað sem fólki kann að finnast um viðkomandi starfsemi varðar bann við atvinnutengdri starfsemi stjórnarskrárvarin réttindi bænda sem varin eru af 75. gr. stjskr. en þar segir að bönd verði aðeins sett á atvinnustarfsemi manna með lögum enda krefjist almannahagsmunir þess. Almannahagsmunir geta hins vegar aldrei byggt á persónulegum skoðunum fólks. Bann við atvinnustarfsemi sem menn hafa þegar tekið upp og eiga fjárhagslega afkomu sína undir varða síðan hagsmuni sem teljast til eignarréttinda sem njóta verndar 72. gr. stjskr. Við getum haft skoðanir á ýmsum þáttum og greinum atvinnulífsins, verið á móti álframleiðslu, frekari virkjunum, kjötneyslu og fiskeldi – í raun hvaðeina. Við getum hins vegar ekki litið svo á að atvinnu- og eignarréttindi annarra, jafnvel fárra aðila í viðkomandi starfsgrein, séu virt að vettugi vegna þess að fólki líkar ekki starfsemin. Sé það raunin, þá tel ég að við þurfum þá fyrst að taka samtal um hvernig ný stjórnarskrá skuli hljóma. LEIÐARI Við aukna umfjöllun um uppruna- merkingar matvæla á undanförnum mánuðum virðist hafa orðið vitundar- vakning meðal neytenda. Fólk bendir á ófullnægjandi eða villandi merkingar í verslunum og hafa slík tilfelli nú ratað til Neytendastofu sem hefur tekið ákvörðun gagnvart matvælafyrirtæki vegna óheimillar notkunar á íslenska þjóðfánanum á umbúðum fyrir hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. Málefni matvælamerkinga hafa einnig ratað inn á þing þar sem ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns, en þar kemur fram að vegna takmarkaðra fjárheimilda Neytendastofu og fjölda lögbundinna verkefna hafi stofnunin ekki haft svigrúm til að fara í almenna heildarskoðun á þessum málum. Með ört stækkandi veitingamarkaði má velta fyrir sér hvernig utanumhald, yfirsýn og eftirlit er haft með áreiðanlegum upplýsingum um uppruna óforpakkaðra matvæla, sem í boði eru á veitingastöðum og í mötuneytum. Breytt neyslumynstur er að verða til þess að fleiri kjósa að grípa sér eitthvað fljótlegt. Sárafáir, ef einhverjir, veitingastaðir gefa hins vegar upp uppruna, enda er þeim ekki skylt að gera svo. Veitingamarkaðurinn er því hálfgert svarthol, þar sem neytandanum er látið í té að spyrja vilji hann vita og þarf svo að treysta því sem sagt er. Á þeim vettvangi hef ég að undanförnu spurt oft um uppruna hráefna. Sjaldan hafa starfsmenn svör á reiðum höndum og ég sem neytandi hef engar heimildir til þess að láta starfsmennina sanna svör sín ef einhver eru. Samkvæmt löggjöf fellur eftirlit með óforpökkuðum matvælum í stóreldhúsum undir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Við skoðun á úttektum á veitingastöðum er ómögulegt að sjá hvort eftirlitsmenn kanni uppruna. Samkvæmt svari frá heilbrigðiseftirliti höfuðborgarinnar hefur það eftirlit með fjölmörgum þáttum matvælalöggjafarinnar í eftirliti sínu á veitingastöðum og matvælafyrirtækjum, þ.m.t. matvælaupplýsingar og rekjanleika. Meginþungi eftirlitsins beinist að eftirliti með ofnæmis- eða óþolsvöldum því það telst vera öryggismál. Spurt er hvort viðkomandi matvælafyrirtæki hafi verklag um fullnægjandi merkingar og kannar hvort hráefni sé rétt merkt. Spurningarnar eru hins vegar almennt orðaðar og ekki flokkaðar sérstaklega eftir tegund matvælaupplýsinga. „Við skoðun á málaskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur get ég ekki séð að það hafi borist kvartanir frá neytendum um skort á upplýsingum um uppruna kjöts á veitingastöðum,“ segir í svari við fyrirspurn. Í skýrslu samráðshóps um betri merkingar matvæla frá árinu 2020 má finna tólf góðar tillögur að betri merkingum sem fela m.a. í sér tæknilausnir, búvörumerki og átaksverkefni. Ein tillagan er kölluð „finnska leiðin“. Markmiðið er að bæta skilyrði og stöðu neytenda til þess að taka meðvitaða ákvörðun tengda uppruna þeirra matvæla sem á boðstólum eru á þeim stöðum sem selja óforpökkuð matvæli. Árið 2019 tók í gildi reglugerð í Finnlandi sem skyldar staði að upplýsa viðskiptavini sína um uppruna þess ferska kjöts og hakks sem þeir hafa á boðstólum án þess að neytandi þurfi að spyrja starfsmann. Það getur verið gert á töflu sem sýnileg er þegar neytandi mætir á staðinn. Í tillögu starfshópsins er því beint til ráðherra að taka til skoðunar hvort taka eigi upp sambærilegar reglur hér á landi verði reynsla af þessari leið góð í Finnlandi. Slíkt fyrirkomulag yrði til eftirbreytni hér á landi. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Á mannamáli GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Upprunamerkingar á veitingastöðum Þessir vösku fjárflutningamenn æja og fylla á bensíntankana nálægt Hreðavatnsskála – allir úr Eyjafirðinum, nánar tiltekið Öngulsstaðahreppi, eins og hét þá. Var hreppurinn austan Eyjafjarðarár í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Öngulsstaði, en sameinaðist 1. janúar árið 1991 Hrafnagilshreppi og Saurbæjarhreppi undir nafninu Eyjafjarðarsveit. Þetta ár fóru fram stórfelldustu fjárflutningar sem átt höfðu sér stað til þessa, en skv. Morgunblaðinu þann 19. september 1952 kemur fram að um ræði flutninga líflamba frá Norður- til Suðurlands. Frá vinstri: Jón Árnason frá bænum Þverá, bræðurnir Kristján og Hreiðar Sigfússynir frá Ytra-Hóli, en við dæluna stendur Vigfús Guðmundsson, gestgjafi veitingaskálans á Hreðavatni. Uppi á bílnum glyttir í Hjörleif Tryggvason frá Ytra-Laugalandi. Er myndin tekin af Gísla Kristjánssyni, þáverandi ritstjóra búnaðarblaðsins Freys, forvera Bændablaðsins. /SP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.