Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 NYTJAR HAFSINS SeaRanger og Rescue Runner eru trúlega ein mögnuðustu björgunartæki sem í boði eru í dag. Getum boðið nýja báta á góðu verði. Leitið tilboða hjá okkur. Svansson ehf, Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður Sími 697 4900, Netfang : sala@svansson.is Svanson ehf Strandveiðar: Veiðum líklega lokið í næstu viku Þau 10.000 tonn af þorskkvóta sem matvælaráðherra úthlutaði strandveiðimönnum fyrir strandveiðitímabil ársins eru svo gott sem uppurin, nú strax í byrjun júlímánaðar. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, furðar sig á því hversu þröngt strandveiðistakkurinn var sniðinn þetta árið í ljósi þess hversu mjög þorskstofninn hafi styrkst frá síðasta ári. Lítil aukning þrátt fyrir styrkingu stofnsins „Niðurstöður Hafrannsókna- stofnunar voru á þá leið að íslenski þorskstofninn hefði styrkst um að minnsta kosti 7% frá fyrra ári, en engu að síður varð það niðurstaðan að ráðleggja 1% aukningu á þorskafla þetta fiskveiðiárið,” segir Arthur. Niðurstaðan hafi því verið vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess sem hann segir strandveiðimenn hafa reynt á eigin skinni það sem af er tímabils. „Það er fiskur úti um allt, hringinn í kringum landið. Hver einasti strandveiðimaður sem okkur er kunnugt um hefur sömu sögu að segja; það er allt vaðandi í fiski. Það er eilítið merkilegt að Haf- rannsóknastofnun taki sínar mælingar snemma vors og út- hlutun sé ákvörðuð út frá þeirra ráð- leggingum, en svo þegar menn halda til veiða þá er ekki þverfótað fyrir fiski. Það er allt teppalagt, landið hringinn um kring,“ segir hann. Mokveiði landið um kring Strandveiðitímabilið hefst að jafnaði 2. maí ár hvert. Árið 2022 lauk strandveiðitímabilinu 23. júlí en nú er staðan sú að rétt um 90% úthlutaðs strandveiðikvóta er þegar veiddur. „Strandveiðitímabilið mun því klárast eftir næstu helgi, enda potturinn svo gott sem tómur. Það er súrt í brotið fyrir karlana að hverfa frá veiðum nú strax í júlíbyrjun enda er veiðitímabilið rétt að rjúfa tveggja mánaða markið,“ segir Arthur. Í reglugerð komi fram að heimilt sé að veiða tólf veiðidaga á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst en nú sé kvótinn búinn og menn séu því einfaldlega nauðbeygðir til að hætta. „Ég leyfi mér að setja spurningarmerki við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar annars vegar og upplifun þeirra 700 sjómanna sem stunda strandveiðar við Íslandsstrendur. Hvernig má það vera að ráðherra skammti strandveiðimönnum 10.000 tonn á meðan það mokveiðist enn undan hverri einustu fjöru?“ bætir Arthur við. Heimild til aukningar strand- veiðikvóta skýr og til staðar Aðspurður um það hvort ráðherra geti aukið við strandveiðipottinn úr því sem komið er segir Arthur að sú sé vissulega raunin. „Við vonum svo sannarlega að ráðherra auki við, já. Við erum einfaldlega sannfærðir um það að það sé af miklu meira en nægu að taka, en það virðist ekki alveg fara saman hljóð og mynd í ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar annars vegar og upplifun strandveiðimanna hins vegar hvað þetta varðar. Ef þú spyrð mig þá er hreinlega ómögulegt að 700 sjómenn hringinn í kringum Ísland, sem allir hafa nákvæmlega sömu sögu að segja, hafi svona kolrangt fyrir sér hvað ástand fiskistofna varðar. Ráðherra hefur hins vegar fulla heimild til að auka við strandveiðipottinn í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin og það myndi gleðja okkur gríðarlega. Við sjáum til hvað verður í þeim efnum,“ segir hann. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hljóðaði upp á að heildarmagn þorsks yrði 211.309 tonn fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, sem er 1% aukning frá árinu í fyrra þegar ráðlagður þorskkvóti var 208.846 tonn. Eins og fyrr segir er 10.000 tonnum af því magni úthlutað til strandveiðimanna og mætti sú tala að mati Arthurs vera mun hærri. „Það hlýtur að fara að mega endurskoða þetta, því það er bara ósköp einfaldlega rangt gefið. Hér er ekki einu sinni verið að taka tillit til þess sem við vitum að viðgengst og er viðvarandi vandamál, sem er brottkast. Það er ekkert tillit til þess tekið að staðreyndin er sú að það er ákveðið hlutfall afla stóru skipanna sem iðulega hverfur aftur í hafið, á meðan strandveiðimenn hirða hvern einasta sporð. Þar að auki þrengir að strandveiðikörlum með auknum reglusetningum frá ári til árs, og ef fram heldur sem horfir verður það komið í reglugerð innan skamms hvorum megin menn mega pissa yfir borðstokkinn eftir því úr hvaða átt vindurinn blæs hverju sinni,“ segir Arthur Bogason um núverandi ástand íslenska strandveiðigeirans. „Það er fiskur úti um allt, hringinn í kringum landið. Hver einasti strandveiðimaður sem okkur er kunnugt um hefur sömu sögu að segja; það er allt vaðandi í fiski,“ segir Arthur Bogason. Mynd / Haukur Hólmsteinsson Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. Þorvaldur B. Arnarson thorvaldur@bondi.is en svo þegar menn halda til veiða þá er ekki þverfótað fyrir fiski ...“ Vilja sanngjarnara kerfi Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar. Mynd / Aðsend Formaður, varaformaður og stjórnarmaður í Strand veiði félagi Íslands funduðu með sjómönnum á Þórshöfn, Borgarfirði eystri og í Neskaup- stað um helgina. Erindi fundanna er kerfislægur vandi sem strandveiðisjómenn á Norðausturlandi og Austfjörðum glíma við. Veiðarnar verða stöðvaðar í byrjun júlí, á meðan einungis 80 prósent aflans er kominn á land. Þetta sé sama sagan og á síðustu vertíð og bitni mest á svæði C, en þar fer ekki að veiðast almennilega fyrr en í júlí og ágúst. Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn Strandveiðifélags Íslands kemur fram að mæting hafi verið góð og að ræddar hafi verið leiðir til að ráða bót á stöðu C svæðisins, sem Strandveiðifélagið kallar „bráðavanda“. Stjórnin segir ljóst að strandveiðisjómönnum sé mest í mun að strandveiðikerfið sé sanngjarnt fyrir alla landshluta. Strandveiðisjómenn um allt land eru í sama liðinu. Kjartan Sveinsson formaður, Friðjón Ingi Guðmundsson varaformaður og Álfheiður Eymarsdóttir stjórnarmaður sóttu strandveiðisjómennina heim og segjast hafa fengið dýrmætar upplýsingar af þessum fundum og skipuleggi nú næstu skref. /ÁL Humarleiðangur Hafró Hafrannsóknastofnun hélt í rannsóknarleiðangur dagana 6. til 15. júní síðastliðinn. Þar var stofnstærð humars metin út frá humarholufjölda með hjálp neðansjávarmyndavéla. Myndað var á 89 stöðum, allt vestan frá Jökuldýpi á Faxaflóa austur til Lóndýpis. Niðurstöður leiðangursins verða kynntar í haust þegar búið er að fara yfir allt myndefnið, en fyrsta yfirferð bendir til aukningar frá síðasta mati. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Togað var á 17 stöðum til að safna upplýsingum um stærðarsamsetningu og kynþroska. Á flestum stöðum veiddist lítið af humri og voru þeir almennt stórir. Þekkt er þegar veiði er dræm að einkum veiðist stór dýr. Enn fremur voru tekin háfsýni á 26 stöðum til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu. Leiðangurinn fór fram um borð í Bjarna Sæmundssyni HF 30, rannsóknar- skipi Hafrannsóknastofnunar. /ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.