Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 „Salurinn er fullur – þetta er ótrúlegt! Hvernig var hægt að ná öllum þessum bændum hingað?“ spurði Romolo Nonno á miðvikudags- kvöld í Varma- hlíð, rétt áður en upplýsingarfundurinn byrjaði í stóra salnum í menningarhúsinu Miðgarði. Romolo er frá Ítalíu og var sá sem fann T137 sem verndandi arfgerð á sínum tíma. „Á Ítalíu hefði svoleiðis fundur verið óhugsandi.“ Starfssystur og -bræður hans voru sammála – hvorki í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi né Spáni sé eins samvinna hægt og sú sem byrjaði 2021 á milli íslenskra bænda og alþjóðlegra vísindamanna. Síðan hefur margt gerst og vettvangsferðin var bæði hápunktur príonarfgerða- og næmis rannsókna og upphafspunktur frekari rannsókna, meðal annars um riðustofnagrein- ingar og umhverfissmit. Verkefnið sem heild, heitir „Classical Scrapie in Iceland – ScIce: a model for prion diseases worldwide“ og er styrkt af Evrópusambandinu með upphæð sem samsvarar 190 milljónum króna. Ísland fær ekki beinan styrk, en nýtur að sjálfsögðu góðs af niðurstöðum rannsóknanna. Langflestir úr vísindateyminu hafa unnið á sviði príonsjúkdóma í tuttugu eða jafnvel þrjátíu ár og búa því yfir þekkingu sem spannar allt tímabilið sem skiptir máli til að skilja eðli sjúkdómsins og til að finna lausnir. Það gerir hópnum kleift að vinna náið saman þrátt fyrir mismunandi sérsvið. Skilaboð þeirra voru skýr: Að verndandi arfgerðir eru lykilatriði í því að sigrast á riðunni á Íslandi og að það er ómetanlegur kostur ef um fleiri en eina arfgerð er að ræða. Á áhættusvæðum er hröð dreifing verndandi arfgerða mikilvægari en smitvörn sem hindrar flutning gripa með þessar arfgerðir. Nú þegar er augljóst að fleiri möguleikar eru í boði hér á landi en þeir sem hafa verið notaðir í öðrum löndum til þessa. Eftir að búið er að rannsaka þessa valkosti betur, verður hægt að yfirfæra þá á önnur sauðfjárkyn annars staðar í heiminum – til dæmis kyn í útrýmingarhættu sem eru ekki með verndandi arfgerðina ARR í stofninum. Upplýsingarfundirnir í Varmahlíð – brautryðjandi niðurstöður Boðið var upp á tvo fundi fyrir bændur til að fræðast um ýmis atriði í kringum riðuveiki, til að heyra eitthvað um stöðu niðurstaðna rannsóknanna og ekki síst til að spyrja spurningar og taka umræðu. Þrátt fyrir að fyrri fundurinn væri ætlaður „sérstaklega áhugasömum“, var litli salurinn troðfullur með um 50 gestum og umræður líflegar. Fyrir utan vísindamennina voru mætt Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir í sauðfjársjúkdómum, Daníel Haraldsson og Ólafur Jónsson, norðlensku héraðsdýralæknarnir, og Þórður Pálsson, dýraeftirlitsmaður frá MAST. Þau funduðu með erlendu sérfræðingunum rétt áður en hinir fundir byrjuðu. Stefanía Þorgeirsdóttir veitti á fyrri fundinum umfangsmikla innsýn í riðugreiningar og -rannsóknir á Keldum fyrr og nú. Romolo Nonno miðlaði grunnatriðum um eðli og greiningaraðferðir riðustofna og sagði frá rannsóknunum þeirra upp úr 2007 sem óvænt leiddu til þess að T137 uppgötvaðist sem verndandi í sauðfé á Ítalíu. Sótthreinsun getur ekki hindrað endursmit Þá byrjaði „stóri“ fundurinn, um 150 manns mættu í salinn og margir að auki á Zoom. Eftir inngangsorð frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra og Sigurborgu Daðadóttur kom Ben Maddison með sláandi niðurstöður um áhrif sótthreinsunar og takmarkanir hennar eftir riðuniðurskurð. Á Englandi hefur tilraunabú fyrir príonsjúkdóma starfað í meira en 20 ár sem var á sínum tíma sett á fót á búi með sérstaklega alvarlegt riðuvandamál. Þar er hægt að rannsaka sjúkdóminn undir eðlilegum aðstæðum – með úthaga, tún, ýmsar innréttingar, mismunandi uppsett fjárhús o.fl. Sérstaklega næmar VRQ/ VRQ-kindur eru notaðar til að skoða smitvirkni (svokallað „bio assay“). RAMALT-próf – sem nota sýni úr eitlakerfi í endaþarmi – leyfa riðugreiningu mjög snemma í sjúkdómsferlinu. Auk þess eru tekin yfirborðssýni með hjálp sýnatökupinna sem líkjast eyrnapinnum. Smit úr þessum sýnum er hægt að magna upp með PMCA- prófi (eins og í næmisprófunum hans Vincents, sjá næsta kafla) sem gerir vísindamönnunum kleift að mæla smit þrátt fyrir mjög lítið smitmagn. Rannsakaðar voru fjórar mismunandi hreinsunaraðferðir, meðal annars staðalaðferðin í Bretlandi þar sem háþrýstihreinsun, klórhreinsun, endurgalvanisering og málning eiga að fjarlægja allt riðusmitefni á svæðum sem kindur ná í (í allt að 1,50 m hæð). Samt smituðust eftir fáa mánuði allar tilraunakindur. Ástæðan er ryk sem finnst á svæðinu, það er alls staðar innan fjárhússins – einnig þar sem kindur ná ekki til, til dæmis á þaksperrum, hátt uppi á veggnum o.s.frv. Þetta ryk er að dreifast um húsið og viku eftir sótthreinsun er hægt að mæla smit á nýsótthreinsuðum yfirborðum. Ben undirstrikaði að hér sé um sérstakar aðstæður að ræða – mjög næm arfgerð, nýfædd lömb sem „bio assay“, mikið smit fyrir sótthreinsun – sem útskýrir af hverju ekki allar kindur á fyrrverandi riðubúum smitast strax undir venjulegum kringumstæðum. En að hans mati er augljóst að áhættan sé alltaf til staðar, að niðurskurður og sótthreinsun getur ekki komið í veg fyrir því að riða kemur upp aftur og að eingöngu ónæmar arfgerðir tryggja að ekkert endursmit á sér stað í framtíðinni. Stjarna kvöldsins – Vincent og næmisprófin Stjarna kvöldsins var því Vincent Béringue sem kynnti glænýjar niðurstöður úr næmisprófunum mismunandi arfgerða sem hann og Angélique Ige, starfssystir hans, hafa unnið við síðan í vetur: • 17 mismunandi samsetningar allra breytileika sem koma fyrir á Íslandi • er verið að prófa með samtals 10 ólíkum smitsýnum • frá 7 mismunandi bæjum á Norðurlandi, sem er upphafssvæði riðuveiki (sjá kortið). Til að fá áreiðanlegar niðurstöður, er nauðsynlegt að keyra hverja og eina arfgerð/samsetningu í gegn með hvert og eitt smitsýni í að minnsta kosti þrjú skipti. Ekki nema 12 arfgerðir hafa pláss í sömu rannsóknarplötu og til samanburðar verður alltaf að hafa með: • VRQ/VRQ og ARQ/ARQ sem þekktar næmar arfgerðir og • ARR/ARQ og ARR/ARR sem þekktar ónæmar arfgerðir. Ein „keyrsla“ inniheldur alltaf fjórar umferðir, sem líkja eftir smitferli arfgerðanna í tilraunaglasi. Eftir það eru niðurstöðurnar metnar með svo kallaðri Western Blot aðferðinni (WB). Hún gengur út á það að „melta í burtu“ heilbrigða príonpróteinið þannig að eingöngu umbreytta (sýkta) smitefnið verður eftir; hann sést þá í formi mynsturs með þremur misdökkum böndum. Því dekkri sem böndin eru, því meira er vefurinn smitaður – því næmari er viðkomandi arfgerð. Í besta falli hins vegar er WB myndin bara hvít eða mjög ljósgrá, enga umbreytingu að finna, þ.e. arfgerðin er ónæm fyrir riðusmiti. Til þessa hafa allar arfgerðir verið prófaðar a.m.k. þrisvar með eftir- fylgjandi þrjú smitsýni: • sýni 1: Vatnshóll 1999 (sýnið sjálft er með arfgerðina ARQ/VRQ) • sýni 3: Urðir 2017 (ARQ/ARQ) • sýni 4: Stóru-Akrar 2020 (ARQ/ARQ) Á FAGLEGUM NÓTUM Brautryðjandi niðurstöður: Talsvert fleiri arfgerðir veita mótstöðu gegn riðu – Leiðandi riðusérfræðingar á heimsvísu hittu norðlenska bændur Karólína Elísabetardóttir. Þegar vísindamennirnir fjórtán, meirihlutinn leiðandi riðusérfræðingar á heimsvísu, komu saman á lokafundi á föstudaginn eftir vikulanga vettvangsferð á Norðurlandi, stóð eitt upp úr: Þeir voru allir heillaðir af brennandi áhuga bænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt – og ekki síst af sterkum félagsanda bænda, nánum tengslum þeirra við hjörðina sína, ástríðuna og – í orðsins fyllstu merkingu – ódrepandi bjartsýni og seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mjög erfiða tíma. Álftagerði Urðir Stóru-Akrar Vallanes Stóra-Gröf y. Vatnshóll Neðra-Vatnshorn H ú n a - o g S k a g a h ó l f T r ö l l a s k a g a h ó l f V a t n s n e s h ó l f Akureyri Akureyri Reykjavík Farms with isolates 1 to 10, protection zones 10 km Alls voru 10 smitsýni tekin í PMCA próf. Sýnin komu frá sjö mismunandi bæjum á Norðurlandi. Vincent Béringue vakti mikla lukku þegar hann kynnti nýjar arfgerðir með mótstöðu hér á Urðum í Svarfaðardal. Hópurinn á Hólum með Gísla Gunnarssyni biskupi. Mynd / Guðbergur Davíðsson Björk frá Reykjum með T137-ARQ og dóttir undan Teit frá Sveinsstöðum með arfhreint T137.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.