Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 H. Hauksson ehf. | Ögurhvarfi  8,  203  Kópavogur | 588  1130 | hhauksson.is | hhauksson@hhauksson.is Á heimasíðunni okkar www.hhauksson.is er hægt að sjá fleiri stærðir og gerðir af vögnum sem í boði eru frá Weckman. Weckman vagnar Verð kr. 1.790.000 með vsk. 90G - Sturtuvagn Burðargeta/hlass: 9 tonn 110DG – Hardox Malarvagn Burðargeta/hlass: 11 tonn 160MG – Malarvagn Burðargeta/hlass: 16 tonn Verð kr. 3.490.000 með vsk. Verð kr. 4.670.000 með vsk. 130BT - Flatvagn Burðargeta/hlass: 13 tonn/17 heyrúllur Verð kr. 3.220.000 með vsk. 130G - Sturtuvagn Burðargeta/hlass: 13 tonn Verð kr. 2.390.000 með vsk. jókst ræktunarsvæði undir gleri um 2.300 fm. „Við tókum við gróðurhúsum sem höfðu verið í lífrænni ræktun, þar sem mold var á gólfum. Við fórum strax í að umbreyta húsunum og fjárfesta í sjálfvirkum ræktunarfæriböndum fyrir salatræktun,“ segir Pétur og í dag er umfang framleiðslunnar um 4 tonn af salati á viku. „Auðvita vorum við mjög stressaðir. Við vissum ekkert hvernig markaðurinn myndi þróast og maður hefur ekkert í hendi. Bæði hvað varðar framleiðsluna, eitthvað getur alltaf klikkað í ræktuninni og enn fremur getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis í sölumálum.“ Skemmtilegur fyrirtækjarekstur Bræðurnir nálgast framleiðsluna út frá viðskiptalegum forsendum. „Fyrir okkur snýst fyrirtækjarekstur um að breyta einni krónu í tvær og sjáum við engan mun á hvort sé verið að selja bifreið, salat eða ferðir kringum Ísland. Þetta er bara rekstur,“ segir Pétur. Þeir eru þó þeirrar skoðunar að starfið og ræktunarferlið sé afskaplega skemmtilegt. „Það er frábært að sjá pínulítið fræ verða að söluvöru og rata í hendur neytenda að ferlinu loknu. Það er gaman að sjá vöruna okkar í flottum verslunum og á veitingastöðum um allt land. Það er líka mjög skemmtilegt að takast á við framleiðsluferlana, hagræðingu í vélabúnaði og vinna með starfsfólkinu okkar. Við höfum fylgst með stórum ræktendum hérlendis sem og erlendis sem eru okkar fyrirmyndir hvað varðar framleiðsluna. En við upplifum árangur af hverju litlu skrefi sem við tökum. Með því fyrsta sem við gerðum var að fjárfesta í vél frá Danmörku sem útbýr sáningarpotta úr pappír sem áður voru úr plasti. Þetta var mjög mikilvægt skref í átt að umhverfisvænni rekstri og hagræðingu. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum minni skrefum sem við höfum tekið til að gera reksturinn arðbærari. Annað dæmi um slíkt er endurnýting á áburði. Nýlega höfum við sett upp hringrásarkerfi þar sem öllu umfram vökvunarvatni er safnað saman, það er svo hreinsað og notað aftur. Við það höfum við dregið mikið úr áburðarnotkun. Við komumst fljótt að því að rekstur á salatframleiðslu er mikill „krónurekstur” og því skiptir miklu máli að huga að hverri einustu krónu sem fer í að framleiða hverja einingu,“ segir Ágúst og bætir við að framleiðslan í dag sé um 30.000 einingar í hverri viku. Spretta til framtíðar Stefna bræðranna er að hámarka framleiðslugetu húsanna. „Verkefna listinn er ævintýralega langur. Húsin eru mörg gömul, eða frá árinu 1970 og upp úr, og því fylgir hellingur af viðhaldi,“ segir Pétur en þeir bræður standa líka í allsherjar framkvæmdum á íbúðarhúsi að Akri sem þeir hafa hug á að nýta fyrir ferðaþjónustu. „Við eigum einnig helling inni í markaðsmálunum. Við höfum meira og minna bara verið að framleiða fyrir aðra þannig að vörumerki okkar er lítið þekkt.“ Sú vinna er þó hafin og kynnum við þá til sögunnar enn aðra framleiðslu sem bræðurnir festu kaup á. „Spretta er fyrirtæki sem Stefán Karl heitinn stofnaði ásamt öðrum. Það framleiðir litlar sprettur, micro greens, sem er í prinsippinu eins og salat á frumstigi. Þær eru ræktaðar í sérútbúnum hillum undir LED lýsingu í gámum. Við keyptum framleiðsluna haustið 2021 og sáum þetta sem tækifæri til samlegðaráhrifa með salatinu, að við gætum selt þær til þeirra veitingastaða sem eru viðskiptavinir okkar. Þetta eru ótrúlega huggulegar vörur, allur matur verður fallegri með skrautsprettum auk þess sem þær eru mjög bragðgóðar.“ En í stað þess að framleiða vörur sínar undir nöfnum margra garðyrkjustöðva eru bræðurnir núna að sameina vörurnar undir vörumerkinu Spretta. Hjá fyrirtækinu starfa nú átta starfsmenn auk bræðranna, sem keyra úr bænum á hverjum degi. Þeir hafa ekki hugsað sér að flytja í Laugarás. „Það hjálpar okkur að vera í bænum, við erum þá nær aðföngum og viðskiptavinum. Við komum í vinnuna með fullan bíl af varningi í sveitina og förum heim með fullan bíl af salati. Þannig hefur þetta gengið rosalega vel,“ segja bræðurnir. Sú ákvörðun að festa kaup á garðyrkjustöð var tekin í hvatvísi og á afar stuttum tíma en hefur reynst bræðrunum ungu farsæl og una þeir sér svo vel í hlutverki garðyrkjubænda að þeir eru jafnvel komnir til að vera. „Við hugsuðum þetta ekki neitt brjálæðislega langt, kannski yrði það þriggja til fimm ára verkefni að snúa rekstrinum í gott horf, gera stöðina snyrtilega og selja hana svo aftur. En nú eru að verða komin fjögur ár og við erum gríðarlega langt frá því að vera í einhverjum söluhugleiðingum. Við vitum ekkert hvað næstu ár munu bjóða upp á annað en að framtíðin er græn.“ „Fyrir okkur snýst fyrirtækjarekstur um að breyta einni krónu í tvær og sjáum við engan mun á hvort sé verið að selja bifreið, salat eða ferðir kringum Ísland. Þetta er bara rekstur,“ segir Pétur, sem kann þó að meta starf garðyrkjubóndans og ræktunarferlið. „Það er frábært að sjá pínulítið fræ verða að söluvöru og rata í hendur neytenda að ferlinu loknu. Það er gaman að sjá vöruna okkar í flottum verslunum og á veitingastöðum um allt land. Það er líka mjög skemmtilegt að takast á við framleiðsluferlana, hagræðingu í vélabúnaði og vinna með starfsfólkinu okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.