Bændablaðið - 24.08.2023, Qupperneq 8

Bændablaðið - 24.08.2023, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÉTTIR Edda komin á sinn bás Járnkýrin Edda, listasmíð Beötu Stormo í Kristnesi, hefur nú verið flutt á framtíðarstað sinn í landi Saurbæjar. Járnskúlptúrinn var fluttur á vörubíl, sem var allnokkurt fyrir- tæki, því verkið er um þriggja metra hátt, fimm metra langt og 1,40 á breiddina. Finnur Aðalbjörnsson verktaki annaðist flutninginn sem gekk að óskum. Staðsetning Eddu er á hól skammt frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði og liggur göngustígur frá bílastæði safnsins að verkinu. Beate, sem er þekktur eldsmiður og bóndi með meiru, smíðaði kúna í hlaðinu á Kristnesi og hófst handa við verkið fyrir tveimur árum. Á hliðum kýrinnar er víravirkis- munstur og járnborðar með sögum af kúm og ljóðatextum. Þykir kýrin hin mesta listasmíð og hefur vakið mikla athygli á sköpunartíma sínum. Beate hefur látið hafa eftir sér að hún beri mikla virðingu fyrir kúm sem eigi sér langa sögu með mannfólkinu og sterkar rætur í norrænni goðafræði. Kýr séu stórbrotnar skepnur Ferðamálafélag Eyjafjarðar réð Beate til að hanna og smíða kúna sem nú rís hátt á sínum stalli sem tákn Eyjafjarðarsveitar, þess mikla mjólkurframleiðsluhéraðs. /sá Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyjafjarðarsveitar. Myndir / Skapti Hallgrímsson Beate Stormo stolt af smíðisgrip sínum. Skoðaðu úrvalið á bændaferðir.is Aðventan er tíminn þegar borgir og bæir skarta sínu fegursta. Borgirnar eru klæddar í jólabúning með fagurlega skreyttum jólamörkuðum og -ljósum, ilmur af ristuðum möndlum liggur í loftinu og jólaglöggið er aldrei langt undan. Úrvalið er fjölbreytt, áfangastaðirnir heillandi og alltaf íslenskur fararstjóri með hópnum. Njóttu aðventunnar með Bændaferðum Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík Nýverið fór Dýraverndarsam- band Íslands (DÍS) fram á tafar- laust bann við blóðtöku úr fyl- fullum hryssum. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar tilkynninga er bárust Matvæla- stofnun (MAST) varðandi dauða átta fylfullra hryssa í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar. DÍS sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis síðla júlímánaðar. Þar kemur m.a. fram að sambandinu hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra en látið sé í veðri vaka. Á hið minnsta tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist af þessum sökum og á einum bænum fjórar. Þá hafi hryssa fyrir mistök verið barkastungin af óreyndum dýralækni og skepnunni blætt út. Er tilgreint að talið sé að reynslu- leysi erlendra dýralækna sem fram- kvæmdu blóðtökur á vegum Ísteka ehf. sé um að kenna. DÍS hefur áður lagst gegn blóðmerahaldi af dýra- velferðarástæðum. Hryssudauði verði rannsakaður Ísteka vinnur sem kunnugt er hor- mónalyf fyrir búfénað úr blóði fylfullra hryssa til að auka frjósemi og til gervifrjóvgana. Hryssunum er tekið blóð frá miðjum júlí um það bil fram í októberbyrjun. DÍS lýsti áhyggjum af því að nú í sumar yrðu enn óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum úr lítt eða alls ótömdum hryssum og setji það þær í lífshættu. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndar- samband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í tilkynningu stjórnar DÍS. Afföllin sérlega lág Framkvæmdastjóri Ísteka, Arnþór Guðlaugsson, hefur látið hafa eftir sér að í fyrra hafi þrír erlendir dýralæknar unnið við blóðtöku úr fylfullum hryssum, þar af einn nýlega útskrifaður úr námi. Í sumar starfi fimm erlendir dýralæknar við blóðtökurnar sem flestir hafi reynslu af að vinna með stórgripi, þó ekki blóðtöku úr hryssum. Hvorki Ísteka né MAST hafi borist tilkynningar um hryssudauða í kjölfar blóðtöku það sem af er yfirstandandi tímabili en tilkynnt hafi verið um átta dauðar hryssur í fyrra. Þá hafi verið tekið blóð úr fjögur til fimm þúsund hryssum á 90 stöðum, líkt og verði í ár. Að jafnaði hafi afföllin áður verið fjórar til fimm hryssur. Sé miðað við aðrar afurðagefandi búgreinar séu afföll í þessari grein sérlega lág. /sá Dýravelferð: Áhyggjur af óreyndum dýralæknum Dýraverndarsamband Íslands vill tafarlaust bann við blóðtöku úr fylfullum hryssum vegna hryssudauða og á grundvelli dýravelferðar. Mynd / bbl Villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hefur blandast saman í nokkrum mæli. Hafrannsóknastofnun gaf í júlí út skýrsluna Haf- og vatnarannsóknir, Erfðablöndun villts íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Niðurstöður hennar gefa allnokkra blöndun til kynna og meðal annars greindist erfðablöndun í 32% seiða í Breiðdalsá á Austurlandi. Greind voru áhrif frá upphafs- árum núverandi eldis, meðan fram- leiðslumagn var lítið, og eldri tilrauna í sjókvíaeldi. Niðurstöður sýna að erfðablöndun hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn. Greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, ný afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1% sýna innan 18% áa. Um eða yfir 2% laxa séu fyrstu kynslóðar blendingar. Innan hættumarka segir Hafró Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiði í 26 ám, 2,2% sýna innan 29% áa. Í skýrslunni segir að „erfðablöndun við eldislax getur breytt erfðasamsetningu villtra stofna, leitt af sér breytingar í lífsögulegum þáttum og jafnvel valdið hnignun stofna. Á Íslandi er sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna vaxandi atvinnugrein. Framleiðsla á eldislaxi hefur farið úr því að vera nánast engin árið 2010 upp í 43.000 tonn árið 2022. Samkvæmt núgildandi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar (áhættumat erfðablöndunar) er talið að hægt sé að ala 106.500 tonn af frjóum laxi án þess að það valdi neikvæðum áhrifum á nytjastofna villtra laxa.“ Erfðarannsóknir voru gerðar á laxaseiðasýnum úr 89 ám um allt land, með áherslu á nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýnanna var alls 6.348. Flest sýni tilheyrðu hrygningarárgöngum 2014-2018 þegar framleiðsla á eldislaxi var um 6.900 tonn að meðaltali. Frekari rannsókna þörf Samkvæmt skýrslunni voru fyrstu kynslóðar blendingar „algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum sem er í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Erfðablöndun greindist yfirleitt í minna en 50 km fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar fundust í allt að 250 km fjarlægð. Aftur á móti var eldri erfðablöndun tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun var mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32% seiðanna.“ Segja skýrsluhöfundar þörf á frekari rannsóknum á kynslóða- skiptingu blendinga, umfangi og orsökum dreifingar eldri blöndunar. Árið 2022 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi samkvæmt skráningu alls 43.184 laxar, um 4% yfir meðalveiði 1974-2021. /sá Villtur lax: Breytt erfðasamsetning getur valdið hnignun Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Mynd / Hafró
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.