Bændablaðið - 24.08.2023, Page 20

Bændablaðið - 24.08.2023, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Örplast er almennt skilgreint mjög vítt en undir það hugtak falla allar litlar plastagnir minni en 5 mm (í öllum víddum; lengd, hæð eða breidd) svo það á við um kúlulaga agnir, þunnar flyksur og þræði. Örplastagnir eru ekki lokaafurð plastúrgangs þar sem þær halda áfram að brotna niður í nanóplast sem eru plastagnir minni en 50 µm (nanóagnir). Að sögn Sophie Jensen, verkefnastjóra á sviði lífefna hjá MATÍS, eru örplastagnir ýmist framleiddar sem örplast eða verða að örplasti við slit og sundrun (með útfjólublárri geislun frá sólinni og af vélrænum áhrifum, svo sem bylgjum) stærra plasts í umhverfinu, ásamt öðrum gerðum af örplasti eins og þeim sem losna þegar við þvoum fötin okkar. „Þar sem örplast mengar umhverfið hefur verið sýnt fram á tilvist þess í fæðukeðjunni,“ segir Sophie. „Svif í sjónum er neðst í fæðukeðjunni og það neytir örplasts þar sem agnirnar eru jafnstórar og náttúruleg bráð þeirra. Örplastagnirnar safnast fyrir í vefjum og þar sem eitt dýr étur annað getur örplast flust upp fæðukeðjuna og endað á disknum okkar,“ segir hún. Í skýrslunni Örplast í hafinu við Ísland, helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu, frá 2019, segja skýrsluhöfundar, þeir Valtýr Sigurðsson og Pétur Halldórsson, að „stærsta uppspretta örplasts í umhverfinu á Íslandi tengist bifreiðaumferð en slit á dekkjum og vegmerkingum er um 4/5 allrar örplastslosunar hérlendis. Aðrar stórar uppsprettur eru einna helst vegna málningar og affalls vegna þvotta á fatnaði úr gerviefnum ...“ Jafnframt segir í skýrslunni að „farleiðir örplasts til hafs eru ólíkar eftir uppsprettum og misflókið er að meta stærð þeirra. Sumar farleiðir fara óhindraðar í hafið líkt og frárennsli úr þvottavélum (í öllum þéttbýlum landsins sem eru við sjó). Affallsvatn frá vegum í þéttbýli á einnig að miklu leyti greiða leið í hafið en vegryk lendir líka að stórum hluta í jarðvegi og ekki er gott að segja til um hvar það endar líkt og við á um málningarflygsur frá háþrýstiþvotti húsa og fleiri uppsprettur í þéttbýli. Það örplast sem lendir í jarðvegi situr að öllum líkindum eftir í jarðveginum og berst ekki í hafið þar sem plast er ekki vatnsleysanlegt. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni gegnum skólp og ræsi.“ Fáum í okkur nanóplast alla ævi Aðspurð hvar mesta örplastið í fæðukeðjunni sé að finna segir Sophie örplastmengun ekki aðeins eiga sér stað í sjávarfangi heldur einnig í öðrum matvælum. „Rannsóknir beinast enn fyrst og fremst að mengun sjávarfangs og fisks en athygli hefur einnig beinst að matvælum úr jurtaríkinu, eins og þangi og hrísgrjónum. Jafnframt hefur mengun í ediki, salti og mjólk verið metin. Hvað varðar drykki hefur athygli einnig beinst að hvítvíni, orkudrykkjum og gosdrykkjum.“ Sophie segir að fyrir utan mengun lofts og vatns sé jarðvegsmengun önnur möguleg uppspretta örplasts í fæðukeðjunni. „Jarðvegs- örplastmengun á sér stað eftir nokkrum leiðum. Má þar nefna urðunarstaði, meðhöndlun á jarðvegi, notkun á skólpseyru til jarðvegsfrjóvgunar, vökvun með skólpvatni, notkun moltu og lífræns áburðar og slit á dekkjum.“ Samkvæmt áðurnefndri skýrslu, Örplast í hafinu við Ísland, frá 2019, var árleg losun örplasts í umhverfið á Íslandi í kringum 450-1.000 tonn og þar af áætluð losun í hafið frá um 190 tonnum. Uppsprettur örplastsins voru t.a.m. bifreiðahjólbarðar, flugvélahjólbarðar, haglaskot, leikvellir, skipamálning, gervigras, vegmerkingar, húsamálning, sigvatn, snyrtivörur og þvottur. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að ætla megi að um 300 tonn af heyrúlluplasti endi árlega annaðhvort í almennri urðun eða umhverfinu. Um það hversu hættulegt plast í fæðukeðjunni sé í raun og veru segir Sophie það ekki ljóst. „Sannleikurinn er sá að við vitum það ekki. Við vitum að plast er að valda dýralífi óbætanlegum skaða, en vísindamenn eru aðeins byrjaðir að skoða hvað það gerir heilsu manna. Menn verða fyrir langvarandi útsetningu á nanóplasti í lágum styrk, nánast allt lífið. Nanóplast er erfitt að greina miðað við örplast og rannsóknir hafa ekki kannað að fullu skaðleg heilsufarsáhrif nanóplasts. FRÉTTASKÝRING Plastmengun: Örplast í öll mál – Örplast berst upp fæðukeðjuna og við neytum þess og öndum því að okkur Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðjuna og er alls staðar, hvort sem er á legi, láði eða í lofti. Áhrif þess á heilsu manna eru nú í vaxandi mæli rannsökuð og víst að sitthvað á eftir að koma í ljós varðandi skaðsemi örplasts í lífríkinu, hvort heldur er á hinar smæstu lífverur eða manneskjur – og allt þar á milli. Örplast á yfirborði hafsins, 1950 til 2050. Örplast eru fljótandi plastefni sem eru minni en 0,5 sentímetrar í þvermál. Framtíðaruppsöfnun á heimsvísu í yfirborðshafi er sýnd í þremur sviðsmyndum um losun plasts: (1) losun til sjávar stöðvast árið 2020; (2) hún staðnæmist við losunarhlutfallið 2020; eða (3) heldur áfram að vaxa til ársins 2050 í samræmi við sögulegan framleiðsluhraða plasts. Mynd / Our World in Data Stjórnvöld um allan heim verða að skrifa undir alþjóð- legan, lagalega bindandi sáttmála, til að ákvarða hvernig við notum plast og förgum því ...“ Plast, örplast og nanóplast á sveimi í sjó. Talið er að það eigi eftir að aukast til muna grípi stjórnvöld ekki í taumana með samhæfðu regluverki. Mynd / MATÍS ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.ISINFO@UU.IS *Verð á mann m.v. 2 fullorðna. Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvalla- gjöld og skattar, gisting með morgunverði, ferðataska og handfarangur. Keflavík Agadir Agadir Keflavík 09:00 15:00 19:15 22:30FRÁBÆRIR FLUGTÍMAR TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI! GISTING MEÐ MORGUNVERÐI AGADIR, MAROKKÓ BEINT FLUG OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN verð frá 149.900 KR.* 31. OKTÓBER - 8. NÓVEMBER 8 DAGAR

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.