Bændablaðið - 24.08.2023, Side 21

Bændablaðið - 24.08.2023, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 En niðurstöður benda til þess að nanóplast geti farið yfir verndandi lífhimnur í líkamanum og þannig komist í blóðrásina, fylgju, safnast fyrir í heila og hugsanlega haft skaðleg áhrif á fólk,“ segir hún. Alvise Vianello, dósent í efnafræði við Álaborgarháskóla í Danmörku, komst fyrir nokkrum árum að því að allir plastmunirnir í vistarverum okkar fylli lungu okkar smám saman af örsmáum plastögnum. Með öndunarvélmenni sýndi hann fram á að það andaði að sér 11,3 bútum af örplasti á klukkustund. Örplastið er alls staðar, í matnum okkar, andrúmsloftinu og vatninu. Plastframleiðsla hraðvaxandi Árið 2019 var plastframleiðsla á heimsvísu um 460 milljónir tonna, samkvæmt OECD Global Plastics Outlook. Er því spáð að miðað við núverandi þróun verði heimsframleiðsla plasts komin í 1.100 milljónir tonna árið 2050. Um 85% af öllu plasti endar á urðunarstöðum eða sem óreglulegur úrgangur. Af þeim sjö milljörðum tonna af plastúrgangi sem myndast hefur á heimsvísu hingað til hafa innan við 10% verið endurunnin. Sophie segir milljónir tonna plastúrgangs tapast í umhverfinu. Jafnframt sé plastúrgangur fluttur þúsundir kílómetra til áfangastaða þar sem hann er að mestu brenndur eða urðaður. Ár og vötn flytja plastúrgang frá landi til sjávar og eiga því stóran þátt í mengun hafsins. „Talið er að um 1.000 ár séu valdar að næstum 80% af alþjóðlegri árlegri plastlosun áa í hafið, sem er á bilinu 0,8 til 2,7 milljónir tonna á ári, með litlum þéttbýlisám meðal þeirra mest mengandi,“ segir hún. Ríflega tveir milljarðar manna búa í samfélögum þar sem engin skipulögð úrgangslosun er við lýði. Margt af þessu fólki býr við ár og strandlengjur og losar sig við rusl og úrgang þangað skv. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þegar hinar ríkari þjóðir selja plastsorp sitt til millitekjulanda endar sumt af því í sjó þar sem viðtakalöndin geta heldur ekki meðhöndlað allan sinn úrgang á umhverfisvænan máta. Um það hversu mikið plast fari árlega í sjó á heimsvísu, segir Sophie að þrátt fyrir núverandi viðleitni sé áætlað að 75 til 199 milljónir tonna af plasti finnist nú í sjónum. „Ef við breytum því ekki hvernig við framleiðum, notum og förgum plasti, gæti magn plastúrgangs sem berst í vatnavistkerfi næstum þrefaldast, úr 9-14 milljónum tonna á ári árið 2016 í áætlaðar 23-37 milljónir tonna á ári árið 2040.“ Talið er að allt að 6% alls plast- úrgangs á jörðinni endi í hafi. Plastrusl í sjónum kemur að stórum hluta frá landúrgangi, eða um 80%. Eftirstöðvarnar, 20% úrgangsins, koma frá uppsprettum í hafinu, aðallega frá veiðarfærum og trollum. Veiðarfæri eru talin nema um 18% af öllum sjávarúrgangi. Um það bil 36% af öllu plasti sem er framleitt er notað í umbúðir, þar með talið einnota plastvörur fyrir matvæla- og drykkjarílát. „Sígarettustubbar – þar sem síurnar innihalda örsmáar plasttrefjar – er algengasta tegund plastúrgangs sem finnst í umhverfinu. Matarumbúðir, plastflöskur, plastflöskulok, plast- pokar, plaströr og -skeiðar eru næstalgengustu hlutirnir. Mörg okkar nota þessar vörur á hverjum degi, án þess að hugsa um hvar þær gætu endað,“ segir Sophie. Meirihluti umbúðaplasts endar með blönduðum úrgangi Nokkuð ítarlegar upplýsingar er að hafa um ráðstöfun plastumbúða á Íslandi og byggja þær á upplýsingum frá Úrvinnslusjóði, að sögn Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðings á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Litlar upplýsingar sé þó að hafa um plast annað en umbúðir. Árið 2021 voru 16.595 tonn umbúðaplasts sett á markað, þar af 797 tonn endurunnin hérlendis og 3.791 tonn erlendis. Af því sem endurunnið var erlendis voru 922 tonn brennd með orkuvinnslu. „Gera má ráð fyrir að afgangurinn, 11.085 tonn, fari í urðun eða brennslu með blönduðum úrgangi, það er að segja; séu plastumbúðir sem ekki voru flokkaðar frá,“ segir Birgitta. „Varðandi plastúrgang annan en umbúðir höfum við ekki upplýsingar um hversu mikið var sett á markað af plastvörum öðrum en umbúðum. Miðað við úrgangstölfræðina fóru um 4.174 tonn af plastúrgangi öðrum en umbúðum í endurvinnslu, 207 tonn voru urðuð hérlendis og 31 tonn var brennt án orkunýtingar.“ Hún segir að ætla megi að um 40% af öllu plasti sem sett er á markað í Evrópu séu umbúðir. Um 20% af plasti er notað innan byggingargeirans og tæplega 10% í bílaiðnaði. „Við höfum ekki upplýsingar um það hversu mikið plast fer ekki í ásættanlega ráðstöfun, sem sagt hvorki í endurnýtingu né förgun,“ segir Birgitta jafnframt. Aðgerða er þörf, stórra sem smárra „Við getum afþakkað einnota plastvörur, eins og til dæmis plaströr og plastflöskur, og tekið með okkur margnota poka, það eru frábær fyrstu skref,“ segir Sophie Jensen. „Einstaklingar og heimili geta líka valið að sneiða hjá vörum pökkuðum í plast og velja föt og vörur framleiddar úr náttúrulegum efnum.“ Það sem verði hins vegar að gerast sé að stjórnvöld og fyrirtæki þurfi undanbragðalaust að marka heildstæða stefnu. „Stjórnvöld um allan heim verða að skrifa undir alþjóðlegan, lagalega bindandi sáttmála, til að ákvarða hvernig við notum plast og förgum því. Framleiðendur gegna líka mikilvægu hlutverki hér – til dæmis með því að breyta framleiðslu- og vöruhönnunarlíkönum sínum þannig að hægt sé að endurnýta plast frekar en farga því strax,“ segir Sophie að lokum. Með réttum aðgerðum væri hægt að draga verulega úr plastúrgangi á næstu áratugum en mælinga er þörf til að sýna hvort árangur sé að nást. Betri úrgangsstjórnun, bæði staðbundið og á heimsvísu, er bráðnauðsynleg. Fróðlegt er að skoða gögn um plastmengun á veraldarvísu á vefnum ourworldindata.org, svo dæmi sé tekið. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, t.v. og Sophie Jensen, verkefnastjóri á sviði lífefna hjá MATÍS, t.h. „Eins og staðan er núna er plastframleiðsla að aukast á hverju ári og með aukinni plastmengun verður aukning á plasti í fæðukeðjunni,“ segir Sophie Jensen hjá Matís. Mynd DM Forero Með réttum aðgerðum væri hægt að draga verulega úr plastúrgangi á næstu áratugum en mælinga er þörf til að sýna hvort árangur sé að nást.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.