Bændablaðið - 24.08.2023, Qupperneq 28

Bændablaðið - 24.08.2023, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LÍF&STARF Garðyrkjubændum stendur nú þátttaka til boða í verk efninu Loftslags vænn land búnaður í fyrsta sinn. Einungis er þó rými fyrir fimm græn metisframleiðendur, fyrst um sinn. Auk garðyrkjubænda hefur verið auglýst eftir tíu búum í sauðfjárrækt og/eða nautgriparækt. Hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda Rúm þrjú ár eru síðan verkefnið var sett af stað en það er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.Verkefnið gengur í grundvallar atriðum út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Boðið er upp á heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Land- græðslunni og Skógræktinni – auk þess sem þátttökustyrkir eru í boði, styrkir til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur. Verkefnið hefst í kringum mánaðamótin september/október 2023. „Í raun verður þátttaka bænda með útiræktað grænmeti með svipuðu sniði og þeirra sem stunda búfjárrækt vegna þess hve mikil áhersla er lögð á jarðræktina í verkefninu eins og það hefur verið,“ segir Borgar Páll Bragason hjá RML. „Að sjálfsögðu verða samt breyttar áherslur hjá þátttakendum með útiræktað grænmeti samanborið við þá sem stunda búfjárrækt Aðgerðaráætlanir garðyrkjubænda munu til dæmis örugglega hafa fleiri markmið sem tengjast því að nýta landið sem best og hámarka afurðir á hverja landeiningu á meðan sauðfjár- og nautgripabændur hafa meira horft til þess að nýta hvern grip sem best. Við finnum fyrir miklum áhuga á verkefninu og ég reikna með að það haldi áfram með svipuðu sniði en við höfum ekki tryggt fjármagn því það náðist ekki að klára þau mál fyrir sumarfrí en ég reikna með að það verði klárað á næstu vikum. Að sögn Borgars eru nú 21 bú sem komu inn á forsendum sauðfjárræktar og 23 á forsendum nautgriparæktar. Mörg þessara búa séu þó með blandaðan búskap. Hann segir að það kunni einnig að verða hjá þeim sem koma inn á forsendum útiræktaðs grænmetis, að vera í blönduðum búskap. /smh Loftslagsvænn landbúnaður: Garðyrkjubændum boðin þátttaka STÁLGRINDARHÚS STÖÐLUÐ Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Í mörg horn að líta hjá garðyrkjubændum – Farið um víðan völl í samtali við Axel Sæland, formann garðyrkjubænda Málefni garðyrkjubænda eru fjölmörg og í mörg horn að líta. Axel Sæland, formaður garðyrkjubænda, fór um víðan völl í samtali við Bændablaðið um starfsemi og áherslur félagsins. Nú í lok ágúst munu formenn og framkvæmdastjórar norrænu ylræktarsambandanna heimsækja garðyrkjubændur hérlendis. „Garðyrkjubændur í ylrækt eiga í góðu samstarfi við kollega sína á Norðurlöndunum þar sem við hittumst árlega, í hverju landi fyrir sig, og í ár erum við í hlutverki gestgjafans. Helsta umræðuefni okkar verður að fræðast um hverslags samninga stjórnvöld hafa gert við greinina, hvaða ívilnanir eru í gangi og hvað er gert til að vernda innlenda framleiðslu í hverju landi fyrir sig.“ Axel segir fundina mikilvæga garðyrkjubændum til þess að miðla þekkingu manna á milli og að halda góðu samstarfi við garðyrkjubændur á Norðurlöndunum. Íslenskt grænmeti vinsæl vara Axel segir að íslenskt grænmeti sé vinsæl vara hjá landsmönnum, vörurnar seljast vel í búðum landsins og neytendur vilji íslenska vöru. „Það er meiri eftirspurn heldur en framboð eftir íslensku grænmeti hérlendis og vonir standa til að geta annað eftirspurn markaðarins í framtíðinni. Við erum nálægt því að fullnægja eftirspurn eftir ákveðnum tegundum, t.d. gúrku og rófum og að mestu leyti eftirspurn eftir salati hérlendis. Töluvert vantar þó upp á til að anna eftirspurn eftir papriku, gulrótum, tómötum og jarðarberjum.“ Talið berst að stuðningi ríkisins við garðyrkjubændur en þau málefni hafa mikið verið rædd að undanförnu nú þegar seinni endurskoðun á búvörusamningum stendur yfir. Axel telur núverandi samninga garðyrkjubænda við ríkið ekki til þess fallna að hvetja til nýliðunar í greininni né til þess að auka framleiðslu. „Það hafa fáir nýliðar komið inn í greinina á síðustu árum, sem er miður því við viljum gera betur og við viljum geta annað eftirspurn markaðarins sem er svo sannarlega til staðar. Til að fólk sjái tækifæri í því að fara út í þessa starfsemi þá þarf að vera meiri fyrirsjáanleiki í samningum við ríkið, en miðað við núverandi kerfi þá er hvatinn ekki til staðar.” Núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp Núverandi fyrirkomulag felur í sér að stuðningur ríkisins deilist jafnt á milli allra starfandi garðyrkju- bænda. Ef bætt er við framleiðsluna eða nýir aðilar taka til starfa minnkar því hlutfallslega stuðningurinn við hvern og einn, sem gerir rekstrar- skilyrði erfiðari. Það samræmist ekki þeim áherslum sem stjórnvöld hafa talað fyrir, að auka innlenda grænmetisframleiðslu um allt að fjórðung. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að fá viður- kenningu stjórnvalda á því að núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp. Garðyrkjubændur hafa óskað eftir því að stuðningurinn verði í formi fastrar prósentu eða fastrar greiðslu á hvern hektara.“ Fyrri endurskoðun búvöru- samninganna fór fram árið 2020 og þá var stuðningur aukinn um 200 milljónir. Atvinnugreinin svaraði því strax með byggingu á 13 þúsund fermetrum af gróðurhúsum og aukinni framleiðslu. Núverandi samningar gilda til ársins 2026, eftir það verður samið upp á nýtt. Kolefnisspor grænmetis reiknað Þær breytingar sem eiga sér stað í heiminum í dag með yfirvofandi loftslagsvá og aukinni áherslu á umhverfissjónarmið er enn mikilvægara að framleiðendur skoði hvað þeir geti gert til að minnka kolefnisspor sitt og hvernig hægt sé að draga úr losun CO2. Í því samhengi greinir Axel frá sameiginlegu verkefni garðyrkjubænda og Matís þar sem unnið er að því að reikna nákvæmlega út kolefnisspor ræktunar á íslensku grænmeti. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina, að ræktendur viti sitt kolefnispor. Ég hef fulla trú á því að í fram- tíðinni munu reglugerðir kveða á um slíkar merkingar grænmetis. Það sem stingur í stúf er að reglur kveða á um að ekki megi byrja að telja kolefnisspor fyrr en varan sé lent hérlendis, en við vitum að flutningur vörunnar er stór hluti kolefnissporsins – sem er talin í sínu heimalandi. Kolefnisspor erlendrar vöru telur því eingöngu frá Keflavíkurflugvelli til markaðar hérlendis.“ Axel leggur áherslu á að það verði að gera slíkt hið sama erlendis, það verði að finna út kolefnisspor grænmetis sem ræktað er erlendis, til að sjá samanburðinn. Hann greinir einnig frá því að ræktendur erlendis eru hugsi yfir því hvers vegna verið sé að framleiða svo mikið fyrir erlendan markað, því það mun koma að því að þeir þurfi að bregðast við því hversu mikið kolefnisspor þeir séu að skilja eftir sig. Umhverfisávinningur af aukinni framleiðslu innanlands Axel telur það ljóst að það gæti falið í sér mikinn umhverfisávinning af aukinni framleiðslu innanlands. Það sé hagstæðara að framleiða vöruna sem næst neytandanum og minnka þannig vöruflutninga sem skilji eftir sig stórt kolefnisspor auk þess að vinna gegn markmiðum um minni umhverfismengun. Uppskera á grænkáli. Mynd / smh Axel Sæland, formaður garðyrkju­ bænda, segir að íslenskt grænmeti sé vinsæl vara hjá landsmönnum, vörurnar seljast vel í búðum landsins og neytendur vilji íslenska vöru. Þórdís Anna Gylfadóttir thordisannag@gmail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.