Bændablaðið - 24.08.2023, Side 35

Bændablaðið - 24.08.2023, Side 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR Rafrænt stjórnarkjör 21.-28. ágúst 2023 RAFRÆNT stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fer fram á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins www.lsb.is dagana 21. – 28. ágúst n.k. og eru átta í framboði um fjögur sæti í aðalstjórn sjóðsins. Í framboði eru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Ófeigur Björnsson, Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Halldór Frímannsson, Helgi Jóhannesson, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Vigdís Häsler. Á vef sjóðsins www.lsb.is er kynning á frambjóðendunum. Allir sjóðfélagar sem hafa greitt til Lífeyrissjóðs bænda og eiga hjá honum réttindi hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjörið. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Sjóðfélögum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði kl. 9-14 virka daga á skrifstofu sjóðsins á meðan kosning stendur yfir. Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 og hefst kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rafræna stjórnarkjörsins og tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Lífeyrissjóður bænda Stórhöfða 23 | 110 Reykjavík Sími 563 1300 | lsb@lsb.is | www.lsb.is Kornið enn grænt Bessi segir að kornið hafi verið sett niður um mánaðamótin apríl/ maí en klaki og bleyta í jörðu hafi tafið fyrir niðursetningu en þó hafi náðst að setja kornið niður að stærstum hluta fyrir rigningarnar í maí. „Þroski kornsins er seinna á ferðinni en venjulega, kornið er enn grænt núna seinnihlutann í ágúst, en ætti að vera að byrja að þroskast og gulna. Fyllingin er misjöfn. Við þurfum hlýjar og góðar næstu vikur til að ná betri þroska en veðurfarið hefur ekki verið okkur hliðhollt hingað til. Útlitið er því ekki bjart, þó svo að kornið hafi ekki frosið til skaða, þá er ekki mikill þroski né fylling.“ Bessi, sem er með umfangsmikla nautgriparækt, getur samt sem áður nýtt hluta af korninu sem viðhaldsfóður. „Ég mun slá og rúlla hluta af korninu, það sem styst er komið í þroska, og nýta það sem viðhaldsfóður fyrir holdakýr. Það er það eina sem hægt er að gera í stöðunni, það verður mjög létt og lélegt fóður, meira trénisfóður, en hægt er að blanda því saman við annað fóður. Ég mun reyna að bíða með að þreskja skárri hlutann af korninu og freista þess að það nái þroska og fyllingu. Þetta verður tvísýnt, því nú er einungis tæpur mánuður í þreskingu.“ Skapa þarf betri umgjörð fyrir greinina Kornrækt á Íslandi er ekki áhættulaus, frekar en í öðrum löndum en hér er allra veðra von, og hafa kornbændur talað fyrir því að koma á fót tryggingakerfi. „Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja að auka og efla kornrækt á Íslandi. Það væri því rökrétt samhliða aukningu í kornrækt að koma á fót einhvers konar tryggingakerfi fyrir kornbændur, hvort sem menn kaupi tryggingar sjálfir eða settur verði á fót samtryggingarsjóður. Ef auka á kornrækt á Íslandi, þar sem skilyrðin eru tæp veðurfarslega séð, þá er það ekki mjög hvetjandi fyrir bændur að auka enn meir kornrækt ef við stöndum svo einir uppi með tjónið þegar illa fer.“ Enn frekari rannsóknir Bessi telur það mikilvægt að stjórnvöld standi einnig að frekari rannsóknum og kynbótum á korni, að það verði þróuð yrki sem standist enn betur íslenskt veðurfar. „Það hefur náðst góður árangur í kornkynbótum undanfarin ár og það er mikilvægt að halda því áfram svo við stöðnum ekki. Það er einnig nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði og umgjörð fyrir greinina, það myndi tryggja kornrækt hérlendis til framtíðar,“ segir Bessi að lokum. Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði, segir þroska kornsins vera seinna á ferðinni en venjulega og nú vanti hlýja og sólríka daga til að ná upp þroska. Mymd / Aðsend

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.