Bændablaðið - 24.08.2023, Síða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023
Í landbúnaðarstefnunni eru tíu
meginviðfangsefni í 32 liðum sem
samþykkt eru af Alþingi til að ná
fram framtíðarsýninni. Sem dæmi
um þessi viðfangsefni má nefna
eftirfarandi atriði:
• Skilgreindar lágmarksbirgðir
matvæla verði í landinu á
hverjum tíma, sem og aðföng til
framleiðslunnar.
• Við töku ákvarðana um
landnotkun verði fæðuöryggi
þjóðarinnar haft að leiðarljósi.
• Styrktar verði stoðir fjár-
hagslegrar afkomu framleiðenda
sem einnar af undirstöðum
fæðuöryggis.
Áherslur Bændasamtakanna
Áherslur BÍ í viðræðum við
stjórnvöld snúa fyrst og fremst að
beinum stuðningi við bændur.
Einnig hefur verið lögð áhersla
á atriði sem tengjast tollvernd
og almennu starfsumhverfi
landbúnaðar.
Yfirlit yfir helstu aðgerðir má sjá
á töflu hér til hliðar.
Áherslur búgreinanna
Nautgriparæktin, sauðfjárræktin
og garðyrkjan eru með sérstaka
samninga um sinn stuðning.
Áherslur þessara búgreina
hafa verið á aukið fjármagn inn í
búvörusamninga í ljósi þeirra miklu
aðfangahækkana sem orðið hafa
síðustu misseri.
Það er mat BÍ að full þörf sé á
sambærilegum aðgerðum á þessu
ári eins og ráðist var í árið 2022
með sértækum stuðningi við
landbúnaðinn (sprettsgreiðslur).
Einnig liggur fyrir krafa um að
endurskoða verðlagsgrundvöll hjá
kúabændum og sauðfjárbændum.
Ein af megináherslum garð-
yrkjunnar snýr að því að hætta að
binda beingreiðslur C (niðurgreiðsla
á rafmagni) við pott heldur festa
fjármagn til endurgreiðslu við 95%.
Aðrar búgreinar hafa aðkomu
að endurskoðun búvörusamninga
í gegnum rammasamning auk þess
sem hver og ein búgrein hefur lagt
fram áhersluatriði sem lögð hafa
verið til grundvallar í samtali við
stjórnvöld.
Í raun má segja að megináherslur
allra búgreina snúist að því að horfa
til afkomu þeirra.
Aðgerðaáætlun til 5 ára á
grundvelli landbúnaðarstefnunnar
Bændasamtökin hafa kallað eftir
því við matvælaráðuneytið að fimm
ára aðgerðaáætlun á grundvelli
landbúnaðarstefnunnar líti dagsins
ljós. Slík aðgerðaáætlun þarf að vera
með sama sniði og byggðaáætlun þar
sem eru skýr markmið, aðgerðir sem
eru að fullu fjármagnaðar í fjárlögum
og ábyrgð verkefna skýrt skilgreind.
A Wendel ehf.
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík,
S:551 5464 - wendel@wendel.is
www.wendel.is
Hilltip Icestriker 900–1600L
Salt og sanddreifari í tveim
stærðum fyrir stóra pallbíla og
minni vörubíla. Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 380–550L
Salt og sanddreifarari í tveim
stærðum, fyrir minni pallbíla.
Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 600 TR
Rafdrifinn kastdreifari
fyrir dráttarvélar m/öflugum
efnisskömmtunarbúnaði.
Hilltip Snowstriker VP
Fjölplógur fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanlegur í
185–240 cm breidd.
Hilltip Snowstriker SP
Snjótönn fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanleg í
165–240 cm breidd.
Hilltip Fjölplógur MVP
Fjölplógur fyrir ameríska
pallbíla t.d. RAM 3500,
GMC 3500 og FORD 350.
Ein af megináherslum garðyrkjunnar snýr að því að hætta að binda beingreiðslur C (niðurgreiðsla á rafmagni) við
pott heldur festa fjármagn til endurgreiðslu við 95%.
Auglýst eftir umsóknum
um jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Opið er fyrir rafrænar umsóknir í Afurð (www.
afurd.is) fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur
fyrir árið 2023.
Jarðræktarstyrkir
Styrkhæf ræktun er ræktun grass, korntegunda
til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta,
þar með talin ræktun jurta til framleiðslu á líf-
dísil, enda sé hratið nýtt til fóðurs. Einnig ræktun
grænfóðurs til beitar og uppskeru á ræktunarári.
Beit búpenings telst ígildi uppskeru og því styrk-
hæf, einnig nýting kornhálms og annarra jurta
til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis.
Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar
og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári.
Þau sem stofnuðu umsókn í júní sl. vegna fyrir-
framgreiðslu vegna kornræktar geta nú farið inn
Stjórnarráð Íslands
Matvælaráðuneytið
í umsóknina í Afurð og lokið skráningu hennar
í samræmi við framkvæmdir á yfirstandandi ári.
Fyrirframgreiðsla styrks dregst frá þeirri upphæð
sem greidd verður í desember nk.
Landgreiðslur
Skilyrði fyrir landgreiðslum er uppskera til fóður-
öflunar á ræktuðu landi sem umsækjanda er
heimilt að nýta. Ef einungis hluti þess lands sem
sótt er um styrk út á gefur uppskeru, skal skrá
sérstaklega fjölda þeirra hektara.
→ Umsóknir berist á afurd.is
Bændasamtökin telja þær
kröfur sem gerðar hafa verið
við samningaborðið aðeins
endurspegla þær skyldur
sem ríkisvaldið hefur þegar
tekist á hendur með búvöru-
lögum, markmiðum búvöru-
samninga og samþykktrar
landbúnaðarstefnu.
Ljóst má vera að núverandi
staða þar sem til að mynda
framleiðsla hefur heldur
dregist saman, nýliðun er erfið
og álögur eru sífellt auknar
er ekki gott veganesti til að
ná markmiðum landbúnaðar-
stefnunnar árið 2040.
Því er aðgerða þörf strax á
haustþingi og þar verða
samningsaðilar bænda sem
eru matvælaráðuneytið og
fjármálaráðuneytið að tala
fyrir aðgerðum í samræmi
við það sem samþykkt hefur
verið á Alþingi.
Efndir fylgi orðum
Það er mat BÍ að full þörf sé á
sambærilegum aðgerðum á þessu
ári eins og ráðist var í árið 2022 með
sértækum stuðningi við landbúnaðinn
(sprettsgreiðslur).“