Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 2

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR fyrir lífið í landinu Íslenskt kjarnfóður í öll mál Kjarnfóðrið frá Líflandi er íslensk framleiðsla Úrvals hráefni og aðföng Framleiðsla samkvæmt ströngum gæðakröfum Tæknivædd og nútímaleg fóðurverksmiðja Allar nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum Líflands í síma 540 1100 eða á fodur@lifland.is Jólahangikjötið rýkur út – Eftirspurnin knýr hraðan vöxt Grímsstaðakets G rí m sst að ak et selur m est af lam b ak j ö t i en J ó h anna Sj ö fn G uð m und sd ó t t ir, sem h é r sé st v ið k j ö t sö gun, segir v era v ax and i m ark að fyrir æ rk j ö t og sauð ak j ö t , eð a k j ö t af v et urgö m lu. E innig folald ak j ö t og h rossak j ö t . Mynd / Aðsend M iklar annir eru nú hj á G rímsstaðaketi og hangikj ötslæ rin fj úka út gegnum B eint frá bý li. E igendurna grunaði ekki hversu hröð up p byggingin æ tti eftir að verða þ egar þ au hófust handa. Á G rímsstöðum í Reykholtsdal er rekið fjár- og hrossabú. Vetrarfóðraðar ær eru þar 3 50 talsins og hrossin 90. Árið 2020 settu G rímsstaðabændur, hjónin Jóhanna Sjöfn G uðmundsdóttir og Hörður G uðmundsson, á fót kjötvinnslu. „Á þeim tíma sem við opnuðum kjötvinnsluna vorum við nær eingöngu að vinna okkar kjöt og lítið fyrir aðra,“ segir Jóhanna. „Þegar við byrjuðum á kjötvinnslunni var komið í umræðuna að leyfa svokölluð heimasláturhús og það var alltaf planið að hoppa á þann vagn þegar það yrði leyft. Okkur grunaði þó aldrei að það yrði strax á öðru starfsárinu okkar! Við ákváðum að það væri ekki eftir neinu að bíða og fórum strax að stækka húsið þar sem kjötvinnslan er, til að koma fyrir sláturhúsi. Slátruðum fyrstu lömbunum þar í október 2021.“ E ftirspu rn eftir fol alda- og h ros sakj öti ey ks t Hún segir þau síðan hafa slátrað öllum þeim lömbum sem þau selja gegnum Beint frá býli þar heima. „Löggiltu eldhúsi var svo bætt við haustið 2022, eftir að matarsmiðju, sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi ( SSV) stóðu að og var með starfsemi í Borgarnesi, var lokað,“ heldur Jóhanna áfram. „Þá bauðst mér að fá tækin frá þeim. Við gerðum samning við SSV um tækin og geta nú framleiðendur leigt af mér aðstöðuna fyrir sína framleiðslu.“ Þau vinna mest með lambakjöt en Jóhanna segir jafnframt vera aukinn markað fyrir ærkjöt og sauðakjöt, eða kjöt af veturgömlu. Eins sé vax andi markaður með folaldakjöt og hrossakjöt. Lauslega reiknað sé framleiðslan hjá þeim 50% lambakjöt, 3 0% ærkjöt og 20% folalda- og hrossakjöt. „Við höfum vax ið á hverju ári,“ segir Jóhanna. „Í ár slátruðum við 250 lömbum og 90 fullorðnu hér, og frystirinn er að tæmast. Það er því ljóst að ef við ætlum að geta verið með lamba- og ærkjöt í sölu allt árið þá þurfum við að stækka aðstöðuna hjá okkur enn meira til að geta vax ið frekar.“ U m það hvort G rímsstaðaket sé farið að framleiða eitthvað í löggilta eldhúsinu segir Jóhanna það ekki hafa verið mikið til þessa. „Ég sé fram á að geta nýtt þá aðstöðu frekar í vetur. Það stendur til að fara í framleiðslu á þurrkuðu ær- og hrossakjöti, og fyrir það hef ég fengið styrk frá SSV til að geta staðið vel að þróun á þeirri vöru. Einnig ætlum við að framleiða kæfu, kjötfars og bjúgu,“ segir hún. O f fáir dag ar o g stuttir Þau eru innan vébanda Beint frá býli. „Við seljum allt okkar kjöt sjálf, mest fer í gegnum Fac ebook- síðu G rímsstaðakets og svo hefur fólk líka samband sem hefur séð okkur á síðu Beint frá býli. Margir koma til okkar og sækja sínar vörur en við erum líka að fara með til fólks sjálf og mest í Reykjavík og á Akranes. Þetta gengur ljómandi vel og virkilega gaman að hitta þá sem eru að kaupa af okkur vörur.“ Hún segir kostinn við þessa aðferðafræði tvímælalaust þann að vera í beinum samskiptum við viðskiptavininn. „G allinn er hins vegar sá að dagarnir eru bara ekki nógu langir á haustin og haustið sjálft líður allt of fljótt! Það er mikið að gera þessar vikur sem slátrun, vinnsla og afhending fer fram.“ Þau hjónin eru einu föstu starfsmenn G rímsstaðakets. „En þegar við erum að slátra erum við sex meðan á því stendur og við vinnslu og úrbeiningu oftast þrjú,“ segir Jóhanna. A ð h rök k v a eða stök k v a „Þetta hefur allt gengið mjög vel, og eiginlega miklu betur en við þorðum að vona,“ heldur Jóhanna áfram. „Samt sem áður er reksturinn okkar orðinn það stór að við erum farin að velta fyrir okkur að stækka sláturleyfið okkar í næsta flokk,“ segir hún. Það sé til að geta slátrað fleira fé á dag því að í reglugerð fyrir örsláturhús sé eingöngu leyft að slátra 3 0 gripum hvern dag. „Með því að verða stærri eigum við möguleika á því að taka að okkur slátrun fyrir aðra hér á svæðinu og auka rekstrartekjur fyrirtækisins með því. Eins og staðan er nú höfum við ekki tíma til þess, vegna takmarkana sem eru á fjölda, en líka vegna plássleysis á kæli þar sem við látum allt kjöt hanga í fimm daga áður en við setjum í frost,“ bætir hún við. „Því að stækka fylgja líka aukin útgjöld varðandi leyfi og þjónustu dýralækna, og núna eru úrgangsmál sveitarfélaganna í skoðun svo það er ekki víst að það verði rekstrargrundvöllur fyrir stækkun,“ segir Jóhanna. /s á Nú um áramót breytist verðskrá auglýsinga og áskrift- ar hjá Bændablaðinu. Upplagi Bændablaðsins er dreift um allt land og geta lesendur því nálgast eintak af blaðinu frítt. Dreifingarstaði blaðsins má nálgast á vefnum okkar, bbl.is. Til þess að tryggja sér eintak af blaðinu mælum við með að gerast áskrifandi. Áskrifendur fá þá eintak af blaðinu sent heim að dyrum gegnum þjónustuaðila. Hægt er að gerast áskrif- andi gegnum vefsíðuna bbl.is eða með því að hringja til okkar í s. 563-0300. Árgjald áskriftar árið 2024 verður 17.500 kr. en 13.900 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. Þeim sem þykir ekki verra að lesa blöð á vefnum er bent á að PDF áskrift Bændablaðsins er gjaldfrjáls, en hægt er að skrá sig í áskrift á forsíðu Bændablaðsvefsins, bbl.is. Áskrifendur fá þá póst um leið og blaðið kemur út. Verðskrá auglýsinga 2024 • Smáauglýsingar m. mynd: grunnverð 6.500 kr. m/vsk. • Smáauglýsingar án myndar: grunnverð 2.800 kr. m/vsk. • Smáauglýsingar á netinu: grunnverð 1.300 kr. m/vsk. • Dálksentímetri, almennar auglýsingar: 1.908 kr. án vsk. • Dálksentímetri, síða 3 og baksíða: 2.150 kr. án vsk. • Dálksentímetri, síða 2, 4 og 5: 2.000 kr. án vsk. • Vefauglýsing í 2 vikur efsta svæði: 75.000 kr. án vsk. • Uppsetning auglýsinga kr. 7.500 kr. pr. hálftíma. Fyrsta Bændablað ársins 2024 kemur út 11. janúar en út- gáfudaga ársins má nálgast hér í blaðinu á næstöftustu síðu. Mælt er með að kippa síðunni úr blaðinu og hafa á áberandi stað. /ghp Breytingar á verðskrá Bændablaðsins Útiræktun grænmetis: Ágæt uppskera þrátt fyrir kalt vor óð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust þrátt fyrir er ðar að st æ ð ur í v or. Mynd / B b l S amkvæ mt up p skerutölum úr útiræ ktun græ nmetis, sem bæ ndur hafa sj álfir skráð, er heildarup p skeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár. T alsvert meiri uppskera var af blómkáli og spergilkáli en á síðasta ári, en svipuð í kartöflum, gulrótum og gulrófum. Minna er af kínakáli, hvítkáli og rauðkáli miðað við síðasta ár. „Í heild mega bændur vera nokkuð ánægðir með uppskeruna þar sem vorið var blautt og kalt og fræ og plöntur fóru seint niður og vöx tur hægur til að byrja með,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. U ppskeran kom því seinna á markað en í meðalári, að sögn Helga. „En gott haust gerði það að verkum að heildaruppskera varð ágæt í mörgum tilvikum. T ölur um hektara í ræktun liggja ekki fyrir og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um ástæður þessara breytinga milli ára,“ segir Helgi. / s m h Tegund 2020 2021 2022 2023 Kartöflur 7.379 6.355 7.180 7.290 Gulrófur 950 559 630 638 Gulrætur 659 754 980 1.030 Blómkál 90 105 89 120 Hvítkál 214 207 235 140 Kínakál 105 54 87 57 Spergilkál 90 93 85 104 Rauðkál 175 172 64 30 Samtals 9.662 8.299 9.350 9.409 U p p sk erut ö lur ú r ú t iræ k t un græ nm et is sam k v æ m t sk rá ningu b æ nd a. M agn er í t onnum eft ir t egund um . H elgi J ó h annesson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.