Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 F yrir tveimur árum náðist stór áfangi í hags- munabaráttu bæ nda þ egar B æ ndasamtökin urðu sameinuð. Búgreinafélög hinna fjölbreyttu greina landbúnaðarins urðu þá formlega hluti samtakanna. Eins og gengur og gerist þarf að yfirstíga ýmsar hindranir í svo stórri aðgerð. En árið 2023 hefur verið árið þar sem sameiningin hefur óumdeilanlega skilað árangri. Og ekki hefur veitt af þegar sótt er að atvinnugreininni úr öllum áttum. Ef það eru ekki aðfanga- eða vax tahækkanir þá er það krafa um meiri innflutning, kröfur frá EES, meiri kröfur með blýhúðun og inn á milli pólitískar ákvarðanir. Fyrir samtökin og hagsmunagæslu landbúnaðarins hefur það verið lykilatriði að hafa gott fólk í brúnni, á skrifstofu samtakanna sem er reiðubúið að berjast fyrir heildarhagsmunum landbúnaðarins. Íslensk matvælaframleiðsla og íslenskur landbúnaður eru í fremstu röð, hvort heldur er um að ræða kjöt, fisk, mjólkurafurðir, grænmeti, nú eða jólatré! Hér á landi er nægt jarðnæði og mikið af hreinu vatni, þess vegna viljum við nýta landið undir framleiðslu sem við sem þjóð getum verið stolt af. Þó veður séu válynd hérna heima þá hafa bændur aðlagað sig að þeim aðstæðum. Kaldara loftslag hefur líka sína kosti þó það takmarki líka möguleikana. Við getum þó öll verið sammála um að það sé skynsamlegt að framleiða matvæli á Íslandi, þó ekki væri nema vegna sjónarmiða um sjálfsaflahlutfall þjóðarinnar í fæðuframleiðslu – fæðuöryggi þjóðarinnar. Framleiðsluvirði íslenskra landbúnaðarafurða er líka verulegt, eða um 90 milljarðar, og atvinnugreinin skapar yfir 10.000 störf, það munar um minna. Einn besti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til í hagsmunagæslu bænda og með sameiningu Bændasamtakanna er að þessa dagana er reynt að reka fleyg í þá samstöðu sem hefur skapast meðal okkar. Nú síðast með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á grunni vinnu ráðuneytisstjórahópsins. Þar hefði stjórnvöldum farnast betur á því að ráðfæra sig við Bændasamtökin til að útfærslan og aðgerðirnar væru í samræmi við þá alvarlegu stöðu sem er í landbúnaði, og greiningar samtakanna og hópsins hafa leitt í ljós. Afkomuvandi bænda hefur nú verið viðurkenndur og á honum bera stjórnvöld ábyrgð lögum samkvæmt. Fyrst aðeins hluti vandans verður leiðréttur með aðgerðum ráðuneytisstjórahópsins, þá verður að leysa afganginn eftir öðrum leiðum. Endurskoðun búvörusamninga er opin og ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld komi þar með ásættanlegar lausnir að borðinu. Við sem höfum verið valin til að leiða hagsmunabaráttu bænda erum boðin og búin að finna lausnir með stjórnvöldum, svo lengi sem við heyrum ekki í öðru hverju orði að ekkert sé hægt að gera. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á dögunum sýna nefnilega og sanna að ýmislegt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við sem störfum við íslenskan landbúnað getum verið stolt, þrátt fyrir að verkefnið sé á stundum vanþakklátt og verkin erfið. Okkur hefur á þessu ári tekist að skapa öflugan meðbyr með atvinnugreininni því við erum samstíga og samheldin í hagsmunabaráttu okkar fyrir lífi okkar og atvinnu. Kæru bændur og búalið, um leið og ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar vil ég halda þeirri einörðu skoðun minni á lofti að það er samstaðan sem mun skila okkur í endamarkið. Með samstöðu höfum við fengið fyrir sjónarmið bænda og náð fram hluta þeirrar leiðréttingar sem þörf er á, og saman munum við ná fram leiðréttingu á kjörum bænda. Á fram íslenski r bæ ndur. LEIÐARI Peð Bóndi er ekkert borðleggjandi hugtak. Samkvæmt Í s l e n s k u n ú t í m a m á l s o r ð a b ó k Árnastofnunar er bóndi sá eða sú sem rekur bú í sveit og er með búfénað eða stundar ræktun. Bóndi er sá sem hefur atvinnu af landbúnaði eða fiskeldi samkvæmt vefuppflettiritinu W i k i pe d i a . Í L ö gf r æ ð i o r ð a s a f n i n u er skilgreiningin einfaldlega: „Sá sem býr á jörð.“ C hatG P T sagði mér að „í mörgum samfélögum er bóndi líka hluti af menningararfi og hefur verið grundvöllur landbúnaðar og búskapar um aldirnar.“ Í s l e n s k a o r ð s i f j a b ó k i n skilgreinir bónda sem mann sem rekur búskap, sem húsbónda eða – sem peð í skák. Í Þýskalandi og Danmörku er reyndar það orð sem merki bóndi notað yfir peðið, þennan lítilfjörlega taflmann sem þó getur reynst bjargvættur á skákborðinu. Bændur stunda landbúnað og hér á landi eru starfandi um 3 .000 bændur. Landbúnaður er ein af mikilvægustu atvinnuvegum landsins samkvæmt stjórnvöldum en undir hann falla alifuglarækt og eggjaframleiðsla, garðyrkja og geitfjárrækt, hrossarækt, landeldi, jarðrækt, loðdýrarækt, nautgriparækt, sauðfjárrækt, skógarframleiðsla, svínarækt og æðarrækt. T il að styðja við atvinnugreinina teflir ríkisstjórnin fram tveimur stjórntækjum; opinberum stuðningsgreiðslum og tollvernd. Hlutfall stuðnings milli búgreina er hins vegar misskipt; á meðan tilteknar búgreinar treysta á greiðslur úr búvörusamningum þurfa aðrar að reiða sig á tollvernd. Báðar leiðirnar virðast ekki tryggja bændum viðeigandi starfsskilyrði eins og staðan er í dag og því hriktir í stoðum fæðuöryggis landsins. Fyrir helgi var tilkynnt um stuðningsgreiðslur til bænda sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna efnahagsástandsins. Stuðningurinn nær til 982 bænda og verður meirihluta fjármagnsins úthlutað til nautgripa- og sauðfjárbænda. Í skýrslu starfshóps ráðuneytisstjóra kemur fram að tillögurnar séu í „ágætu samræmi við aðgerðir í nálægum ríkjum“. Mun þá einna helst hafa verið litið til Noregs í því samhengi og aðgerðirnar bornar saman við þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi. U mfang landbúnaðarframleiðslu í Noregi er umtalsvert meira en á Íslandi en Norðmenn, þvert á pólitískar línur, styðja sína landbúnaðarframleiðslu; í orði, verki og með fjármagni. T illögunum er ætlað að styðja við fjölskyldubú. Eru fjölskyldubú eingöngu í tilteknum búgreinum? Hér í blaðinu má finna gagnrýni frá fulltrúum búgreina sem stunda ekki nautgripa- eða sauðfjárrækt sem lýsa miklum vonbrigðum yfir því að stjórnvöld velji ekki að styðja við fjárhagsvanda allra bænda sem standa í ströngu. Þar spyr bóndi: Er ég ekki bóndi? U mræður um landbúnað árið 2023 hafa meðal annars snúist um hvernig landbúnaðurinn er mát í þeirri stöðu sem hann er í gagnvart því kerfi sem honum er ætlað að spila innan. Kerfið virkar ekki sem skyldi þegar endurtekið neyðarviðbragð þarf til að bjarga lífsviðurværi fólks fyrir horn um stund. Engum er hollt að tefla djarft þegar velferð og fæðuöryggi er í húfi. Skilvirk matvælaframleiðsla þarf að byggja á fyrirsjáanleika og öryggi til langs tíma. Bændur búa ekki við það rekstraröryggi sem eðlilegt væri í atvinnugrein sem ætlað er að stuðla að fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggi með framleiðslu á heilnæmum mat. Því er ekki að undra að heildarendurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði virðist yfirvofandi. Enda voru 200 milljónir kr. af þeirri fjárveitingu sem tilkynnt var fyrir helgi meðal annars eyrnamerkt slíkri vinnu. Þá vinnur Landbúnaðarháskóli Íslands nú að skýrslu um styrkjaumhverfi landbúnaðar á Íslandi þar sem lögð er áhersla á samanburð við styrkjaumhverfi annarra landa sem og árangursmælikvarða. Því eru afskaplega áhugaverðir tímar fram undan á næsta ári, svo ekki sé meira sagt. G uðrú n H ulda P álsdóttir r i t s t j ó r i . Samstaðan mun halda R it st j ó rn Bæ nd ab lað sins ó sk ar lesend um gleð i og gæ fu um h á t í ð irnar og þ ak k ar á næ gj uleg sam sk ip t i á á rinu. Bæ nd ab lað ið h efur st að ið fyrir ú t gá fu á 2 3 t ö lub lö ð um á lí ð and i á ri og sam ant ek inn sí ð ufj ö ld i t elur 1 .6 4 0 . Á d ö gunum b rá rit st j ó rnin und ir sig b et ri fæ t inum og fó r í j ó lab í lt ú r á sk í nand i fí num L and rov er, á rgerð 1 9 8 1 . F rá v inst ri: Sigrú n P é t ursd ó t t ir, Þ ó rd í s U na G unnarsd ó t t ir, St einunn Á sm und sd ó t t ir, G uð rú n H uld a P á lsd ó t t ir, Sigurð ur M á r H arð arson og Á st v ald ur L á russon. Á m ynd ina v ant ar H uld u F innsd ó t t ur. Mynd / H G S JÓLAMYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bæ nd ab lað ið k em ur ú t 2 3 sinnum á á ri. ví er dreift ókeypis á y r 00 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. L esendur geta einnig gerst áskrifendur að b laðinu og fengið það sent heim í p ó sti gegn greiðslu b urðargjalds. Árgangurinn (2 3 . tölub löð) kostar þá kr. 1 4 . 9 0 0 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri b orgara og öryrkja kostar kr. 1 1 . 9 0 0 með vsk. H eim ilisfang: B ændab laðið, B orgartú n 2 5 , 4 . hæð - 1 0 5 R eykjaví k. Sí m i: 5 6 3 0 3 0 0 – K t : 6 3 1 2 9 4 -2 2 7 9 Bæ nd ab lað ið er í eigu Bæ nd asam t ak a Í sland s. − M álgagn bæ nda og l andsby ggðar − R it st j ó ri: G uðrú n Hulda P álsdó ttir (áb m. ) gudrunhulda@ b ondi. is – Sí m i: 5 6 3 0 3 0 0 – Blað am enn: – Ástvaldur L árusson astvaldur@ b ondi. is – Hulda F innsdó ttir hulda@ b ondi. is S igrú n P é tursdó ttir sigrunp eturs@ b ondi. is – S igurður Már Harðarson smh@ b ondi. is – S teinunn Ásmundsdó ttir steinunn@ b ondi. is uglýsingastjóri Þ ó rdí s U na G unnarsdó ttir thordis@ b ondi. is – Sí m i: 8 6 6 3 8 5 5 etfang auglýsinga t h ord is@ b ond i.is V efur b lað sins: w w w .b b l.is etfang blaðsins: fréttir og annað efni er b b l@ b ond i.is F rá gangur fyrir p rent un: S igrú n P é tursdó ttir – P rent un: L andsp rent ehf. – U p p lag: 3 3 . 0 0 0 – Drei ng ands rent og slands óstur SS Á fard egi St ek k j ast aurs k om u fj ó rir b ræ ð ur h ans fæ rand i h end i í Bæ nd asam t ö k in. V igd í s H sler framkv mdastjóri veitti þessu glaðv ra föruneyti móttöku þar sem hún fékk ýmsan glað ning ú r h eim asv eit frá í slensk um j ó lasv einum ú r D ö lunum . E k k i am aleg gj ö f þ að . Í slensk t og got t , j á t ak k . Mynd / H G S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.