Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 24

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 „ Þ að er nístingskuldi með fj úki, og þ að var orðið dimmt um kvöldið. Þ að var líka síðasta kvöldið á árinu, þ að var gamlárskvöld.“ Þannig hljóða fyrstu línurnar í ævintýrinu Litla stúlkan með eldspýturnar eftir H. C . Andersen, en sagan hefur fangað huga lesenda síðan árið 1845. Saga litlu stúlkunnar með eldspýturnar varpaði ljósi á stóran hluta barna Evrópu sem áttu sér ekki málsvara en bjuggu við kúgun og örbirgð og gjarnan send af foreldrum sínum til þess að afla viðurværis á einhvern hátt eða betla á götum úti, á tíma þegar annað hvert barn lét lífið fyrir fimm ára aldur. Á þeim tíma sem sagan kemur út bjó almenningur við mikla hungursneyð og sjúkdóma og í raun mátti kalla stærstan hluta jarðarbúa undir fátæktarmörkum. Lífslíkur Evrópubúa voru um 40 ár, sem er svipað og í mörgum fátækustu ríkjum heims í dag. Þ ung s kr ef þe irra smáu Rekur saga Hans C hristians Anders- sen sögu lítillar stúlku sem er send út í snjóhríðina á gamlárskvöld, klædd svuntugopa og ber á fótum sér klunnalega tréskó, bláfátæk og berhöfðuð. G engur litla stúlkan um strætin og býður eldspýtur til sölu við litlar undirtektir annarra vegfarenda. Á hún fótum sínum fjör að launa er vagnar keyra næstum yfir hana og missir af sér skóna. Hleypur drengur burt með annan skóinn en hinn finnur hún ekki. „ Þ a n n i g ge k k n ú v e s l i n gs s t ú l k a n á b e r um f ót unum , þe i r v or u r auði r o g b l á i r a f k u l d a . . . e n gi n n ha f ð i ge f i ð he n n i e i n n e i n a s t a e y r i ; þ a r n a ge k k hú n s á r s v ö n g o g n ö t r a n d i o g v a r s v o n i ð u r d r e gi n , v e s l i n gs bar ni ð.“ Ekki þorði hún heim því þar biðu hennar barsmíðar þegar illa gekk að afla fjár og hnipraði hún sig saman á milli tveggja húsa þar sem steikarilmurinn fyllti vitin og örlítið afdrep var fyrir vindinum. Kveikir litla stúlkan á eldspýtu til að ylja sér og þykir loginn sem undur- fagurt ljós sem hlýjar henni eitt augnablik. Hún kveikir á annarri og ímyndar sér að hún sé komin inn í hlýjuna við matarborðið þaðan sem steikarilmurinn berst og að lokum, með þriðju eldspýtunni sér hún fyrir sér stórt og fallegt jólatré. Hún réttir upp hendurnar til að snerta fallegu ljósin á jólatrénu en þá slokknar á eldspýtunni og stúlkan sér stjörnu hrapa á himninum. Nú deyr einhver, segir hún við sjálfa sig, því amma hennar sem alltaf var henni svo blíð og góð hafði sagt að þegar stjarna hrapaði á himnum færi sál til guðs. Hún kveikir á fjórðu og síðustu eldspýtunni og sér í loganum hana ömmu sína sem tekur hana í fangið. E ngi nn v issi neitt um alla þá f egu rð ... Segir svo í text anum: „ O g a m m a he n n a r t e k u r l i t l u s t ú l k u n a á ha n d l e gg s é r , o g þ æ r l y f t a s t í l j ó m a o g f ö gn u ð i u pp í hæ s t u hæ ð i r , o g þ a r v a r e n gi n n k u l d i , e k k e r t hu n gu r o g e k k e r t v o l æ ð i . [ . . . ] E n í s k ot i nu m i l l i hús anna s at l i t l a s t úl k an m or guni nn e f t i r m e ð r oða í k i n n u m o g b r o s á v ö r u m , hú n v a r dái n; hún haf ði or ði ð út i á s í ðas t a k v ö l d i á r s i n s . N ý á r s m o r gu n n i n n r a n n u pp y f i r l i t l a l í k i ð , s e m s a t m e ð e l ds pý t ur nar í k j öl t unni ; e i nu e l d s pý t n a b r é f i n u ha f ð i hú n þ v í næ r e y t t . „ Hún he f ur æ t l að að hi t a s é r ,“ s ögðu þe i r , e r f r am hj á ge ngu. E n gi n n v i s s i n e i t t u m a l l a þ á f e gu r ð , s e m f y r i r hana haf ði bor i ð, e ngi nn v i s s i í þ v í l í k r i d ý r ð o g l j ó m a hú n ge k k m e ð ö m m u s i n n i i n n í hi n a e i l í f u ný ár s gl e ði .“ Er ekki annað hægt að segja en að sagan snerti hjarta þess sem les þetta sígilda verk sem einnig hefur verið sett á svið oftar en einu sinni, lesin í útvarpinu og birst á stóra tjaldinu. Skr autsý ning og s öngl eiku r Fyrst fregnist af Leikfélagi Vest- mannaeyja í samstarfi við Kven- félagið Líkn, sem býður upp á svokallaða „ s k r a u t s ý n i n gu K v e n - f é l a gs i n s “ árið 1922 eða 1923 , en þá var Litla stúlkan með eldspýturnar tekin fyrir. Samkvæmt tímaritinu Bliki frá árinu 1965 kemur fram að áhorfendum var sýningin sérstaklega minnisstæð vegna aðalleikkonunnar, Bergþóru Magnúsdóttur í Dal, „ í hl u t v e r k i l i t l u s t ú l k u n n a r , e n d a hr e i f hú n al l a m e ð f e gur ð s i nni og góðum l e i k “ . Frá árinu 193 7 má finna stutta teiknimynd um söguna vinsælu, framleidda af kvikmyndafyrirtækinu C olombia P ic tures, og má í dag finna hana á vefmiðlinum Y ouT ube undir nafninu T he L i t t l e Ma t c h G i r l ( 1937) f yrir áhugasama. Annan jóladag árið 193 9 var svo saga litlu stúlkunnar auglýst sem litskreytt teiknimynd í Nýja bíói og sýnd reglulega í kvikmyndahúsum næstu árin. U m vorið 1940 birtist hún sem framhaldsteiknimynd í Alþýðublaðinu og er líða tók á öldina hófu skólar á borð við Melaskóla undir stjórn tónmennta- kennaranna, Magnúsar P éturssonar og Helgu G unnarsdóttur og Árbæjarskóla, undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, að setja upp ævintýrið sem söngleik. Í desembermánuði 1998 má finna grein í Morgunblaðinu þar sem sagt er frá unglingadeild Leikfélags Keflavíkur, hátt á þriðja tug barna og unglinga á aldrinum 11–16 ára sem hófu að sýna, sem var kallað „ F j ö l s k y l d u l e i k r i t i ð L i t l u s t ú l k u n a m e ð e l d s pý t u r n a r u n d i r s t j ó r n Hul du Ó l af s dót t ur .“ V ertu til staðar Svona mætti lengi telja enda snertir saga stúlkunnar streng í brjósti okkar margra. Skulum við gæta þess að enn í dag er litla stúlkan með eldspýturnar á sveimi hjá okkur í þjóðfélaginu með von um að fá brauðmola af borði allsnægta. Því skulum við hafa í huga að öll ættum við að geta veitt þeim sem standa verr en við sjálf. Þó ekki væri nema bros. Þeir sem eiga erfitt með að tjá sig á þann hátt geta þess í stað styrkt eitthvert eftirfarandi samtaka sem finna má á vefsíðunni w w w . styrkja.is, nú eða líta til fólks í samfélaginu sem líður skort. /SP MENNING Jólasagan: Litla stúlkan með eldspýturnar Æ v int ý rið v insæ la í form i t eik ni- m ynd asö gu A lþ ý ð ub lað sins á rið 1 9 4 0 og auglý st sem b í ó sý ning á rinu á und an. Myndir / T í m arit . is Öðrum til góða má styrkja ýmislegt www.styrkja.is Konukot Neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík og hægt er að að leggja inn á gjafareikning þeim til heilla. Bankanúmer og kennitala eru eftirfarandi: bnr: 0133-26-001041, kt. 500513-0470. Vefsíða til glöggvunar www.rotin.is/ konukot Einnig er hægt að versla kertastjakann Glóð sem hannaður var með það fyrir augum að ágóðinn styrkti starfsemi Konukots. Fæst í verslunum Epal, Kokku og PRAKT jewellery og á vefsíðunni www.smidsbudin.is. Geðhjálp Hægt er að gerast félagi í Geðhjálp og borga 2.400 kr. ársgjald. Einnig má styrkja samtökin í eitt skipti eða mánaðarlega eða eins og segir á vefsíðunni www.gedhjalp.is ... „lagt þitt af mörkum til að setja geðheilsu í forgang og gefa Geðhjálp skýrt umboð og styrk til að berjast fyrir bættri geðheilsu landsmanna.“ Undir hatti Geðhjálpar má finna heilmörg samtök víðs vegar um landið og rétt að líta á síðuna www.gedhjalp.is/urraedin/ Má þar nefna samtökin Aðstandendur utangarðsfólks, Aðstoð eftir afplánun, Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, Draumasetrið, útleigurými fyrir heimilislausa og Lýðheilsu- setrið Ljósbrot – svo eitthvað sé nefnt. Okkar heimur Góðgerðarsamtök sem starfa í þágu barna sem eiga foreldra með geðvanda og bæta stöðu þeirra með það að markmiði að tryggja að þau fái þann skiln- ing, umhyggju og úrræði sem þau eiga skilið. Hægt er að greiða eingreiðslu eða gerast mánaðarlegur styrktaraðili þessa verðuga málefnis í gegnum vef- inn www.okkarheimur.is. Stígamót Stígamót eru baráttusamtök fyrir bættu samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki liðið. Bæði eingreiðsla og mánaðarleg greiðsla eru í boði en þangað er hægt að leita, fá stuðning, ræða við fagaðila og deila reynslu sinni. Ásóknin í ráðgjöf hjá Stígamótum hefur aukist undanfarin misseri en eins og staðan er núna er biðin eftir fyrsta viðtali því miður 7–8 vikur. Frekari uppl. má finna á vefsíðunni www.stígamót.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.