Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 28

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 U p p bygging á lax eldi í V estmannaeyj um er í fullum gangi. F yrirtæ kið Lax ey tók við fyrstu hrognunum í seiðaeldi sitt við höfnina í V estmannaeyj um fyrir skemmstu. Lárus Ásgeirsson, stjórnar- formaður Laxe yjar, segir að seiðin nái hundrað gramma þunga á tæpu ári. Þá verði þau flutt í eldistanka sem verið er að byggja í Viðlagafjöru. Þar með flytjist fiskarnir úr ferskvatni í saltvatn sem líki eftir æviferli laxa í ám. Þar nái fiskurinn sláturþunga á tæpu ári. „Við erum að gera þetta á tveimur árum sem náttúran er að gera á fjórum til fimm árum,“ segir Lárus. T il samanburðar segir hann framleiðsluferlið þegar notast er við sjókvíar vera þrjú ár. F y r s t a s l á t run in v e r ð i h a u s t i ð 2025 en Lárus segir að þá séu h r o g n i n sem voru t e k i n inn fyrir t v e i m u r v i k u m síðan orðin að glæsilegum fimm kílóa fiskum sem hafi fengið að alast upp við bestu skilyrði. Viðlagafjara stendur á hrauni sem myndaðist í eldgosinu og er stutt að sækja volgan jarðsjó í borholur undir athafnasvæðinu. Með því að síast í gegnum gljúpt hraun verði sjórinn það hreinn að engin þörf verði á nýtingu varnarefna eða lyfja. A fföll óv eruleg T ankarnir verði yfirbyggðir, öll kerfin lokuð og hver tankur sjálfstæður sem geri líkur á smiti óverulegar. „Þegar þú ert kominn með fiskinn upp á land þá getur þú stýrt umhverfinu algjörlega,“ segir Lárus. Á líftíma fisksins sé gert ráð fyrir tvö til þrjú prósent afföllum, sem sé lítið í samanburði við fiskeldi í sjó, þar sem tíu til tuttugu prósent framleiðslunnar glatist. T veir þriðju hlutar vatnsins verði endurnýttir og er stefnt á að úrgangsefnin fari í lífræna áburðarframleiðslu. Framk v æ mdir í fullum g ang i Framkvæmdir eru í fullum gangi við að koma upp fyrsta svokallaða tankflekanum í Viðlagafjöru sem samanstandi af átta eldistönkum. Lárus segir hvern tank verða tuttugu og átta metra breiðan og þrettán metra háan, eða fimmtíu þúsund rúmmetrar. Áætlanir Lax eyjar geri ráð fyrir að einn tankfleki verði byggður á ári, þar til þeir verði orðnir sex . Starfsemi Lax eyjar mun fara fram á fjórtán hekturum og segir Lárus nægt rými í Viðlagafjöru. Þetta sé góð nýting á landi, en framleiðsla Lax eyjar verði nálægt þrjátíu þúsund tonnum á ári þegar fullum afköstum verði náð. Lárus bendir á að þetta sé þrefalt á við alla sauðfjárræktina í landinu, en framleiðsla á kindakjöti síðustu tólf mánuði var 8.200 tonn. Afkastageta Lax eyjar verði sambærileg og annarra stórra lax eldisfyrirtækja. 1 2 0 störf Áætlað sé að hundrað og tuttugu bein störf verði við fiskeldið og annað eins af óbeinum störfum. Mikil hefð sé fyrir veiði og vinnslu sjávarafurða í Vestmannaeyjum og falli þessi starfsemi ágætlega í það samfélag. Ö ll virðiskeðjan verði í Vestmannaeyjum og nálægð við helstu markaði sé góð en flutningaskip á leið til Evrópu komi við í Eyjum. Lárus segir að á bak við Lax ey standi félag sem sé að mestu í eigu Eyjamanna. Stærsti fjárfestirinn sé fjölskylda í Eyjum sem rak útgerðarfélagið Ó s, sem átti meðal annars skipið Þórunni Sveinsdóttur. Fyrr á árinu hafi þau selt kvóta, skip og fisvinnslu til annars félags í Vestmannaeyjum og hafi fjölskyldan nýtt hagnað þeirrar sölu til að byggja upp fiskeldið. Þeirra markmið sé að efla byggð og bæta við einni stoð í Vestmannaeyjum. / Á L Hrogn komin í seiðaeldi Laxeyjar – Fyrsta skrefið í landeldi í Vestmannaeyjum hafið VARAHLUTIR Í KERRUR Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og Bílabúðin Stál og stansar A t h afnasv æ ð i L ax eyj ar í V ið lagafj ö ru. Á rleg fram leið sla á lax i á þ essu sv æ ð i v erð ur þ refalt m eiri en fram leið sla k ind ak j ö t s í land inu. Myndir / Aðsendar Íslenski fæðuklasinn: Verður rekinn á viðskiptalegum forsendum U nnið hefur verið að undirbúningi Í slenska fæ ðuklasans um nokkurt skeið og stefnt að þ ví að hann taki til starfa snemma á næ sta ári. Að sögn I ngibjargar Davíðsdóttur, sem haft hefur forgöngu um stofnun klasans, eru nánast öll formsatriði frágengin og viðræður við helstu bakhjarla starfseminnar vel á veg komnar. „Hún verður á viðskiptalegum forsendum,“ segir I ngibjörg, spurð um hvers eðlis starfseminnar verði. Hugmyndin er að hún þjóni frumkvöðlastarfi og verðmætasköpun á landsvísu og verði þannig ekki bundin við einstaka landshluta. E iga u ndir h ögg að s æ kj a Landbúnaður og fæðuframleiðsla hafa verið stunduð á Íslandi frá fyrstu tíð og segir I ngibjörg að hvoru tveggja hljóti að teljast lykilþáttur í íslensku atvinnulífi og menningu. Á sama tíma sé fullkomlega ljóst, að sem atvinnugrein, hafi land- búnaður og fæðutengd starfsemi átt undir högg að sækja. Staðan sé þung, starfsskilyrði bænda erfið og nýliðun í stéttinni á undanhaldi. Það sé erfitt að vera „eingöngu“ bóndi og matvælaframleiðandi – að leggja sitt af mörkum til fæðuöryggis og á sama tíma að reyna að ná endum saman. Hugmyndin með Íslenska fæðu- klasanum er að hann nái yfir hvers kyns verðmætasköpun í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi; ræktun, framleiðslu og vinnslu, en einnig til sviða sem tengjast sölu og neyslu. „Við munum leggja áherslu á frumkvöðla- og sprotastarfsemi auk nýsköpunar og verðmætaskapandi samstarfsverkefnum,“ segir hún. Samstarfsverkefnin eiga meðal annars að stuðla að styrkingu byggða með starfsemi verkefna á landsbyggðinni og klasinn mun taka þátt í alþjóðlegum verkefnum þegar það á við.“ M un sjálf stý ra starf- seminni frá by rjun Þegar I ngibjörg er spurð um hvort neikvæð rekstrarskilyrði í landbúnaði og matvælaframleiðslu – og rekstrarafkomu í þessum greinum – sé ekki hamlandi fyrir stofnun fæðuklasans, segir hún að það sé kannski einmitt ein af ástæðum þess að hún ákvað að ráðast í verkefnið. Hún segist hafa mætt miklum skilningi og stuðningi hjá stjórnvöldum, ekki síður en atvinnulífinu, hún nefnir að ríkisstjórn og innviðaráðuneytið hafi hjálpað henni að taka fyrstu skrefin. Enn fremur segist hún hafa notið góðs af samstarfi við háskóla- og rannsóknarsamfélagið, sveitarfélög, aðra klasa, fyrirtæki og samtök af ýmsu tagi, en játar því að hafa enn ekki komist yfir að ræða við alla þá sem lagt gætu lóð á vogarskálarnar. Hún gerir ráð fyrir því að stýra sjálf klasanum – og fylgja eftir hugmyndum sínum um starfsemina. „Ég er í leyfi núna frá störfum í utanríkisþjónustunni og útiloka ekki að snúa þangað aftur í framtíðinni. Á þessu stigi er þó forgangsmál að koma Íslenska fæðuklasanum á legg. Það er mikil gerjun í þessum geira og fjölmargar góðar hugmyndir sem þarf að fóstra. I nnan klasans verður hægt að fá stuðning og ráðgjöf réttra aðila; einstaklinga, fyrirtækja, fjárfesta, stofnana og annarra sem sýna hugmyndinni áhuga til áframhaldandi þróunar. Það hefur vantað hvetjandi vettvang fyrir hugmyndir og verkefni innan landbúnaðarins og fæðutengdrar starfsemi. Íslenska fæðuklasanum er ætlað að mæta þessari þörf og er hann settur upp á viðskiptalegum forsendum, til að koma góðum verðmætaskapandi hugmyndum í réttan farveg,“ segir I ngibjörg enn fremur. Hún reiknar með að hægt verði að ýta Íslenska fæðuklasanum úr vör fyrir lok janúar. / s m h I ngib j ö rg D av í ð sd ó t t ir. Í DEIGLUNNI L á rus Á sgeirsson. Bændablaðið kemur næst út 11. janúar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.