Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 34

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 G arðyrkj ufræ ðingarnir í G arð- yrkj uskólanum á R eykj um-F S u fengu fyrsta íslenska kakóaldinið eftir tíu ára ræ ktunarstarf og nú vax a alíslenskar kakóp löntur í bananahúsinu. Nokkrar atrennur hafa verið gerðar að kakóbaunaræktun á Íslandi gegnum tíðina. P löntur hafa misfarist vegna sveppasjúkdóms í aldinum en hann hefur valdið miklum skaða í kakóbaunarækt á heimsvísu. Þá er mjög erfitt að fá lifandi kakóplöntur þar sem víðast hvar er bannað að flytja þær út af samkeppnisástæðum og flókið að flytja lifandi aldin milli landa því að spírunarhæfni fræjanna minnkar mjög 2-3 dögum eftir að fræin eru tekin úr aldininu. Sor gi r og s igr ar í ræ kt unarferlinu „Í nokkur skipti fengum við aldin hingað til Íslands eftir ýmsum leiðum og í öllum tilfellum voru það aðilar sem ferðuðust frá suðlægum slóðum og stungu kakóaldini ofan í ferðatöskuna sína og settu í frakt,“ segir G urrý, G uðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. En of kalt reyndist í fraktinni til að fræin lifðu það af. „Árið 2013 var nemandi okkar, sem jafnframt er flugstjóri, á ferð frá Mið-Ameríku og hingað heim,“ heldur hún áfram. „Hann heimsótti félaga sinn sem vann á kakóplantekru, fékk hjá honum tvö aldin og kom með þau heim í handfarangri. Við fengum þau hingað beint í skólann og opnuðum við hátíðlega athöfn. Sáðum öllum kakóbaununum sem við fengum úr þessum aldinum og alls spíruðu áttatíu plöntur,“ segir hún. P l ö n t u r n a r voru settar í sóttkví í klefa í tilraunahúsi G arðyrkjuskólans, ef ske kynni að hinn skæði sveppasjúkdómur hefði fylgt þeim. „Síðan spíra þarna upp áttatíu plöntur en af því að við þurftum að hafa þær í gróðurhúsi sem er með steyptu gólfi gekk okkur illa að halda loftrakanum nógu háum,“ segir G urrý. „Svo þær drápust, hver af annarri. Á endanum voru ekki nema þrjár plöntur sem lifðu af og þær voru settar upp í bananahús og þar hafa þær vax ið síðan.“ Fy rstu k y nslóðar p löntur Kakóplantan er runni eða lítið tré sem verður kynþroska um 7-10 ára gömul og blómstrar þá agnarsmáum blómum. G urrý segir fyrstu blómin hafa komið á plönturnar í bananahúsinu einmitt þegar þær voru sjö ára. Blómgun hafi svo aukist ár frá ári og þær blómstrað ríkulega í sumar. Að fá aldin var hins vegar alveg óvænt. „Við áttum alls ekki von á þessu. Í heimkynnum plöntunnar sjá litlar sveifflugur um að fræva blómin en hér eru engar slíkar flugur. Ég fékk um daginn póst frá frönskum kakósérfræðingi sem hafði frétt af fyrsta kakóinu á Íslandi og sagði að sjálfsfrjóvgun væri þekkt hjá kakóplöntum þó að hún væri óalgeng,“ segir hún. Aldinið var meðalstórt, innan við 20 c m á lengd og 8 c m í þvermál og í því leyndust 13 baunir. Allt að 40 baunir geta verið í einu aldini. Af baununum 13 voru 4 komnar með rætur og voru þær gróðursettar og eru því fyrstu kynslóðar íslenskar kakóplöntur og dafna vel. Sú k k ulaðið mjög g o tt „Okkur fannst svo spennandi að fá fyrsta íslenska kakóið að við töluðum við súkkulaðiframleiðandann Omnom um að búa til súkkulaði úr baununum,“ heldur G urrý áfram. Búið var til handgert súkkulaði úr 9 baunum og komu úr því 7-8 molar. Frumherjarnir fengu auðvitað þann heiður að njóta molanna; G urrý ásamt samstarfsfólkinu sem hafði annast plönturnar. „Ég bjóst jafnvel við einhverju hræðilegu,“ svarar hún, aðspurð um hvernig fyrsta íslenska súkkulaðið hafi smakkast. „Ég er mest fyrir mjólkursúkkulaði og vil hafa það dísætt, en þetta var mjög gott dökkt súkkulaði og bragðið lá á milli kaffis og súkkulaðis. Auðvitað hafði verið sett í það smá kakósmjör til að mýkja, og sykur svo það var ekki biturt. Kakómeistarinn lýsti bragðinu eins og af aðeins brenndu poppi, sem er nærri lagi,“ segir hún. „Við vonum að þessi óalgengi atburður í kakóplöntum, sjálfs- frjóvgun, endurtaki sig og að við fáum fleiri aldin í framtíðinni,“ segir G urrý. „Við eigum náttúrlega þrjár plöntur og fjóra nýgræðinga núna sem líta bara mjög vel út og það eru ekki nema tíu ár þangað til þeir fara mögulega að bera aldin!“ G arðyrkjuskólinn er með ýmis tromp á hendi þegar kemur að framandlegri ræktun. Kaffirunnar vax a á Reykjum og hefur íslenskt kaffi verið selt á opnu húsi á sumardaginn fyrsta í nokkur skipti. „Við eigum góðan slurk af baunum núna svo vonandi náum við að vera með kaffi í vor,“ segir hún og klykkir út með að vanilla sé næsta ræktunaráskorun. Hver veit nema vanillusúkkulaði með kaffikeimi verði á boðstólum í G arðyrkjuskólanum þegar fram líða stundir. /s á Ræktun: Kakóbaunaraunir- – Gafst ekki upp þrátt fyrir áratuga barning í kakótilraunum G uð rí ð ur H elgad ó t t ir garð yrk j ufræ ð ingur, sem st und að h efur k ak ó ræ k t ar- t ilraunir um langt sk eið , h eld ur sigri h ró sand i á k ak ó ald ini. Í sum ar b ar, ö llum að ó v ö rum , k ak ó p lant a sem set t v ar á rið 2 0 1 3 í m old í b ananah ú si G arð yrk j usk ó lans að R eyk j um , ald in – h ið fyrst a á Í sland i. Myndir / Aðsendar F rá ald infræ j um t il sú k k ulað is. O m nom v ann gó m sæ t a sú k k ulað ib it a ú r að eins 9 k ak ó b aunum og t elst þ að v era allra fyrst a í slensk a sú k k ulað ið . Kakóplöntur Kakóplöntur geta orðið 100 ára gamlar en gefa flestar af sér vinn- anlegar kakóbaunir í um 25 ár. Kakóbaunarækt á heimsvísu hefur ekki staðið undir eftirspurn síðan Asíubúar tileinkuðu sér súkku- laðiát. Sveppur hefur einnig valdið skaða í ræktun og sömuleiðis eru þurrkar og hitar farnir að valda minnkandi uppskeru, einkum í Afríku. Þessu fylgir hærra verð og einnig að sífellt minna súkku- laðimagn er í súkkulaðivörum og meira af öðrum efnum til að drýgja þær. Gert er ráð fyrir að alþjóðlegur kakóbaunamarkaður muni hækka umtalsvert á komandi árum. Tekjur á kakómarkaði nema 12,8 mill- jörðum Bandaríkjadala í ár. Gert er ráð fyrir að markaðurinn vaxi ár- lega um 5,89% fram til 2030. T v ö k ak ó ald in k om u t il Í sland s h eilu og h ö ld nu á rið 2 0 1 3 . F ræ in reynd ust lifand i og v oru set t í m old . Ý m islegt h ent i í up p v ex t i þ eirra og nú st and a eft ir nok k rar st á t nar k ak ó p lö nt ur: Þ rj á r eru t í u á ra gam lar og fj ó rar að eins m isserisgam lar, k om nar ú r fyrst a k ak ó ald ini sem v ax ið h efur á Í sland i og þ v í fyrst u k ynsló ð ar alí slensk ar k ak ó p lö nt ur. T v eggj a á ra gö m ul k ak ó p lant a. K ak ó p lant a G arð yrk j usk ó lans á R eyk j um b ar ynd isfö gur og ö rsm á b ló m í sum ar. Ú r þ v í v arð ald in.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.