Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 N áttúruvín hafa notið vax andi vinsæ lda meðal neytenda á undanförnum árum. N áttúruleg gerj un þ rúgna er þ ar eitt megineinkennið. Nýlega kom á markað villiöl sem sækir bragðeiginleika sína í örveruflóru íslenskrar náttúru. „Við höfum verið að grúska og pæla í bruggun, geri og gerjun og velt því fyrir okkur hvort til væru staðareinkenni. Við höfum áhuga á líffræði og vissum að það væri hægt að sækja villt ger og ákváðum að prófa,“ segir Kjartan Ó li G uðmundsson, kokkur og vöruhönnuður, en hann og Sveinn Steinar Benediktsson hönnuður eru mennirnir á bak við vörumerkið G rugg& Makk sem framleiðir bjór með aldagamalli bruggaðferð. Í því felst að safna geri á tilteknum stöðum á landinu og brugga úr því súrbjór. „Við fórum á tíu staði á Snæfellsnesi á tveimur mismunandi tímabilum, um hásumar og haust. Við völdum mismunandi landslag og hæð frá sjávarmáli og settum þar út söfnunarvökva. Markmiðið var að fanga góða gerkúltúra sem hægt væri að nota í bjórbruggun. Einnig þótti okkur áhugavert að athuga hvort hægt væri að kortleggja bragðflóru Íslands með þessum hætti, grípa bragð staðar á ákveðinni stund í tíma, svolítið eins og ljósmynd nema bara vera að grípa augnablikið í flösku,“ segir Kjartan en fyrstu bjórar framleiðslunnar komu á markað undir lok síðasta árs. Drykkirnir heita eftir tilteknum stöðum hvar örverum bruggsins var safnað. T veir eru nú fáanlegir; Djúpalónssandur og Svörtuloft, en von er á Kirkjufelli. „Ö lið er smá fönkí, smá eins og síder með trópískum ávaxt atónum, sem er greinilega það bragð sem gerið framleiðir í lífsferli sínum. Á meðan Svörtuloft er með meiri skógarbotn, minna súr og eins og niðursoðnir djúpir ávex tir, þá er Djúpalónssandur bjartari, ferskari og súrari,“ útskýrir Kjartan. Hann segir að það hafi í raun komið á óvart hvað staðareinkenni voru sterk. „Við bjuggumst við að það kæmu mjög mismunandi niðurstöður milli árstíða, en það kom á óvart að það eru líkindi milli þeirra örvera sem safnað var á sama stað. Kannski bendir það til þess að það sé einhver tenging á milli umhverfis og örveruflóru.“ Kjartan undirstrikar þó að þeir félagar nálgist framleiðsluna sem hönnuðir og listamenn, frekar en út frá vísindum þó stutt sé í tengingu við náttúru- og líffræði. „Villiölið er atlaga að því að sýna fram á líffræðilegan fjölbreytileika og vekja athygli á örverunum í kringum okkur. Þær eru mikilvægar fyrir heilsu okkar og jarðarinnar.“ /ghp SKRALLI ER UMBOÐSAÐILI FYRIR LILLESETH SNJÓKEÐJUR VÖRUBÍLAR DRÁTTARVÉLAR VINNUVÉLAR Í meira en 70 ár hefur Lilleseth Kjetting framleitt hágæða snjókeðjur fyrir norskar aðstæður. Fyrsta sendingin frá þeim er á leiðinni til Skralla og aðeins örfá pör óseld. Finndu fyrir öryggi á veginum í vetur Upplýsingar á Facebook eða í síma 862 4046 skralli.is Sv einn St einar Bened ik t sson og K j art an Ó li G uð m und sson sö fnuð u geri ú t i í ná t t ú runni sem þ eir not a í b j ó rb ruggun. Mynd / Aðsend Handverksbrugg: Öl sem endurspeglar landslag Handverk: Útskorinn 20 punda lax V agn I ngólfsson í Ó lafsvík er magnaður handverksmaður þ egar kemur að útskurði og öðru slíku. Nýjasta verkið hans er rúmlega 20 punda lax , sem hann skar út eins og um nýgenginn lax væri að ræða. „Þetta var flókið en mjög gefandi og skemmtilegt verkefni. Mesta vinnan fór í að gera hreistrin í búkinn, sem eru á milli sex og sjö þúsund, allt frá 4 mm og upp í 9 mm en ég þurfti að brenna þau í fiskinn með sérstöku járni,“ segir Vagn. Hann fékk svo mann að nafni Danny Harris í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum, sem er fagmaður fram í fingurgóma, til að sprauta og handmála fiskinn. „Ég sendi fiskinn út til hans, hann græjaði allt sem þurfti að gera og sendi mér svo aftur til baka. Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna, þetta var meiri háttar vel gert hjá Danny.“ Fiskurinn sómir sér nú vel á fallega útskornum platta heima hjá Vagni og fjölskyldu í Ó lafsvík og vekur þar athygli gesta og gangandi. /MHH V agn I ngó lfsson m eð glæ silega lax inn sinn. Mynd / Alfons Finnsson Kaupfélag Vestur-Húnvetninga: Nýr kaupfélagsstjóri Þ órunn Ý r E líasdóttir hefur verið ráðinn ný r kaup fé lagsstj óri K aup fé lags V estur-Húnvetninga á Hvammstanga eftir að B j örn Líndal T raustason sagði up p störfum í haust. Þórunn tekur við nýja starfinu 1. febrúar næstkomandi. Hún hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu og rekstri fyrirtækja og stofnana. Hún var í yfir 3 0 ár rekstrar- og síðar fjármálastjóri hjá heildversluninni Kemis ehf. sem var fjölskyldufyrirtæki í eigu foreldra hennar. Einnig átti hún og rak blómaverslun í Breiðholtinu ásamt því að hafa starfað sem skrifstofu- og fjármálastjóri hjá félagasamtökunum Samhjálp. Síðustu ár hefur hún sinnt bókhaldsstörfum í ráðhúsi Húnaþings vestra. Ættleidd frá Suður-Kóreu Þórunn Ý r er fædd árið 1976 í Suður- Kóreu og er ættleidd þaðan. Hún var sótt þangað þegar hún var níu mánaða gömul og var alin upp í Breiðholti þar sem hún hefur búið lengst af. Hún er einkabarn foreldra sinna. „Við hjónin réðum okkur svo í sláturtíð hjá sláturhúsi SKVH á Hvammstanga haustið 2020 og ætluðum okkur að vera í tvo mánuði, sem nú eru orðin þrjú ár og eftir þessa ráðningu er ekki fararsnið á okkur í bráð svo það teygist áfram á þessum tveimur mánuðum,” segir Þórunn Ý r hlæjandi. Hjónin eiga sex börn, þrjár tengdadætur og átta barnabörn. Fjörutíu starfsmenn Þórunn Ý r segir að nýja starfið leggist ljómandi vel í sig. „Ég fæ að fást við fólk, þjónusta fólk, glíma við tölur og verð, markaðssetningu og öllu því sem svona rekstri fylgir. Vonandi verð ég góður kaupfélagsstjóri, sem held áfram að halda skútunni uppréttri og á fleygiferð. Ég vil ná fram því besta frá þeim mannauði sem er þarna innandyra og halda uppi góðu og háu þjónustustigi til kaupenda.“ Fjörutíu manns starfa hjá kaupfélaginu, sem er á Hvammstanga, en þar eru starfandi þrjár deildir; kjörbúð, byggingar,- og búvörudeild og pakkhús. / MHH H lut i af fj ö lsk yld unni, sem er st ó r og m ynd arlegur, end a eiga Þ ó runn og m að ur h ennar sex b ö rn, þ rj á r t engd ad æ t ur og á t t a b arnab ö rn. Myndir / Aðsendar Þ ó runn Ý r E lí asd ó t t ir. Þú finnur Bændablaðið á www.bbl.is, Facebook & Instagram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.