Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 46

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 LÍF&STARF F rá ársbyrjun hefur R áðgjafar- miðstöð landbúnaðarins ( R M L ) staðið fyrir nýrri nálgun ráðgjafar sem snýst um samvinnu og samtal milli bænda þar sem þeir miðla þekkingu sinni og reynslu undir handleiðslu ráðunauta. V erkefnið hefur lagst vel í bændur. „Ég kom til starfa hjá RML 1. september 2020 og eitt af fyrstu símtölunum sem ég fékk frá bónda var frá Þórarni Leifssyni í Keldudal. Erindið var að benda á frétt sem þá hafði birst í norska blaðinu Buskap þar sem mjög góðum árangri var lýst meðal bænda sem höfðu verið í stýrðri hóparáðgjöf í Finnlandi sem þá var verið að innleiða í Noregi. Þórarinn benti á mikilvægi þess að þannig ráðgjöf stæði íslenskum bændum til boða og brýndi nýja starfsmanninn að gera eitthvað til þess að svo yrði,“ segir Þórey G ylfadóttir, sem hefur haldið utan um verkefnið ásamt Eiríki Loftssyni og Sigurði T orfa Sigurðssyni. „T il að stytta mjög sögu um leit að fjármagni og umsóknarskrif og neitanir úr Matvælasjóði og T ækniþróunarsjóði að þá fékkst fjármagn m.a. úr þróunarfé nautgriparæktarinnar. RML leitaði til finnsks sérfræðings, Anu Ella, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði, til þess að koma að innleiðingu þessarar gerðar ráðgjafar sem á ensku gengur undir disc ussion groups en við ákváðum að nefna bændahópa. Anu hefur komið að kennslu og þjálfun afmarkaðs hóps starfsmanna RML í gegnum netfundi og fjórir starfsmenn RML farið til Finnlands til að fylgjast með hópum þar og Anu komið tvisvar til Íslands til að þjálfa starfsmenn RML. Þessi gerð ráðgjafar krefst annarrar færni en sú hefðbundna ráðgjöf sem við almennt þekkjum og mikilvægt er að ná að tileinka sér það sem til þarf svo að bestur árangur náist.“ Lögðu á herslu á jarðræ kt og fóðuröflun Í bændahópum er beitt aðferðarfræði sem tengir faglega ráðgjöf við jafningjafræðslu í afmörkuðum hópum. „Það er mikil og góð reynsla af þessari gerð ráðgjafar erlendis en fyrirkomulagið er aðeins breytilegt eftir löndum. Ákveðið var að leggja áherslu á þætti tengda jarðrækt og fóðuröflun svo sem bætta nýtingu áburðarefna en hægt er að aðlaga þessa gerð ráðgjafar að hvaða viðfangsefni sem er. T veir ráðunautar eru með hverjum hóp sem samanstendur af einstaklingum frá tíu búum. Fleiri en einn getur mætt frá hverju búi en nauðsynlegt er að alltaf komi sami aðili frá búi til þess að samfella náist í vinnunni. Ráðunautarnir tveir skipta með sér ólíkum og fyrir fram ákveðnum hlutverkum, annar er lóðsi meðan hinn aðstoðar. Í upphafi velur hópurinn saman þau viðfangsefni sem hann vill leggja áherslu á, á þeim fimm fundum sem hópurinn hittist yfir árið. Mikið er lagt upp úr skipulagi þannig að í upphafi eru dagsetningar fundanna líka ákveðnar sem og tímasetningar þannig að hægt sé að skipuleggja fram í tímann enda getur verið mjög erfitt að ætla að finna sameiginlegar dagsetningar jafnóðum eins og fólk þekkir. Dagsetningar taka að hluta mið af störfum tengdum viðfangsefninu þannig að fundur er t.d. ákveðinn þegar líklegt er að menn séu byrjaðir að huga að jarðvinnslu að vori og því með hugann við þætti tengdum þeim vorverkum. Fyrsti fundurinn er í fundarsal en annars er hist á bæ einhvers úr hópnum. Skipulagður fundur hverju sinni eru 3 klukkustundir og er sú tímalengd ákveðinn í samræmi við reynslu erlendis frá.“ Hægt er að hafa fyrirkomulag hópanna með aðeins mismunandi hætti en það tengist þá líka þróun þeirra í verkefninu þegar hópur hefur verið starfandi saman í aðeins lengri tíma. M ikilvæ gt að fá innsýn í bú skap kollega RML bauð upp á fyrstu tvo hópana í ársbyrjun 2023 . „Vel hefur gengið og það hefur verið gaman að taka þátt í vinnu með þessum hópum og líka gaman að koma að því að geta boðið íslenskum bændum upp á nýja gerð ráðgjafar sem þeir kölluðu eftir. Erfitt er að sýna fram á mælanlegan árangur af eins árs verkefni þegar um er að ræða jarðrækt en við erum þess fullviss að bændur hafi haft bæði gagn og gaman af vinnunni í hópunum enda erum við mjög bjartsýn á að þessir tveir hópar muni halda áfram á næsta ári. Erlendis hafa sumir hóparnir haldið saman lítið breyttir í yfir tíu ár og hafa náð mjög góðum árangri. Eftir því sem tengsl verða betri og traust milli bænda eykst þá næst betur að greina hvað vel er gert og eins hvaða vandamál menn eru að glíma við sem oft eru svipuð á milli búa.“ Þórey segir að bæði bændur og ráðunautar hafi lært inn á ný vinnubrögð. „Það er mjög gaman að upplifa breytinguna á hvorum hóp frá fyrsta fundi til þess síðasta. Þar sem meirihluti funda er haldinn á búum þá gefst gott tækifæri til að skoða og sjá hjá hver öðrum sem er mjög gott og það hefur sýnt sig að bændur hafa haft mikinn áhuga á því og finnst það vera mikilvægur þáttur.“ /ghp Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Farsælir bændahópar – Jafningjafræðsla og fagleg hóparáðgjöf „ “ „ “. Athyglisverð notkun á „naflastreng“ Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum: Við vorum aðallega að fjalla um jarðrækt í bændahópnum. Ég lærði heilmargt bæði af öðrum bændum í hópnum og svo því sem ráðunautarnir miðluðu af þekkingu sinni. Svo er gaman að kynnast nýju fólki, suma í hópnum þekkti ég, aðra ekki. Einnig var gott og gagnlegt að fara í heimsókn á búin hjá öðrum í hópnum. Að taka þátt í þessu gerir mann víðsýnni og áhugasamari um búskapinn ásamt því að komast í góðan félagsskap. Ég fékk góða innsýn inn í kornræktina og einnig smára í fræblöndum en náði lítið að prufa síðastliðið vor þar sem ég ákvað að vera í fremur lítilli jarðvinnslu vegna mikilla rigninga. Þá var einkar athyglisvert að sjá og heyra um svokallaðan „naflastreng“ til dreifingar á mykju á tún, en tveir úr hópnum höfðu reynslu af notkun svoleiðis búnaðar. Þetta er alveg ný tækni hér á landi. Vinskapur og traust Geir Árdal og Bjarni Árdal, Dæli: Að taka þátt í bændahóp hefur haft mikil og góð áhrif. Við höfum kynnst nýju fólki frá ólíkum stöðum og hafa þau öll mismunandi áherslur í ræktun og búskap almennt. Þetta hefur bætt við þekkinguna og hefur verið virkilega gaman að koma heim á bæina, sjá og fræðast um hvað bændur eru að gera. Skemmtilegt uppbrot og tilbreyting í starfinu sem gefur manni nýja sýn og þekkingu og hvetur mann áfram til að gera enn betur. Það er gott að vera partur af hóp undir handleiðslu ráðunauta RML sem er passlega stór. Í hópnum hefur myndast vinskapur og traust þar sem hægt er að leita ráða. Einnig hefur verið hjálplegt að hægt hefur verið að koma með fyrirspurnir í gegnum Facebook- síðu hópsins ef einhverjar vangaveltur koma upp. Eftir þessa fundi höfum við prufað ýmislegt í sambandi við ræktun og munum klárlega reyna okkur áfram með fleira næsta sumar. Þetta hefur til dæmis fengið okkur til að endurhugsa hvernig við geymum og dreifum skít. Þá höfum við kynnst því hvernig aðrir hafa notað drenlagnir til þurrkunar á túnum sem við höfum ekki gert mikið af. Kaffispjallið góða Halldór Gunnlaugsson, Hundastapa: Maður lærir meira af þessum hóp heldur en að hlusta á fræðsluerindi, að hittast heima hjá hver öðrum og ræða hlutina. Hvernig þeir gera hlutina, læra af þeirra reynslu. Og gott að fara aðeins út fyrir sitt hérað. Allt var fræðandi, skemmtilegt og sérstaklega umræður í kaŽinu eftir fundinn þar sem var rætt allt á milli heima og geima. Bændahópur skoðar kornakur. Myndir / Aðsendar Eiríkur Loftsson ræðir við hóp bænda um tegundir á rnaköldum vordegi á Suðurlandi. órey ylfadóttir og Sigurður agnússon frá Hnjúki skoða innihald í ólíkum heyrúllum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.