Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 48

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Á F orsæti og S andbakka í F lóa- hreppi búa bræðurnir Ólafur og Albert S igurjónssynir. Þ eir eru báðir húsasmíðameistarar og hafa unnið náið saman alla tíð. Þ á eru þeir forfallnir flugáhugamenn og eru með flugvöll rétt utan við túngarðinn hjá sér. Að auki við smíðarnar og flugið er Ó lafur mikill handverksmaður og setti á fót safnið T ré og list ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru G uðbergsdóttur, árið 2007. Þar er fjöldi gripa eftir hann, Siggu á G rund og fleiri. Merkasti munurinn á safninu er þó pípuorgel, sem er líklega það stærsta sem er í einkaeigu hérlendis. Ó lafur er fæddur árið 1945 í Forsæti og hefur búið þar síðan. Albert er fjórum árum yngri og býr á Sandbakka, sem er hundrað metrum frá fyrrnefnda bænum. O rganisti í kirkjum fyrir tvítugt „Ég er búinn að vera sjálfstætt starfandi síðan 1968,“ segir Ó lafur, sem hefur lengst af haft smíðar sem aðalstarf. Hann hefur líka haft atvinnu af orgelleik og kórstjórn. Ó lafur lærði fyrst á orgel hjá Sigurjóni föður sínum í kringum tíu ára aldurinn, en sá var sjálflærður og kunni að lesa nótur. Árið 1959 byrjaði Ó lafur að sækja tíma á Selfossi og fyrir tvítugt var hann farinn að spila á orgel við athafnir í Villingaholtskirkju. Síðar þegar hann var orðinn sjálfstæður byggingameistari og búinn að stofna fjölskyldu fór hann að læra markvisst með því að sækja tónlistarnámskeið hjá söngmálastjóra og tónskóla Þjóðkirkjunnar. U m og eftir 1970 fór að mæða mikið á Ó lafi á sumrin þegar aðrir organistar í héraðinu voru í orlofi. Hann spilaði nánast hverja einustu helgi við jarðarfarir því Ó lafur var sá eini sem gat hlaupið í skarðið fyrirvaralaust. „Mér telst til að ég hafi spilað í flestöllum kirkjum Árnessýslu einhvern tímann og stórum hluta Rangárvallasýslu.“ Þá spilaði hann oft í Vestmannaeyjum í forföllum organistans þar. S afn í gömlu fjósi Árið 1990 tók Ó lafur að sér söngstjórn Karlakórs Selfoss og gegndi hann því hlutverki í áratug. Hann segir að það hafi verið stórkostlegur tími og ógleymanlegt að starfa með þeim. Þegar handverkið var farið að leita á huga Ó lafs steig hann til hliðar sem kórstjóri árið 2000, enda átti hann ekki mínútu aflögu til að smíða eitthvað að gamni sínu. Hann hefur sinnt tréhandverkinu af krafti síðan þá og liggur eftir hann fjöldinn allur af gripum, flestir renndir úr tré. Ó lafur notar gjarnan mismunandi viðartegundir til að ná fram mynstri og áferð og beitir sérstakri nákvæmni. Árið 2007 fékk Bergþóra, eiginkona Ó lafs, þá hugmynd að opna safn með handverki í gamla fjósinu á bænum, en á þeim tíma var það nýtt sem geymsla. Nú reka þau saman safnið T ré og list, þar sem eru sýndir munir eftir Ó laf, Siggu á G rund og fleiri. Þá eru hjónin búin að setja upp á einum stað í safninu trésmíðaverkstæði föður Ó lafs sem áður var í kjallara gamla íbúðarhússins. Á safnið koma aðallega hópar og veitir Ó lafur gestum leiðsögn um safnið sem feli nánast undantekningarlaust í sér að hann spili á orgelið, sem eins og áður segir er sennilega stærsta pípuorgel landsins sem er í einkaeigu. Það er sex tán radda og var smíðað í Kaupmannahöfn árið 1953 fyrir Landakirkju í Vestmannaeyjum. Eftir eldgosið voru þrír sérfræðingar sem dæmdu það of illa leikið að ekki svaraði kostnaði að koma því í fullkomið stand. O rgelið sótt á vörubíl Árið 1977 ákvað organistinn í Vestmannaeyjum að kynna sér verksmiðju úti á Ítalíu sem framleiddi orgel á hagstæðu verði. Þá var Ó lafur organisti í Hveragerði og fór hann með í þá ferð, þar sem Hveragerðiskirkju vantaði líka orgel. Á leiðinni út kviknaði sú hugmynd hjá Ó lafi að kaupa gamla orgelið sem sóknarnefndin í Vestmannaeyjum tók vel í og lofaði hann að taka það niður í tæka tíð áður en nýtt kæmi. Þegar kom að því að sækja gamla orgelið í Landakirkju fór Ó lafur ásamt bræðrum sínum og frænda til Vestmannaeyja. Ó lafur segir þá ferð hafa verið algert gerræði og bjartsýni, enda lögðu þeir af stað í vondu veðri á opnum vörubíl í lok nóvember, með afar skamman tíma til stefnu. „Við komum til Eyja á sunnudags- kvöldi og unnum sleitulítið í einn og hálfan sólarhring,“ en þeir þurftu að taka Herjólf snemma á miðvikudags- morgni til baka. „Þetta er gríðarlegt fyrirtæki. Það er tvö og hálft tonn á þyngd og pípurnar eru á annað þúsund, stórar og smáar.“ Þetta tókst og á leiðinni heim var komið logn og heiðríkja. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að taka orgelið í sundur á þann hátt að hægt væri að setja það saman aftur, segir Ó lafur að mikil hjálp hafi verið í yngsta bróður sínum, Katli, sem var að mennta sig í orgelsmíði á þessum tíma. Þá voru bræðurnir búnir að vera uppteknir af allri mekaník frá barnsaldri og hafði Ó lafur oft gert við harmóníum orgel og skildi því hvernig hljóðfærið virkaði. H æ kkaði þakið á bílskú rnum Fyrst setti Ó lafur orgelið upp í bílskúrnum heima hjá sér og þurfti að hækka þakið upp um einn og hálfan metra svo það kæmist fyrir. Það var í bílskúrnum í áratugi, en fyrir nokkrum árum var orgelinu komið fyrir í viðbyggingu við húsnæðið sem hýsir safnið T ré og list. „Fyrir mig var þvílíkur happ- drættisvinningur að fá þetta og geta æft mig hérna heima,“ segir Ó lafur. Hann þurfti ekki að gera mikið til að fá orgelið í gott stand og telur Ó lafur erfitt fyrir sig að meta hvort það hafi sannarlega verið ónýtt, þó bæði fulltrúar frá orgelverksmiðjunni í Kaupmannahöfn og Viðlagasjóði hafi verið sammála um að Landakirkja þyrfti nýtt orgel. Flugá hugi frá barnsaldri Bræðurnir Ó lafur og Albert eru báðir einkaflugmenn og hóf sá fyrrnefndi sitt flugnám á fyrsta flugnámskeiðinu sem var á Selfossi á áttunda áratugnum. Þegar hann útskrifaðist árið 1974 var hann að nálgast þrítugt en löngunin til að VIÐTAL Flugvélar, orgel og handverk – Fjölhæfir bræður sem hafa gefið sér tíma til að sinna sínum áhugamálum Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Br ðurnir lbert og lafur við flugskýlið sitt á Sandbakka í Flóa. Fremri flugvélin er handverk lberts á meðan sú aftari er smíðuð í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hafa þeir átt hana í sameign frá 0. Myndir/Á L lafur við listaverkið óðir jörð sem hann renndi úr 5 hlutum úr 5 viðartegundum. Liðlega 00 vinnustundir fóru í smíði verksins árið 0 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.