Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 49

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Pípuorgelið sem er í safninu Tré og list er sennilega það stærsta í eigu einkaaðila hérlendis. Ólafur keypti það úr Vestmannaeyjum eftir að það var dæmt ónýtt eftir gosið. fljúga hafði blundað í honum frá því hann var strákur. „Ég var með augun alltaf upp í loft þegar ég heyrði í flugvél,“ segir Ó lafur. Þá smíðaði hann jafnframt flugvélar úr við sem piltur og má sjá eina slíka á safninu. Albert varð fullnuma einkaflugmaður árið 1980. Eins og áður segir er flugvöllur á einu túninu við bæinn. „Þetta er sérræktuð sjö hundruð og fimmtíu metra löng túnslétta,“ segir Ó lafur og var flugvöllurinn upphaflega fullgildur hjá flugmálayfirvöldum. Eftir að reglur voru hertar ákváðu þeir að endurnýja ekki þá skráningu, en flugmönnum er áfram heimilt að lenda þar á eigin ábyrgð. Það teljist að sumu leyti sem utanvallarlending. „Við vorum svo framarlega í þessu að við settum ljós á völlinn,“ segir Ó lafur, en þeir fengu ljósabúnað úr Keflavík sem stóð til að henda. „Við flugum oft næturflug, meira að segja til Reykjavíkur í svartamyrkri.“ Ó lafur segir tiltölulega einfalt að útbúa flugvöll, en í þeirra tilfelli fengu þeir jarðýtu til að jafna völlinn, tættu svo moldina og sáðu fíngerðu grasfræi sem bændur nota. H eimasmíðuð flug v é l Þá eiga bræðurnir flugskýli þar sem eru tvær flugvélar núna, önnur fjögurra sæta P iper C herokee og hin heimasmíðuð eftir Albert. Sú fyrrnefnda er framleidd í Bandaríkjunum árið 1976, en bræðurnir keyptu hana árið 1980 og byggðu flugskýlið á sama tíma. Heimasmíðaða flugvélin er tveggja sæta og gerð eftir teikningum frá C laude P iel, frönskum flugvélahönnuði. Albert hóf smíðina árið 2009 og var henni flogið fyrst í desember 2019. „Ég var ekki að þessu til að fá flugvél til að fljúga,“ segir Albert. „Það er allt annað sem liggur á bak við. Það er lífsfylling að smíða þetta en auðvitað er bónus að geta flogið þessu. Manni líður aldrei betur en þegar maður er að dunda í þessu.“ Þetta er önnur flugvélin sem Albert smíðar, en hin er létt tvíþekja sem hann seldi eftir að hafa lagt lokahönd á þá nýrri. Honum finnst ólíklegt að það hafi verið verulegur peningasparnaður í að smíða sjálfur í staðinn fyrir að kaupa tilbúið úr verksmiðju. Nauðsynlegt er að vera í félaginu Flugsmíð, halda dagbók og taka myndir af öllum hlutum ferilsins þegar smíðuð er flugvél. Þá sendir félagið svokallaða eftirlitssmiði til að taka út hvern hluta verksins. Sé þessum skrefum ekki fylgt segir Albert að ekki hefði verið hægt að skrá flugvélina. T il að smíða svona flugvél sé nauðsynlegt að vera mjög fjölhæfur. Það þýði ekki að vera góður í tré en geta ekki séð járn. Albert segist oft hafa leitað ásjár G oogle og Y outube við smíðina, en á vefnum sé hægt að finna leiðbeiningar um flest. lbert við flugvél sem hann smíðaði á árunum 00 til 0 . Hann segir mikla lífsfyllingu fylgja því að búa til flugvél. 2023 Við hjá Landsvirkjun þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða. Hlökkum til að hittast uppfull af endurnýjaðri orku á nýju ári. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.