Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 64

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Tengsl milli fagurfræðilegrar birtingarmyndar borgarrýma og notkunar virkra samgöngumáta Nýleg rannsókn um birtingarmynd borgarrýma á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að bílmiðað umhverfi getur latt til notkunar virkra samgöngumáta, þ.e. að fara gangandi eða hjólandi vegna nauðsynlegra erinda. T il saman- burðar eru vísbendingar um að borgarrými með mannmiðuð einkenni séu hvetjandi, en þau búa yfir m i k i l v æ g u m fagurfræðilegum eiginleikum sem auka á ánægju þeirra sem fara um hjólandi eða gangandi. Á skorun að sýna vísindalega fram á hlutdeild fegurðar U pplifun fegurðar byggir á huglægu mati og er meðal óáþreifanlegustu eiginleika umhverfisins. Fagurfræði hefur verið skilgreind sem afleidd ástæða eða aukalegur tilgangur við að hafa áhrif á val samgöngumáta. Beinar ástæður eru tengdar virkni, eins og t.d. vegalengd eða þáttum sem hafa áhrif á hversu hagstætt er að komast leiðar sinnar. Það er því mikil áskorun að festa hendur á áhrif fegurðar á virka samgöngumáta á vísindalegan hátt. Hvernig fagurfræðileg gæði í hverfum skipta máli fyrir notkun virkra samgöngumáta hefur því skiljanlega fengið takmarkaða athygli í fyrri rannsóknum og því margt óljóst í því hvernig ætti að nálgast viðfangsefnið. B ílmiðuð eða mannmiðuð borgarrými Fræðileg skilgreining á bílmiðuðu borgarrými tengist greiðum aðgangi með einkabílum, flæði þeirra og hraða. Þar sem bíllinn krefst mikils pláss, hafa innviðir fyrir bíla, bæði götur og bílastæði, tilhneigingu til að vera mjög víðfeðmir og afgerandi í borgarmyndinni. Bílmiðaðir áfangastaðir og nánasta umhverfi þeirra er hannað með aðgengi einkabílsins í forgangi. Sama á við um nánasta umhverfi íbúðarhúsnæðisins þar sem bílstjórar leggja upp að inngangi. Mannmiðuð borgarrými vísa til mannlegs mælikvarða og endurspegla forgang gangandi og hjólandi vegfarenda umfram bíla, þannig að götur fyrir rólega umferð bíla fái svipað eða minna pláss en innviðir fyrir gangandi og hjólandi. Rýmið fyrir framan íbúðarhúsnæðið og áfangastaðinn er skv. skilgreiningunni frátekið fyrir fólk og inniheldur örvandi einkenni fyrir skynfærin í nálægð, s.s. gróður og falleg sérkenni til að upplifa. Mannlegur mælikvarði tekur mið af því að umhverfið í nálægð sé uppörvandi fyrir hraða gangandi manneskju. Fyrri rannsóknir hafa beinst að virkni innviða og notað magnbundnar aðferðir Þótt fjarlægð frá áfangastað sé ein af mikilvægustu þáttunum til að hafa áhrif á líkurnar á því að velja að ganga eða hjóla þá er algengt víða að fara stuttar vegalengdir á bíl. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, svo sem minni líkamleg áreynsla, bíllinn stendur klár fyrir utan dyrnar, veðurskilyrði eða hlutir sem þarf að bera. Það gæti líka verið afleiðing af bílmiðaðri borgarhönnun, en það var einmitt tilgangur umræddrar rannsóknar að festa hendur á þann þátt. Eigindlegar rannsóknaraðferðir, t.d. viðtöl, eru mikilvægar til að útskýra hvernig fagurfræðilegt gildismat getur haft áhrif á notkun virkra samgöngumáta. Þéttleiki byggðar ( þ.e. fjöldi íbúa á flatarmálseiningu) sem gjarnan leiðir til styttri vegalengda í þjónustu, segir lítið til um byggðamynstur, lögun borgarrýma eða það sem vegfarandi getur upplifað þegar hann ferðast um eftir götunum. T .d. getur háhýsabyggð leitt til hagstæðs þéttleika, en það þýðir ekki endilega að göturnar á jörðu niðri verði aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi. B yggir á gögnum ú r stæ rra rannsóknarverkefni Rannsóknin byggir annars vegar á túlkun á rannsóknarviðtölum viðmælenda af höfuðborgarsvæðinu varðandi ferðir þeirra til að sinna nauðsynlegum erindagjörðum í nærumhverfinu, s.s. verslun og þjónustu, og hins vegar eigindlegum greiningum á líklegustu leiðinni sem farin er í matvöruverslun meðal 13 7 svarenda úrtaks við könnun. Ú rtakið tekur til þeirra sem hafa minna en 1 km í lágvöruverðsverslun s.s. Bónus eða Krónuna. Vegalengdina ætti því að vera hægt að ganga á innan við 10-12 mínútum, a.m.k. hluta af þeim innkaupaferðum sem eru farnar. Bornar voru saman leiðir annars vegar þeirra sem keyra undantekningarlaust þrátt fyrir stutta vegalengd og hins vegar þeirra sem ferðast flestra ferða með virkum samgöngumátum. Ú rtakið sem er skoðað er fundið meðal 1.146 svarenda við könnun sem send var til 10.000 manns á öllu höfuðborgarsvæðinu og tilheyrir stærra verkefni. Niðurstöður leiddu í ljós tilhneigingu til að fara stuttar vegalengdir akandi þar sem umhverfið var mjög bílmiðað, en fara frekar gangandi eða hjólandi þær leiðir sem voru gegnum mannmiðuð borgarrými. G reindar voru fjórar tegundir samsp ils milli tegundar borgarrýmis og notkunar Niðurstöður úr túlkun viðtalanna leiðir til fjögurra tegunda samspils milli borgarrýmisins og notkunar virkra samgöngumáta. Í fyrsta lagi nota viðmælendur alls staðar á höfuðborgarsvæðinu opin græn svæði ( skilgreind sem mannmiðuð í rannsókninni) til að komast erindagjörða í verslun eða þjónustu, en þá er ferðin samofin ósk um að fá hreyfingu og að njóta útsýnis eða náttúru í leiðinni. Leiðirnar virðast oftar en ekki umtalsvert lengri en sú stysta á áfangastaðinn. Í öðru lagi er um að ræða umlykjandi götur í mannlegum mælikvarða sem eru með tíðum takti breytinga fyrir augað, svo sem smærri litríkum húsum með fjölbreyttu þjónustuframboði og gluggum sem snúa oftast beint út á götu. Þegar viðmælendur röltu um þessar götur var tilhneigingin sú að sinna ýmsum erindum á leiðinni. En rölt er skilgreint sem hægari tegund göngu, en ef tilgangurinn er eingöngu að komast milli staða. Í þriðja lagi benda niðurstöðurnar til þess að bílmiðaðar leiðir víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu, séu notaðar af sumum vegna góðrar virkni þeirra á meðan aðrir velja að fara frekar keyrandi. Dæmi um góða virkni eru samfelldar og öruggar göngu- og hjólaleiðir meðfram götum, ásamt undirgöngum eða brúm. Í fjórða lagi kemur fram að í þeim tilfellum sem ferðast er með virkum ferðamátum er tilhneiging til að forðast yfirgnæfandi bílmiðaða áfangastaði, s.s. risastórar matvöruverslanir með stórum bílastæðum fyrir framan, og velja mannmiðaða áfangastaði í staðinn þar sem það er mögulegt. N ýnæ mi að skoða heilt borgarsvæ ði Með því að nota allt höfuð- borgarsvæðið gafst möguleiki á að kanna hvernig fagurfræðilegt mat hefur áhrif á notkun virkra samgöngumáta í mismunandi hverfum, s.s. úthverfum og miðbæjum sveitarfélaganna. Niðurstöðurnar benda til skýringa á því hvernig fagurfræðileg sjónarmið eru tekin til greina og hafa áhrif á fólk til að velja mannmiðaða áfangastaði í stað bílmiðaðra þar sem það er mögulegt. En slík áhrif koma einkum fram í miðbæ Reykjavíkur og eldri hluta Hafnarfjarðar þar sem fjölbreytileiki í gerð borgarrýma og í verslun og þjónustu er að finna innan lítils radíuss, auk einstakra úthverfasvæða s.s. Hólahverfi í Reykjavík og í Árbæ. Akstur í samgönguskyni er algengastur meðal fólks sem býr í úthverfunum skv. gögnum þessarar rannsóknar, þar sem líklegasta leiðin virðist yfirleitt mjög bílmiðuð. Notkun grænna svæða kann eftir sem áður að gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að tilfallandi virkum ferðum samofnum með ósk um hreyfingu eða til að njóta náttúru í úthverfum. H eildræ nni skip ulagshugsun nauðsynleg til að stuðla að virkum samgöngumá tum Nálgun þessarar rannsóknar varpar ljósi á hvernig undirliggjandi skipulagshugmyndafræði eins og einkabíladrifin nálgun módernismans hefur áhrif á heildar birtingarmynd borgarrýmanna og fagurfræðileg gæði þeirra. Sýnt er fram á að tengt hönnun og skipulagi byggðar, er ekki hægt að hvetja til notkunar virkra samgöngumáta með því að einblína eingöngu á hönnun innviða. Höfundar greinarinnar kalla því eftir breytingu í átt að heildrænni og þverfaglegri nálgun á því hvernig hönnun umhverfisins getur haft áhrif á notkun virkra samgöngumáta. Það er því þörf á frekari rannsóknum til að varpa ljósi á hvernig skipulagshugmyndir og staðarhönnun hafa áhrif. Efni rannsóknarinnar bíður birtingar snemma næsta árs í alþjóðlega vísindatímaritinu J ournal of U rbanism: I nternational R esearc h on P lac emaking and U rban S ustainability. Meðhöfundar undirritaðrar eru P etter Næss, prófessor emeritus við NMBU ( U mhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs) , Jukka Heinonen, prófessor ið Í i ha e kie i dósen ið nan h skólann óllandi D r. H arp a S tefá nsdóttir, prófessor í skipulagsfræði. D r. H arpa S tefá nsdóttir. U mlykjandi gö tur í mannlegum mælikvarða hvetja fólk til að rö lta um og sinna erindum á leiðinni. Myndir/Harp a Stef á nsdóttir Tilhneiging er til að koma á b íl á b ílmiðaða á fangastaði, þrá tt fyrir ö rstutt gö ngufæri. Notaðir bílar Sjáðu fleiri bíla á notadir.benni.is Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 SsangYong Rexton ‘20, beinskiptur, ekinn 52 þús.km. Verð: 5.990.000 kr. Peugeot 3008 ‘15, sjálfskiptur, ekinn 65 þús.km. Verð: 1.850.000 kr. SsangYong Tivoli dlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 20 þús. km. Verð: 2.890.000 kr. 468271 939590 800999 Toyota C-HR C-LUB ‘21, sjálfskiptur, ekinn 84 þús.km. Verð: 3.490.000 kr. SsangYong Korando ‘19, sjálfskiptur, ekinn 101 þús. km. Verð: 2.950.000 kr. Jeep Compass S ‘21, sjálfskiptur, ekinn 74 þús. km. Verð: 4.490.000 kr. 902091 177267 385604 Við tökum gamla bílinn uppí á Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir bíla á skrá! Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl. *Bílabúð Benna áskilur sér rétt til að hafna bílum. 500.000 kr. Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 500.000 króna innborgun* í nýlegan, öruggan bíl, sérmerktan á plani. Aðeins er tekinn 1 bíll uppí hvern nýlegan notaðan bíl. Þinn gamli þarf að vera með fulla skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má ræða aðra díla.* 4x4 4x4 HYBRID 4x4 4x4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.