Bændablaðið - 14.12.2023, Side 77

Bændablaðið - 14.12.2023, Side 77
77Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 É g hef verið að glugga í nýlega birt umhverfismat frá U mhverfis- stofnun um valkosti á vegum og vegabótum á þjóðvegi 1 um M ýrdal. Ég átti svo sem ekki von á neinum já- kvæðum undir- tektum frá þeirri stofnun um láglendisveg um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynis- fjall og til Víkur og þar með láglendisvegi allt til Austfjarða. Það vita flest allir að U mhverfisstofnun, Skipulags- stofnun og alls konar undirnefndir og ráð á þeirra vegum, eru og hafa verið á móti öllum endurbótum og framkvæmdum, hvort sem um vegabætur, raforkuver, raflínur, jarðgöng, eða jafnvel hvalveiðar, hefur verið að ræða. G et ég nefnt mörg dæmi þessu til staðfestingar eins og til dæmis þegar allt í einu slökknaði á öllum hugmyndum um Hvalárvirkjun á Vestfjörðum. Ó tal öfgafélög risu upp á afturlappirnar þegar minnst var á fleiri atvinnumöguleika þar eins og fiskeldi. Stöðvun virkjunarframkvæmda í Þjórsá sem komnar voru á framkvæmdastig og síðast en ekki síst nú með framgöngu þeirra við að koma í veg fyrir að vegaáætlun Alþingis um láglendisveg og göng í gegnum Reynisfjall komist til framkvæmda. Beita með sínu verklagi alls konar rangfærslum og lygum sem núna kallast víst á fínna máli falsfréttir. Þetta hefur ekkert breyst og mun ég rekja það nánar síðar, þar sem það rúmast ekki með þessari grein. Ég batt hins vegar vonir mínar við Vegagerðina, sem ég þekkti að öllu góðu af eigin raun, sem fyrrverandi ýtumaður, verktaki, lögreglumaður og umferðarfulltrúi. Ég trúði að hún myndi standa við sínar áætlanir og yfirlýst markmið um láglendisveg allt frá Hveragerði og austur á firði. Y firlýst markmið Vegagerðarinnar eru þessi: U mferðaröryggi – greiðfærni á vetrum – þjóðvegur úr þéttbýli – og stytting vegar. En „svo bregðast krosstré sem önnur tré“ og Vegagerðin virðist nú ætla að láta sig hafa það að bregðast öllum þessum markmiðum og gerast taglhnýtingur þess félagsskapar sem hún hefur átt í hvað mestu basli og baráttu við. Fyrst er hún fengin til þess að falla frá þeim vegavalkosti sem hún hafði hannað og birt. Síðan að bæta við nýjum vegavalkosti, fram hjá Vík, arfavitlausum valkosti sem er algjörlega á skjön við yfirlýst markmið Vegagerðarinnar þannig að furðu vekur og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur lýst samhljóða að komi ekki til greina. Í stað styttingar er vegurinn til Víkur í valkosti 4, lengdur um 2,5 km og fyrir innansveitarfólk, eins og úr Reynis- og Dyrhólahverfi, lengist þeirra leið fram og til baka um 5 km. Bætt er við tveim brekkum upp í hæð á við Hallgrímskirkju, gríðarlegu brúarmannvirki yfir G rafargil og síðan langt eftir öllu fyrirhuguðu framtíðar byggingalandi á Suður- og Norðurvíkurtúnum. Þorps sem er í hvað mestum vex ti, sem þekkst hefur hér á landi. Svo bítur hún höfuðið af skömminni með því að telja þetta besta valkostinn. Þrátt fyrir að valkostir 1 til 3 um láglendisveg hafi skorað hærra í þeirra eigin könnunum í mark- miðum Vegagerðarinnar. Ég get ekki skilið þessa kúvendingu öðruvísi en annaðhvort er Vegagerðin orðin eins og taglhnýttur trússhestur, í taumi umhverfisöfgasinna, rúin eigin stefnumörkun og verkfrelsi, eða búið er að raða inn í hennar stjórnunarstöður heilaþvegnu ofstækisfólki, sem hefur önnur markmið í heiðri heldur en þau sem koma fram í stefnuskrá Vegagerðarinnar. Eða þá að Vegagerðin hafi ekki lesið þessa ráðgjöf sem virðist vera unnin fyrir hana af VSÓ ráðgjöf, og hefur sjálfsagt kostað sitt. Eða þá að hún er gengin til liðs með þeim sem sjá sér hag í því að kynna og mæla með svo snarvitlausum valkosti að hvorki sveitarstjórn né nokkur upplýstur íbúi getur fallist á þann valkost og þar með sé málið dautt. Ég segi bara að lokum: „G uð hjálpi Vegagerðinni og leiði hana á réttan veg.“ R ey nir R agn arsson fyrrverandi umferðarfulltrúi, lögregluvarðstjóri og björgunarsveitarmaður. Um umhverfismat: Svo bregðast krosstré sem önnur tré R eynir R agnarsson. OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Lífræn hreinsistöð •Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til  mm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.