Úrval - 01.05.1967, Page 74
72
klukkustund og kemst 150 mílna
vegalengd í einu. Union Carbide
hefur einnig framleitt nýrri eldneyt-
issellur, sem ganga fyrir lofti í stað
súrefnis og eru tvöfalt kraftmeiri
en hinar fyrri eldneytissellur.
Rafknúði bíllinn er alls ekki ný
hugmynd. Hinir virðulegu raf-
magnsbílar voru allvinsælir fyrir
um hálfri öld. En það var einn
geysilegur galli á þeim, sem réði nið-
urlögum þeirra á þeim tíma. Þeir
höfðu aðeins orku til mjög stutts
aksturs í einu. Og þeir voru skelf-
ing hægfara, minntu helzt á lata
skjaldböku og voru líka ósköp
þunglamalegir í vexti. Og þegar
komið var fram til ársins 1930, þá
má segja, að alveg hafi verið hætt
við framleiðslu þeirra. Nokkur þús-
und rafmagnsvörubílar eru nú í
notkun og margir rafknúðir lyfti-
vagnar og golfvagnar, þ. e. smá-
vagnar til flutnings golfleikara á
stórum golfvöllum. En rafknúði bíll-
inn hefur aldrei nálgazt það að geta
keppt við venjulegan benzínknúinn
bíl.
Blýsýrurafhlaðan í bílum nútím-
ans hefur það, sem vélfræðingar
kalla orkuþéttleika, sem nemur 10
wattstundum á hvert pund (ame-
rískt, þ. e. watt-hours per pound:
wh/lbl: hvert pund rafhlöðunnar
getur geymt orku til þess að láta
loga á eins watts peru í 10 klukku-
stundir. Silfurzinkrafhlöður, sem
notaðar eru í geimferðum, eru a.
m. k. 400% betri en blýsýrurafhlöð-
urnar. En þær eru jafnvel ekki
nægilega góðar fyrir hagkvæman
rekstur rafknúins bíls.
Nú, þegar orka zinkloftsrafhlöð-
XJRVAL
unnar er komin upp í 60—100 wh/lb,
lithiumrafhlöðunnar upp í 100
wh/lb, og allt bendir til þess, að
sodiumbrennisteinsrafhlaðan komist
upp í 150 wh/lb, og eldneytissell-
urnar munu sjá svo um, að það
verður engin þörf á að endurhlaða,
og þegar allar líkur eru þar að auki
á enn frekari framförum, hvað þess-
ar uppfinningar snertir, þá má í
rauninni segja, að hinni tæknilégu
hindrun, sem stóð í vegi fyrir fram-
leiðslu og hagkvæmari notkun hins
rafknúða bíls, hafi nú verið rutt úr
vegi.
En það þýðir þó ekki, að öll
vandamálin í þessu sambandi hafi
þegar verið leyst. Sodiumbrenni-
steinsraf hlaða Ford-verksmiðj anna
hefur t. d. aðeins verið framleidd í
mjög litlum stærðum enn þá. Nú
er komið að því, að hún verði fram-
leidd í stærri stærðum, þ. e. nægi-
lega stór til þess að knýja áfram bíl.
En þær tilraunir gætu tekið um 2
ár enn. Rafhlaðan verður að vinna
við um 299-300 stiga hita á Celsius
til þess að halda sodium og brenni-
steinum í bráðnu ásigkomulagi.
Þegar bíllinn er ekki í gangi, þá mun
úrgangshiti, sem framleiddur er í
rafhlöðunni, halda hitastiginu jöfnu
og hindra, að það lækki. En þegar
bíllinn er stöðvaður, byrjar rafhlað-
an að kólna. Og þegar hún er komin
niður fyrir 260 stig á Celsius, vinnur
hún ekki, nema hún sé hituð upp
aftur. Vélfræðingar hjá Ford verk-
smiðjunum halda, að það megi leysa
vandamálið með þeirri öflugu ein-
angrun, sem notuð er í geimferðum.
Annar möguleiki er fólginn í bíla-
stæðum, þar sem eru rafmagnsinn-