Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 9

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 9
MAÐURINN, SEM NEITAÐI AÐ DEYJA 7 vél og DC-3 vél til leitarinnar og síðan fjöldi einkavéla, því að það er nú svo á norðurslóðum, að þeg- ar vandkvæði steðja að, er öll þessi dreifða byggð, eins og eitt þorp. í Fort Smith beið frú Francis Gauchie og hún hrökk við í hvert sinn, sem síminn hringdi og sendi bæn til himna um það, að nú væri síminn að flytja henni fregnir af manni hennar. Frú Francis er lag- leg kona og bjartsýn, og hún bar mikið traust til hæfileika manns síns, sem flugmanns. En hún þurfti á öllum sínum taugastyrk og allri sinni vongleði að halda til að missa ekki kjarkinn, þegar hver dagur- inn leið af öðrum án þess nokkrar fréttir bærust. Eftir tólf daga látlausa leit, vildi flugherinn hætta leitinni. Leitar- flugvélarnar höfðu leitað á þessu hrikalega og eyðilega landsvæði um það bil 292.000 fermílur. Margir töldu, að hin algera þögn bæði SARAH og CPI tækjanna benti til áreksturs, sem hefði verið svo harður að bæði tækin hefðu eyði- lagzt og flugmaðurinn þá um leið beðið bana. Frostið hafði á ný stig- ið í 15 gráður og það hafði verið blindhríð og stormur um tíma. Það kom öllum saman um að það gæti enginn lifað lengi þarna úti í auðninni meðan veturinn væri harðastur. Þrátt fyrir þetta, sár- bændi frú Gauchie flugyfirvöldin um lengri leit og það var látið að orðum hennar. Af hálfu flugyfirvaldanna var allri leit hætt þann 17. febrúar en fólkið á þessu norðvesturhorni Kanada vildi ekki gefast upp, heldur safnaði fé til að greiða nokkrum vönum óbyggðaflugmönn- um fyrir að halda áfram leitinni. Þessar litlu vélar töfðust vegna öskubyls, leituðu enn í 100 klukku- stundir. Þann 1. marz var allri leit hætt. Þá hafði ekkert frétzt til Gauchie í 26 daga og það taldi eng- inn nokkrar líkur til að hann væri á lífi. Francis talaði við prestinn sinn og bað um að haldin yrði minningarguðsþjónusta um mann sinn, en hún tiltók þó ekki neinn dag. FROSIÐ BLEK Bob Gauchie gerði sér ljóst, svo og varla skeikaði degi, hvenær leitinni að honum yrði hætt. Hann hafði sjálfur flogið oft og mörgum sinnum dapurlegt leitarflug, yfir endalausar snjóbreiðurnar, rýnandi niður á mjallhvítt landið, ef ske kynni, að þar sæist dökkur díll. Frosnar tær hans þjáðu hann, en hann vissi, að hann myndi þjást enn meira, þegar frostið færi að fara úr þeim. Enn bólaði ekki á blóðeitrun í þeim. Hann vafði ut- an af þeim og athugaði þær dag- lega, og hann var reiðubúinn að nota á þær öxina, ef hann sæi votta fyrir blóðeitrun. Það var engin linun á frostinu, og Gauchie hélt lengst af kyrru fyrir í poka sínum. Þó að stálklefi vélar- innar hlífði honum ekki við frost- inu, skýldi hann honum fyrir vind- inum, sem stundum hristi hina litlu Beavervél svo hranalega, að oft var útlit fyrir að hún þeyttist eftir ísnum á vatninu. Þó að Gauchie æti ekki nema 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.