Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 34

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL deilur, eftir að glæpamenn réðust að þrem óvopnuðum lögregluþjón- um á götu í Lundúnum í fyrra og skutu þá til bana. Yfirvöld Scot- land Yards virðast yfirleitt fylgj- andi þeirri stefnu, að hafa skuli í heiðri hina gömlu erfðavenju, sem beinist gegn því, að lögreglan beri vopn. Og eru ástæður þeirra tvær: Væri lögreglan vopnuð, mundi slíkt hvetja glæpamennina til þess að vopnast. Og þeir álíta í öðru lagi, að vald lögreglunnar eigi að vera byggt á algerri, vinsamlegri sam- vinnu hennar við almenning. Það mætti bæta því við, að mútuþægni og önnur spilling er næstum al- gerlega óþekkt fyrirbrigði innan Lundúnalögreglunnar. „THE CITY“ (Cityhverjið) Helzta virki Lundúna, hjarta þeirrar risaveru, sem Lundúna- borg er, gengur undir nafninu „City“ (Cityhverfið). Þetta er ör- lítill skiki, sem er aðeins 1,03 fer- míla að stærð, en er samt fjármála- miðstöð konungsdæmisins .... og var eitt sinn fjármálamiðstöð alls heimsins. Þar eru til húsa Eng- landsbanki, Loydsvátryggingarfé- lagið og Kauphöllin. Þar má sjá útibú fleiri erlendra banka en í nokkurri annarri borg heimsins og þar að auki 800 útibú brezkra banka. Nokkrir af sendiboðum hinnar gömlu „City“ bera enn háa, harða viðhafnarhatta við vinnu sína. Cityhverfið hefur engin opinber tengsl við aðra hluta Lundúnaborg- ar. Það hefur jafnvel sitt eigið lög- reglulið. Borgarstjóri þess er mjög þekktur embættismaður í Bret- landi, og ganga margir með þær grillur í kollinum, að hann sé æðsti stjórnandi allrar Lundúnaborgar. En sannleikurinn er sá, að hann hefur engin völd utan hins pínu- litla Cityhverfis, en innan hverf- isins er hann æðstur allra embætt- ismanna Bretlands að ríkisstjórn- andanum undanskildum. Kjósendur Cityhverfisins eru ekki margir, þar sem flest starfandi fólk í hverfinu býr utan marka þess og kýs því í öðrum hverfum. Kjósendur kjósa 25 borgarfulltrúa og 159 almenna borgarráðsmenn, sem mynda í sameiningu ráð, sem nefnist Court of Common Council. Sumar kj ördeildirnar bera skemmtilega fáránleg nöfn eins og Cheap (Ódýrt), Farringdon Within og Farringdon Without (F. að inn- an og F. að utan eða F. án). Æðsti maður ráðsins er borgarstjórinn (Lord Mayor) í hverfinu. Gegnir hann starfinu í aðeins eitt ár og er kosinn af borgarfulltrúaráðinu (Court of Aldermen). Það er geysilega mikið um dýrð- ir, þegar hann er settur í embætti sitt eftir öllum kúnstarinnar regl- um samkvæmt fornum venjum. Helztu embættismenn Cityhverfis- ins sækja guðsþjónustu í St. Law- rence Jewy, kirkju, sem byggð var af kirkjubyggingarmeistaranum Christopher Wren. Eru þeir þá klæddir dýrðlegum, eldrauðum eða heiðbláum skikkjum. Næsta dag er svo skrúðganga borgarstjórans, og er hún einn mesti viðhafnaratburð- ur Lundúnaborgar. Borgarstjórinn ekur niður eftir Lundgatehæð í átt- ina til Law Courts í geysilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.