Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 104

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL varður lét mörg önnur mannúðar- mál til sín taka. Hann var m.a. einn af ötulustu stuðningsmönnum hinna svonefndu „Tötraskóla“, en það voru stofnanir, þar sem öreigar og flækingar fengu tækifæri til að læra ýmislegt þarft og nýtilegt, svo að þeir gætu hafizt upp úr volæð- inu og byrjað nýtt'líf. Hann kunni aldrei við sig meðal fólks af sinni eigin stétt, heldra fólksins, enda leit það á hann með tortryggni og hafði jafnvel andúð á honum. Hann var lávarður að tign, honum hafði staðið til boða að verða ráðherra og flokksforingi íhaldsmanna og samt umgekkst hann allskonar vesalinga og úr- hrök! Hann virtist heldur kjósa fé- lagsskap tötralýðs á götum Lund- úna en eiga samfélag við hina ríku, voldugu og menntuðu stéttarbræður sína. Hann var með nefið niðri í öllu, þó að honum kæmi það ekki við, og dró margt óhugnanlegt fram í dagsljósið, sem betur hefði verið látið kyrrt liggja. Og svo voru það trúskoðanir hans, svo gamaldags og ósveigjanlegar! Hann trúði hverju einasta orði í Biblíunni og lifði í þeirri von, að efsti dagur væri í nánd! Shaftesbury stóð ekki á sama um það, sem sagt var um hann; hann tók það þvert á móti nærri sér, því að hann var mjög viðkvæmur í lund. En hann sveigði þó aldrei frá þeirri stefnu, sem hann taldi rétta. Hann varð að reyna að láta sem ekkert væri þó að fólk kallaði hann einþykkan og gamaldags sérvitring. Hann þekkti köllun sína og honum kom aldrei til hugar að svíkja hana. Það var einkum tvennt, sem var honum til stuðnings í baráttunni, annað var trú hans, hitt var hjóna- bandið. Hann giftist 1830 Emily Cowper, stúlku af mjög tignum ættum. Fjölskyldu hennar þótti hún taka niður fyrir sig. „Hvað hefur aumingja Emily gert, að hún skuli hreppa slík örlög, að tengj- ast fjölskyldu, sem öllum er í nöp við, er auk þess meira og minna geggjuð og hefur allt aðrar skoðan- ir en við?“ skrifaði einn frændi stúlkunnar, þegar hann frétti um ráðahaginn. En Ashley elskaði stúlkuna — og stúlkan elskaði hann, þrátt fyrir andróður ættingjanna. Hún var eiginkona hans og félagi í fjörutíu ár og stóð ávallt við hlið hans í baráttunni, reiðubúin að styðja hann og hvetja. Hún dó árið 1872 og var manni sínum mikill harm- dauði. Árin liðu og Shaftesbury lávarð- ur varð aldraður maður, en hann gleymdi aldrei æskuhugsjón sinni, að liðsinna þeim, sem höfðu farið halloka í lífinu. Hann lézt í októ- bermánuði 1885, og þegar líkfylgdin fór um götur Lndúnaborgar voru allar gangstéttir þéttskipaðar fólki, sem vildi votta hinum látna virð- ingu sína. Jafnvel þeir fátækustu höfðu haft einhver ráð með að út- vega sér svartan borða til að næla á ermina eða hattinn. „Ég er aðeins gamall maður, sem reyndi að gera skyldu mína á því sviði mannlífsins, þar sem guð kallaði mig til starfa." Þannig lýsti hann sjálfum sér skömmu fyrir dauða sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.