Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 55
MESTI SKEMMDARVARGUR JARÐARINNAR
53
stærð, og synt hálfa mílu eftir
skolpræsum og skriðið síðan upp
um skolprörin í einhverju íbúðar-
húsinu.
Rottur eru félagsverur og búa
saman í hópum. í rannsóknum á
rannsóknarstofum hefur það komið
í ljós, að sé ókunn karlrotta sett
í búr, þar sem fyrir er heill rottu-
hópur, munu rotturnar ráðast á
óboðna gestinn. En þar er ekki um
að ræða bardaga í þeim skilningi,
sem maðurinn leggur í það orð.
Einhver rotta úr rottuhópnum
skýtur upp kryppunni og stekkur á
óboðna gestinn. Hún beitir fram-
löppunum og glefsar oft í eyru og
hala innrásarseggsins. Óboðni gest-
urinn svarar aldrei í sömu mynt.
Og bitin hafa engin áhrif, vegna
þess að rotturnar hafa mjög þykka
húð. Þessi árás tekur aðeins nokkr-
ar sekúndur, en eftir nokkrar slík-
ar árásir hefur innrásarseggurinn
oft lagzt endilangur. Hann liggur
alveg máttlaus, og öndunin er hröð
og óregluleg. Og nokkru eftir þessar
árásir, sem virðast alveg gagns-
lausar, drepst innrásarseggurinn
venjulega. Það getur verið um að
ræða allt frá 90 mínútum upp í
nokkra daga eftir árásirnar. Enn
þá hefur ekki fengizt nein líffræði-
leg skýring á þessum dauða hinnar
ókunnu rotta. Hvorki hafa fundizt
alvarleg sár né innri blæðingar
enn þá.
Rotta í búri gæti náð mjög há-
um rottualdri eða allt að 3 árum,
en villtar rottur lifa venjulega
ekki lengur en 9 mánuði. Þær ná
næstum aldrei tveggja ára aldri.
Þær geta aukið kyn sitt í hvaða
mánuði ársins sem er. Fjöldi rottu-
unganna er venjulega 5—10, en
dæmi eru til um allt að því 17
rottuunga í einu og sama rottu-
hreiðri. Við hin beztu lífsskilyrði
gæti eitt rottupar hafa eignazt 350
milljónir afkomenda á 3 árum, sam-
kvæmt útreikningum, sem gerðir
hafa verið. Meindýraeyðar hafa
notað allar þær eiturtegundir, sem
til eru. En þótt 95% af rottum á
einhverju vissu svæði séu drepnar
í herferð gegn þeim, er rottufjöld-
inn orðinn þar svipaður og áður
eftir eitt ár.
Rottan er neydd til þess að halda
áfram að naga og naga vegna of-
vaxtar framtannanna. Þær eru hár-
beittar og koma í Ijós 8—10 dög-
um eftir fæðinguna. Þær taka
strax að vaxa með vaxtarhraða,
sem nemur 5 þumlungum á ári.
Rottan verður stöðugt að sverfa af
þeim, og hún gerir það með því að
naga og tyggja. Missi rotta fram-
tönn í efri góm eða skekkist hún
af einhverjum orsökum, getur
framtönnin á móti vaxið alveg í
gegnum efri kjálkann og stungizt
inn í heilann. Rottur hafa valdið
rafmagnsbilun í heilum hverfum í
New York með því að naga í sundur
blýslíður, sem eru utan um raf-
strengi. Rotta, sem hamast við að
naga í vörugeymsluhúsi, getur nag-
að sig inn í tylftir af sekkjum og
í gegnum þá á einni klukkustund,
sekkjum sem innihalda hveiti, fóð-
ur, kaffi eða hvers konar önnur
matvæli.
Hvar sem rottan fer, breiðir hún
út smitandi sjúkdóma. Hún er jafn-
mikil ógnun við heilbrigði manna