Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 58
Sú staðreynd að Plutark gat
í Ævum sínum sagt alla sögu
Grikkja og Rómverja, enda
þótt liann byggi í fremur
afskekktu byggðarlagi, sýnir
hversu traustum fótum allt
skipulag stóð við Miðjarðarhaf-
ið á tímum hins rómverska
friðar.
Sá maður, sem svo
margir hafa lært forna
sögu af, þeirra á meðal
Shakespeare og Mont-
aigne, fæddist um það
bil árið 46 e. Kr. og bjó mestan
hluta ævi sinnar í lítilli markaðs-
borg, Chaeronea, sem var ekki
einu sinni höfuðborg Boeotiu —
það var Þebís — yfir Boeotia var
ekki eins mikill glæsibragur og
mörgum öðrum landshlutum
Grikklands á gullöld Grikkjanna.
Plutark var um langt skeið Archon
í borg sinni, eða einn af borgar-
stjórnarmönnum. Hann stundaði
nám í Aþenu hjá heimspekingnum
Ammoniusi og hann ferðaðist til
Egyptalands síðar á ævinni; ein-
hvern tímann fyrir fertugt, fór hann
Ævir
Plutarks
til Rómar, mjög líklega í einhverj-
um erindum fyrir ættland sitt og
í Róm hélt hann fyrirlestra, sem
öfluðu honum vina meðal mennta-
manna þar í borg. Hann kvæntist
og átti fimm börn og yfirleitt virðist
hann hafa lifað hamingjusömu lífi
sem sveitarhöfðingi en jafnframt
lærdómsmaður.
Enda þótt beinar frásagnir af
Plutark sjálfum séu heldur fáorðar
í verkum hans, er hægt að kynnast
manninum all-náið af verkinu í
heild, sérstaklega Moraliu en það
er safn greina og hugleiðinga um
margvíslegustu efni og viðburði,
sem hann var vitni að um ævina.
Hann hafði mikinn áhuga á fólki
og öllu því er snerti fólk, meðal
annars efnahag þess. Hann var trú-
56
100 Great Books