Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 92

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 92
90 ÚRVAL Seint á 15. öldinni f. Kr., þegar þessi menning stóð sem hæst, hvarf hún skyndilega og uppgröftur hefur leitt í ljós, að allar borgir Minoanna hafa horfið um sama leyti, hinar mörgu hallir og stóru byggingar allar úr steini hafa hrunið til grunna eins og spilaborgir. Það er ekki fyrr en á síðustu dögum, sem svolítið hefur grisjað í þá þokumóðu, sem laukst um þessa horfnu menningarþjóð, en menn höfðu helzt ímyndað sér að hún hefði þurrkazt út fyrir áhrif bylt- ingar eða innrásar. Nú eru aftur á móti margir sagnfræðingar þeirrar skoðunar, að hún hafi horfið vegna eldgoss á Santorini og afleiðingum þess, loftþrýstingnum, flóðöldunni og öskunni. Öskulagið lagðist yfir hina frjósömu dali Krítar og eyði- lagði uppskeruna og útilokaði ak- uryrkju svo áratugum skipti á þessum eyjum. Næstum allur þjóð- flokkur Minoanna hvarf. En ekki þó allir. Einhverjir hafa komizt til fjalla, og einhverjir hafa verið á ferð í fjarlægum löndum. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós, að mestur hluti þeirra fáu, sem eft- lifðu hafa komizt til norðvestur hluta Krítar og þaðan til Grikk- lands. Vegna norðvestan vindsins slapp Grikkland við öskufallið, en flóðbylgjan skall vitaskuld á því. Afleiðingarnar af flótta þessara Minoa til Grikklands komu fljótt í ljós við blómstrun hinnar myken- önsku menningar um það bil 1400 f. Kr., þegar skrifuð saga Grikkja hefst. Flóttamennirnir fluttu með sér stafróf sitt, málaralist og bygging- arlist og kenndu Grikkjum að vinna úr bronsi og gulli og hjálpuðu þeim til að byggja hin miklu grafhýsi og hallir sem eru gimsteinar myken- önsku menningarinnar. GÁTAN UM ATLANTIS Gullaldar-Grikkirnir gleymdu ekki algerlega hinni horfnu Minoa menningu né heldur orsökunum til hvarfs hennar. Munnmælasögur um þessa menningarþjóð lifðu og ásamt þeim einnig munnmælasögur, sem gætu verið sögur af Atlantis. Eftir því, sem Plato segir okkur, en hann fjallaði síðar um þetta, fór Solon, hinn frægi lagasmiður Grikkjanna til Egyptalands árið 590 f. Kr. og þar sögðu egypzkir prestar honum að fyrir ævalöngu hefðu dvalið í heimalandi hans: — hin bjartasta og göfugasta manngerð, sem nokkru sinni hefði lifað og af þeim ert þú og allir íbúar borgar þinnar aðeins ávöxtur eða leifar, en síð- an varð hinn ægilegasti jarðskjálfti eða flóð og á einum degi og nótt í látlausu regni hurfu allir hinir hraustu menn í einum hópi niður í jörðina og um leið hvarf eyjan Atlantis undir sjó.‘“ Af þessari sögu að dæma hefur Atlantis verið eyríki og konung- dæmi um það bil 800.000 fermílur og þá of stór til að komast fyrir í Miðjarðarhafinu og Plato ætlaði því stað vestan Súlna Herkúlesar (Gibraltar) og þar með hlaut At- lantshafið nafn sitt. Eftir þessari frásögn Plato ætti Atlantis að hafa sokkið 9000 árum fyrir tíma Solons. Fornfræðingar benda á margt í sögu Plato, sem ekki fær staðizt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.