Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 24

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL hana alveg óþarfa. „Þessir „goond- ar“ ættu bara að reyna að hrófla við mér“, tautaði hann grimmdar- lega. Þessi fyrirlitning hans fann hljómgrunn hjá mér, en mínar á- stæður voru af öðrum toga spunnar. Ég var ungur undirforingi og mjög stoltur af brezkum vopnum. Fyrst hin „mjóa, rauða lína“ hafði haldið milljónunum í Indlandi í skefjum öldum saman, var engin ástæða til þess núna fyrir vopnaðan brezk- an liðsforingja að óttast nokkra vannærða ofstækismenn, sem höfðu bjúgsverð ein að vopni. Hvað ind- versk stjórnmál snerti, þá hafði ég litla þekkingu á þeim, enda stóð mér hjartanlega á sama um þau. Ég var bara kominn til Indlands til þess að heyja stríð við Japani. Við N. höfuðsmaður tróðumst í gegnum mannþyrpinguna á járn- brautarstöðinni og fórum inn í klefa okkar. Hans var nálægt eimreið- inni, en minn aftast í lestinni. (Þar sagði hin geysilega varkárni að- stoðarforingjans aftur til sín!) Burðarmennirnir gengu frá farangri mínum. Ég opnaði gluggana á klef- anum mínum, sem mýflugnanet var strengt fyrir. Og svo þegar lestin rann út af stöðinni með rykkjum og skrykkjum, hellti ég mér drykk í glas, whisky og kalt vatn, sem ég hafði með mér á hitabrúsa. Svo lagðist ég á svefnbekkinn minn. Og brátt hafði whiskyið og hið lágværa, háttbundna hljómfall hjólanna sín áhrif. „JAI HIND!“ Ég veit ekki, hvað það var, sem vakti mig. Lestin hreyfðist ekki lengur, og daufa rafljósið í klefan- um hafði slokknað. Loftræstinga- viftan hafði einnig stöðvazt, og því límdist þunni herjakkinn við líkama minn vegna hitans og rakans. Mý- fluga virtist vera að suða einhvers- staðar nærri öðru eyranu á mér hærra og hærra. Skyndilega reis ég upp í rúminu. Ég hafði heyrt þetta hljóð áður. Þetta var ekki suð í mýflugu, heldur muldur og óánægjukliður æsts mannfjölda. Þetta var óhugnanlegt hljóð, líkt og eitthvað ósjálfrátt fyrirbrigði, sem ekki lítur stjórn hugsunarinn- ar, líkt og brimhljóð sjávarins. En það var þó ólíkt því að einu leyti. f því var einnig að finna einhvern skerandi haturstón, sem virtist enduróma sargandi í hverri taug. Við höfðum stanzað á stórri járn- brautarstöð. Brautarpallurinn var ein iðandi kös af fólki. „Jai Hind! hrópaði múgurinn („Frjálst Ind- land! kjörorð allra indverskra þjóðernissinna). Ég lokaði glugg- unum og hljóp út að hurðinni hin- um megin í klefanum. Enginn var sýnilegur. Það var autt og óbyggt svæði hinum megin við járnbraut- arteinana. Það kvað við skammbyssuskot, síðan annað, og svo tvö önnur hvert á fætur öðru. Ég stökk niður á teinana og horfði fram eftir lest- inni, sem stóð kyrr í löngum hlykk á teinunum. Skyndilega opnaðist hurðin, sem lá að klefa N. höfuðs- manns, og hópur manna ruddist út um þær. Mennirnir dreifðust, og svo gat ég komið auga á líkama á jörðinni í hinni gráu skímu dögun- arinnar. Ég var aleinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.